Takk kærlega fyrir allt liðið á árinu og vona að næsta ár verði eins viðburðaríkt og þetta.
föstudagur, desember 31, 2004
mánudagur, desember 27, 2004
Blogg
Ég er að reyna að breyta blogginu mínu, en það gengur ekkert sérstaklega vel. Ég er neflilega ekki með Front Page sem ég hef alltaf notað til að breyta síðunni. Held að síðan muni ekki breytast neitt af viti þangað til ég kemst í Front Page.
Annars er ég samt búin að setja inn nokkrar myndir. Jólamyndir og fleira.
Annars er ég samt búin að setja inn nokkrar myndir. Jólamyndir og fleira.
laugardagur, desember 18, 2004
Dagur 4
Í dag byrjuðum við Gunnar daginn á að drífa okkur í British Museum og viti menn: Við komumst inn. Jei. Fórum nú samt eiginlega bara að skoða egypsku deildina. Rosa flottar múmíur og risa styttur. Eftir safnið fórum við svo aðeins að versla. Alltaf gaman að versla.
Þegar við vorum búin að skila af okkur dótinu fórum við niður á King's Kross lestarstöðina til að taka lest til Cambridge. Ingi frændi kom og sótti okkur á lestarstöðina og við keyrðum heim til þeirra. Við fengum æðislegan tortilla rétt.
Hápuntur dagsins var á efa ferðin á þorpskránna. Alvöru ensk þorpskrá, lágreist tréhús: Alveg svona típískt. Gunnar fékk sér nokkra Guinnes og það var búið að teikna smára í bjórinn. Ég fékk mér nú samt ekki Guinnes, ég er ekkert sérstaklega hrifinn af svona dökkum bjórum.
Við fengum svo að gista hjá Jóhönnu af því að okkur langaði ekki að vera á hótleinu lengur.
Gaman gaman.
Þegar við vorum búin að skila af okkur dótinu fórum við niður á King's Kross lestarstöðina til að taka lest til Cambridge. Ingi frændi kom og sótti okkur á lestarstöðina og við keyrðum heim til þeirra. Við fengum æðislegan tortilla rétt.
Hápuntur dagsins var á efa ferðin á þorpskránna. Alvöru ensk þorpskrá, lágreist tréhús: Alveg svona típískt. Gunnar fékk sér nokkra Guinnes og það var búið að teikna smára í bjórinn. Ég fékk mér nú samt ekki Guinnes, ég er ekkert sérstaklega hrifinn af svona dökkum bjórum.
Við fengum svo að gista hjá Jóhönnu af því að okkur langaði ekki að vera á hótleinu lengur.
Gaman gaman.
miðvikudagur, desember 08, 2004
þriðjudagur, desember 07, 2004
Í dag er ég glöð
Ég er glöð vegna þess að ég gaf blóð í gær.
Ég er glöð vegna þess að verðið á bensíni lækkaði í dag.
Ég er glöð vegna þess að það eru að koma jól.
mánudagur, desember 06, 2004
Blóð í dag
Ég skora á alla að fara að gefa blóð. Þá er maður að gefa eitthvað til samfélagsins. Þið verðið að lesa grein um Benidikt Vagn á heimasíðu Blóðbankans.
Hér er smá brot úr pislinum:
Hæ ég heiti Benedikt Vagn og ég er tíu ára, ég fæddist með hjartagalla og blóðsjúkdóm.
Það eru ekki margir með sama blóðsjúkdóm og ég í öllum heiminum, kannski svona 500. Ég þurfti að fara í hjartaaðgerðir þegar ég var 3 vikna og svo aftur 4 ára. Börn sem fara í hjartaaðgerðir missa mikið blóð í aðgerðinni og þá þarf að gefa þeim blóð. Ég fæddist líka með sjaldgæfan blóðsjúkdóm sem heitir Diamond blackfan anemia, eða beinmergurinn minn sem er inni í beinunum mínum býr ekki til nóg af rauðum blóðkornum. Þetta er galli í genum sem er ekki enn hægt að lækna, en ég er nú bara ósköp rólegur yfir því ennþá. Þegar mig vantar blóð þá er ég mjög slappur og orkulaus og langar ekki til að borða neitt, ekki einu sinni nammi.
Hér er smá brot úr pislinum:
Hæ ég heiti Benedikt Vagn og ég er tíu ára, ég fæddist með hjartagalla og blóðsjúkdóm.
Það eru ekki margir með sama blóðsjúkdóm og ég í öllum heiminum, kannski svona 500. Ég þurfti að fara í hjartaaðgerðir þegar ég var 3 vikna og svo aftur 4 ára. Börn sem fara í hjartaaðgerðir missa mikið blóð í aðgerðinni og þá þarf að gefa þeim blóð. Ég fæddist líka með sjaldgæfan blóðsjúkdóm sem heitir Diamond blackfan anemia, eða beinmergurinn minn sem er inni í beinunum mínum býr ekki til nóg af rauðum blóðkornum. Þetta er galli í genum sem er ekki enn hægt að lækna, en ég er nú bara ósköp rólegur yfir því ennþá. Þegar mig vantar blóð þá er ég mjög slappur og orkulaus og langar ekki til að borða neitt, ekki einu sinni nammi.
sunnudagur, desember 05, 2004
föstudagur, desember 03, 2004
fimmtudagur, desember 02, 2004
Á eftir að gera listinn
- Jólagjafir
- Búa til jólakort
- Búa til jólaskraut
- Skreyta
- Laga til í ipod
- Baka fleiri smákökur
- Borða smákökur
- Hengja upp jólaséríur
- Kaupa stórt jólatré
- Búa til rosa flotta pakka
- Fara á jólahlaðborð með Gunnari
- Jólahlaðborð í vinnunni
Dagur 3: London.
Vöknuðum rétt fyrir klukkan átta í morgun. TIl þess að vakna á undan morgunmatnum. Þurftum að bíða aðeins eftir því að litli indverjinn kæmi með enska morgunmatinn okkar, en það var allt í lagi. Ristað brauð, marmelaði, smjör, spælt egg og te. Frábært. Eggið var löðrandi í fitu og mér finnst hvorki marmelaði né te vera gott, svo að ég fékk mér bara ristað brauð með smjöri og vatn með. Eftir morgunmat drifum við okkur út.
Stefnan var sett á söfn þennan daginn og við byrjuðum á því að gera aðra tilraun til að fara á Bristish Museum. Þegar við komum þangað þá var LOKAÐ!! Starfsmenn safnsins ákváðu að leggja niður vinnu þennan dag til að mótmæla lélegum kjörum. Arg, arg. Hvað er eiginlega málið með þetta safn? Á ekkert að hleypa okkur inn?? Þar sem safnstarfsmennirnir eru opinberir starfsmenn þá bjuggumst við við því að önnur söfn í bænum væru líka lokuð en við ákváðum samt að fara í Natural History Museum og kíkja hvort að það væri opið. Og viti menn! Það var opið. Okkur var sagt að einhverjir starfsmenn væri í verkfalli en samt væri safnið opið. Jei. Við skoðuðum risaeðludeildina og hún var nú alveg flott. Flottast var nú samt risaeðlan sem var í frostofunni á safninu. Hún er RISA stór (enda á þetta líka að vera RISA eðla...). Risaeðludeildin er nú samt svolítið barnaleg að mínu mati, þetta var svona interactive sýning þar sem mátti snerta hluti og ýmislegt var gert til að auðvelda börnum skilning á efninu. Næst fórum við að skoða spendýradeildina, hún var flott og ég tók mynd af Gunnari með ljóninu. Samt fanst mér nú fugladeildin eiginlega vera flottust. Það er eina deildin sem við skoðuðum sem var svona eins og típísk söfn eru; uppstoppaðir fuglar sem eru inn í glerbúrum. Það voru alls konar fallegir fuglar þarna: Rosa flott.
Það getur verið erfitt að vera lengi inn á söfnum svo að þegar við vorum búin að skoða spendýra og fugladeildina ákváðum við að kíkja stutt á steinadeildina og fara að fá okkur að borða. VIð fengum okkur einhverskonar langloku og sætabrauð rétt hjá safninu.
Oxford Street! ó je. Þar sem að ég nennti ekki á fleiri söfn þennan daginn þá fórum við bara að versla. Ég veit að London er engan veginn ódýr borg en mér er alveg sama vegna þess að ég hef ekki keypt mér föt í langan tíma. Stefnan var sett á Top Shop þar sem ég verlsaði mér slatta af naríum. Ég keypti mér líka einhverja boli og pils í H&M. Einnig líka nýjan jakka og eitthvað fleira skemmtilegt. Nammi namm. Gunnar leypti sér flottan fauelisjakka í Gap.
Síðan var bara að fara heim og undirbúa sig fyrir leikhúsið.
Ég fór í nýjum rauðum bol, nýjum rauðum jakka og með nýtt rautt veski. Áður en við fórum í leikhúsið löbbuðum við að Traffalgar Square. Hmm, það var nú ekki ætlunin en þar sem að ég er mest áttavilt dauðans þá föttuðum við að við höfðum farið í vitlausa átt, leikhúsið var í hina áttina. Jæja jæja, ágætis kvöldganga. Áður en leiksýningin byrjaði fengum við okkur kebab að borða. Nammi namm. Rosa gott þangað til að mér tókst að skjóta einum kjúllabitanum beint í magan á mér og fá blett í bolinn. Fitublett dauðans beint á magann. Heppin!! Not!!
Leikhúsið var rosalega flott, alveg svona týpsíkt gamalt leikhús. Risa kristalsljóskróna í salnum, gömul lítil sæti, flottir stigar. Það var samt eitt sem að mér fanst skrýtið. Það var gangur í miðunni á leikhúsinu. Þannig að það var í rauninni enginn sem sat í miðjunni, því að þar var gangvegur. Fyndið. VIð Gunnar fengum ágætissæti, á áttunda bekk rétt við hliðina á miðjunni. Síðan hófst sýningin. Það er gaman að vera í leikhúsi í útlöndum. Þar er ekki töluð íslenska heldur útlenska og ég var fyrist pínu hrædd um að ég myndi ekki skijla nógu vel. En það varð nú ekki vandamál, ég skildi allt. Söngleikurinn sjálfur var nú aldeilis ágætur, átti að vera grínsöngleikur og hann var soldið fyndinn. Samt dóu nokkrir og siðferðislegur boðskapur söngleiksins var ekkert sérstaklega fyndinn, bara alvarlegur.
Jæja jæja. Eftir leikhúsið vorum við eins að rölta um, fullt af fullu fólki þrátt fyrir að klukkan væri bara 11. Fullt af fullu fólki sem var á leiðinn heim til sín eftir djammið! Við fórum og keyptum okkur bjór í lítilli verslun og ég aðstoðaði mann við að velja sér hvítvín. Annar góður dagur í London búinn og við fórum heim á hótel til að chilla aðeins og fara síðan bara að sofa.
þriðjudagur, nóvember 16, 2004
Það er geðveikt mikill snjór úti. Þegar ég labbaði úr vinnunni í dag niður í Baðhús, þá var svo mikil snjókoma að buxurnar mínar voru allar blautar og frosnar við lærin á mér. Húfan mín stóð næstum sjálf vegna þess að það var svo mikill snjór á henni.
Það er svo mikil snjókoma að rándýri hitinn sem var settur í stéttina hérna fyrir utan hefur ekki náð að bræða snjóinn sem er kominn!
Þeinkjúverímöts!
Það er svo mikil snjókoma að rándýri hitinn sem var settur í stéttina hérna fyrir utan hefur ekki náð að bræða snjóinn sem er kominn!
Þeinkjúverímöts!
London ferðin - Dagur 2
LONDON
Flugið til Standsted gekk vel og við tókum lest inn til London og vorum kominn inn á hótel um klukkan 12. Ekki var hótelið neitt sem hægt var að hrópa húrra fyrir. Lítill indverji tók á móti okkur og lyktin af indverskum mat fyllti vitin. Það var ógeðislykt í herberginu okkar, teppin voru mygluð og það var leki í loftinu. Skáparnir voru ógeðslegir og gluggarnir voru með einföldu gleri og varla opnanlegir. Jæja, jæja. Við Gunnar nenntum svo sem ekkert að hanga þarna og fórum beint í bæinn. Ætluðum að byrja að á því að fara á British Museum. Þegar þangað var komið var einhverskonar brunaæfing og FULLT af fólki fyrir utan safnið að bíða. Við nenntum nú ekki að vera að bíða svo að við ákváðum að fara bara daginn eftir.
London er stórborg og það er auðvelt að missa sjónar af því hvað er hvað og hvert áttirnar liggja. Þess vegna ákváðum við að byrja á því að fara í London Eye. Fórum út á Waterloo stöðinni og löbbuðum í áttina að City Hall. Þar keyptum við miða í hjólið og einnig lítið útsýniskort. Það var leitað að vopnum á okkur áður en við máttum fara inn, þeir eru orðnir svo paranoid þarna í stórborginni. Útsýnið úr hjólinu var alveg frábært, það var nánast heiðskýrt og rosalega fallegt veður. Við sáum allt sem sjá mátti í London. Rosa gaman.
Við löbbuðum meðfram ánni Thames og þar sáum við frægt fólk. Allaveganna svona semi-frægt fólk á Íslandi; leikarana úr Rómeo og Júlíu. Þeir voru að skokka, svona rétt til þess að halda sér í formi... Eftir innlitið á fræga fólkið kíktum á Þinghúsið, Big Ben og Westminister Abbey. Fyrir utan þinghúsið var fullt af vopnuðum lögreglumönnum sem voru að fylgjast með fólkinu. Hinumegin við götuna var búið að stilla upp mótmælaspjöldum þar sem stríðinu í Írak var mótmælt og Blair var sakaður um að vera barnamorðingi. Einn gaur stóð þarna og var að tala áróður í míkrafón til þeirra sem vildu heyra. Mjög skondið, vonandi virkar þetta. Við rétt náðum að skoða Abbeyið, höfðum aðeins 45 mín til þess. Einhver fúll kirkjugaur var að reka á eftir okkur allan tímann og hann var hundleiðinlegur. Leiðinlegt að láta ýta á eftir sér! Við sáum margar fallegar grafir sumar voru stærri en aðrar, og sumar veglegri en aðrar. Mér finnst alltaf jafn merkilegt að hugsa til þess að fólk sé grafið undir kirkjunni og þá sérstaklega finnst mér athygkisvert að skoða rithöfundadeildina. Ekki sér maður svona heim á Íslandi.
Við löbbuðum svo að Buckingham Palace. Á leiðinni löbbuðum við framhjá írska sendiráðinu og þar voru fullt af löggubílum og vopnaðir verðir stóðu þar fyrir utan, tilbúnir að skjóta. Klikkað lið. Buckingham er Buckingham eins og alltaf. Ég vorkenni bara köllunum sem þurfa að standa þarna fyrir utan allan daginn og eins hreifingin sem þeir fá er að labba fram og til baka fyrir utan kassann sinn!! Við sáum samt ekki skipti hjá vörðum, það er svaka sýning þar sem að gaurar með stóra svarta loðhúfu sýna sýningu og svaka læti eru í gangi. Við sjáum það bara næst þegar við förum til London.
Meira labb tók við. Maður á alltaf að labba mikið þegar maður er í útlöndum. Við löbbuðum soldin spöl að næstu tube stöð og þá nenntum við ekki að labba lengur. Við fórum og keyptum okkur miða í leikhús. Við gátum keypt miða á 15 pund á söngleik sem heitir Bat boy. VIð vorum vorum voða ánægð með þessi kaup, fengum 50% afslátt af uppsettu verði. Við tókum lest viður á Piccadilly Circus svo að Gunnar gæti fengið að sjá öll auglýsingaskiltin. Eftir það röltum við niður Regent Street og skoðuðum allar fínu og flottu búðirnar en þær voru lokaðar svo að við sáum þær bara að utan. Jólaljósin voru komin á fullt, risa jólaljósamyndir út um allt. Reyndar held ég að ljósin hafi ekki verið komin alveg, það sem við sáum var aðeins byrjunin á miklu ljósaflóði.Við gerðum sem samgt alveg helling þennan dag þrátt fyrir að við höfum ekki getað farið að skoða British Museum. Rosa góður dagur.
Flugið til Standsted gekk vel og við tókum lest inn til London og vorum kominn inn á hótel um klukkan 12. Ekki var hótelið neitt sem hægt var að hrópa húrra fyrir. Lítill indverji tók á móti okkur og lyktin af indverskum mat fyllti vitin. Það var ógeðislykt í herberginu okkar, teppin voru mygluð og það var leki í loftinu. Skáparnir voru ógeðslegir og gluggarnir voru með einföldu gleri og varla opnanlegir. Jæja, jæja. Við Gunnar nenntum svo sem ekkert að hanga þarna og fórum beint í bæinn. Ætluðum að byrja að á því að fara á British Museum. Þegar þangað var komið var einhverskonar brunaæfing og FULLT af fólki fyrir utan safnið að bíða. Við nenntum nú ekki að vera að bíða svo að við ákváðum að fara bara daginn eftir.
London er stórborg og það er auðvelt að missa sjónar af því hvað er hvað og hvert áttirnar liggja. Þess vegna ákváðum við að byrja á því að fara í London Eye. Fórum út á Waterloo stöðinni og löbbuðum í áttina að City Hall. Þar keyptum við miða í hjólið og einnig lítið útsýniskort. Það var leitað að vopnum á okkur áður en við máttum fara inn, þeir eru orðnir svo paranoid þarna í stórborginni. Útsýnið úr hjólinu var alveg frábært, það var nánast heiðskýrt og rosalega fallegt veður. Við sáum allt sem sjá mátti í London. Rosa gaman.
Við löbbuðum meðfram ánni Thames og þar sáum við frægt fólk. Allaveganna svona semi-frægt fólk á Íslandi; leikarana úr Rómeo og Júlíu. Þeir voru að skokka, svona rétt til þess að halda sér í formi... Eftir innlitið á fræga fólkið kíktum á Þinghúsið, Big Ben og Westminister Abbey. Fyrir utan þinghúsið var fullt af vopnuðum lögreglumönnum sem voru að fylgjast með fólkinu. Hinumegin við götuna var búið að stilla upp mótmælaspjöldum þar sem stríðinu í Írak var mótmælt og Blair var sakaður um að vera barnamorðingi. Einn gaur stóð þarna og var að tala áróður í míkrafón til þeirra sem vildu heyra. Mjög skondið, vonandi virkar þetta. Við rétt náðum að skoða Abbeyið, höfðum aðeins 45 mín til þess. Einhver fúll kirkjugaur var að reka á eftir okkur allan tímann og hann var hundleiðinlegur. Leiðinlegt að láta ýta á eftir sér! Við sáum margar fallegar grafir sumar voru stærri en aðrar, og sumar veglegri en aðrar. Mér finnst alltaf jafn merkilegt að hugsa til þess að fólk sé grafið undir kirkjunni og þá sérstaklega finnst mér athygkisvert að skoða rithöfundadeildina. Ekki sér maður svona heim á Íslandi.
Við löbbuðum svo að Buckingham Palace. Á leiðinni löbbuðum við framhjá írska sendiráðinu og þar voru fullt af löggubílum og vopnaðir verðir stóðu þar fyrir utan, tilbúnir að skjóta. Klikkað lið. Buckingham er Buckingham eins og alltaf. Ég vorkenni bara köllunum sem þurfa að standa þarna fyrir utan allan daginn og eins hreifingin sem þeir fá er að labba fram og til baka fyrir utan kassann sinn!! Við sáum samt ekki skipti hjá vörðum, það er svaka sýning þar sem að gaurar með stóra svarta loðhúfu sýna sýningu og svaka læti eru í gangi. Við sjáum það bara næst þegar við förum til London.
Meira labb tók við. Maður á alltaf að labba mikið þegar maður er í útlöndum. Við löbbuðum soldin spöl að næstu tube stöð og þá nenntum við ekki að labba lengur. Við fórum og keyptum okkur miða í leikhús. Við gátum keypt miða á 15 pund á söngleik sem heitir Bat boy. VIð vorum vorum voða ánægð með þessi kaup, fengum 50% afslátt af uppsettu verði. Við tókum lest viður á Piccadilly Circus svo að Gunnar gæti fengið að sjá öll auglýsingaskiltin. Eftir það röltum við niður Regent Street og skoðuðum allar fínu og flottu búðirnar en þær voru lokaðar svo að við sáum þær bara að utan. Jólaljósin voru komin á fullt, risa jólaljósamyndir út um allt. Reyndar held ég að ljósin hafi ekki verið komin alveg, það sem við sáum var aðeins byrjunin á miklu ljósaflóði.Við gerðum sem samgt alveg helling þennan dag þrátt fyrir að við höfum ekki getað farið að skoða British Museum. Rosa góður dagur.
föstudagur, nóvember 12, 2004
London ferðin
London var æði!
Ferðin byrjaði á því að við Gunnar tókum rútuna upp á flugvöll. Það var fínt, maður slappaði bara af í rútunni og hafði það kósí. Ég keypti mér ipod spilara í fríhöfninni og hann er alveg geggjaður og ég fíla hann geðveikt. Síðan keypti ég mér líka linsur sem kostuðu 6000 kall. Mér finnst það dýrt en það er víst ódýrara en að kaupa þær í Reykjavík en ég lét mig hafa það.
Við fórum aðeins of seint í loftið vegna mikillar flugumferðar í London. Við Gunnar vorum orðin pínu stressuð vegna þess að við þurftum að vera á réttum tíma til að ná tengifluginu okkar til Dublin. Við lentum hins vegar á réttum tíma á Stansted flugvelli og það var ekkert mál að ná fluginu til Dublin. Lentum síðan í Dublin á réttum tíma. Maðurinn sem seldi okkur miðann í flugrútuna var típískt írskur, með stórt kartöflunef og alvöru írskan hreim. Rútan í bæinn tók hálf tíma og við Gunnar löbbuðum beint á hótelið okkar. Nó problemó.
Klukkan var orðin tvö þegar við komum á hótelið svo að við flýttum okkur bara niður í bæ til þess að ná að gera sem mest á þeim stutta tíma sem við höfðum. VIð skunduðum niður O’Connel Street og yfir ánna Liffey. Stefnan var tekin á Trinity Collige sem er alveg í miðbænum. Þegar maður gengur inn í skólann þá kemur maður inn í garð þar sem ríkir allt annað andrúmsloft en á götunum fyrir utan. Allt er voða afslappað og það er fullt af venjulegu fólki sem er að læra í bland við túrhestana sem eru að skoða. Stefnan var sem sagt sett á gamla bókasafnið þar sem hægt var að sjá Book of Kells. B. o. K. eru fjögur myndskreytt guðspjöll sem eru 1200 ára gömul. Rosa flott. Það sem var samt eiginlega meira flottara og skemmtilegra var gamla bókasafnið sjálft. Safnið er 80 metra langur salur á 2 hæðum og nauðsinlegt er að hafa stiga til að komast upp að efstu bókunum á hvorri hæð. Ég er ekki alveg viss um hvað það eru margar bækur þarna, en þær eru talsvert margar.
Eftir að við höfðum skoðað Trinity þá fórum við niður að ánni Liffey (sem liggur í gegnum Dublin) og röltum aðeins niður í gegnum bæinn. Við ákváðum að fara frekar að skoða St. Patriks church í staðinn fyrir að fara að skoða Christ church. St. Patrics church var voðalega falleg, fullt af helgimyndum og minningum um stríð og svoleiðis.
Temple Bar er listaspíru hverfið og þar eru líka allir helstu pubbar og veitingastaðir Dublin. Við fórum einmitt inn á bar sem heitir Temple Bar og fengum okkur Guinnes. Ég held að Guinnes sé orðinn nýji uppáhaldsbjórinn hans Gunnars. Mér líkar hann samt ekkert sérstaklega vel :(
Grafton Street er stór verlsunargata og þar var voðalega mikið af fólki þrátt fyrir að klukkan væri orðin meira en 6 og það væri bara miðvikudagur. Gunnar keypti sér Írlandsbol og fékk í kaupæti voða flotta írlandssokka.
Í kvöldmat fékk ég mér irish beef casarole, sem var einhverskonar þykk kjötsúpa. Voða gott. Gunnar fékk sér ofsa góða samloku, nammi namm. Eftir matinn fórum við svo á annan bar sem var rétt hjá hótelinu okkar og þar fékk Gunnar sér annan Guinnes. Þetta var alveg típískur írskur bar og það var rosalega gaman að fara þangað. Við vorum hins vegar svaka þreytt og fórum þess vegna snemma að sofa, þurftum að vakna snemma daginn eftir til að ná flugi aftur til London.
Ferðin byrjaði á því að við Gunnar tókum rútuna upp á flugvöll. Það var fínt, maður slappaði bara af í rútunni og hafði það kósí. Ég keypti mér ipod spilara í fríhöfninni og hann er alveg geggjaður og ég fíla hann geðveikt. Síðan keypti ég mér líka linsur sem kostuðu 6000 kall. Mér finnst það dýrt en það er víst ódýrara en að kaupa þær í Reykjavík en ég lét mig hafa það.
Við fórum aðeins of seint í loftið vegna mikillar flugumferðar í London. Við Gunnar vorum orðin pínu stressuð vegna þess að við þurftum að vera á réttum tíma til að ná tengifluginu okkar til Dublin. Við lentum hins vegar á réttum tíma á Stansted flugvelli og það var ekkert mál að ná fluginu til Dublin. Lentum síðan í Dublin á réttum tíma. Maðurinn sem seldi okkur miðann í flugrútuna var típískt írskur, með stórt kartöflunef og alvöru írskan hreim. Rútan í bæinn tók hálf tíma og við Gunnar löbbuðum beint á hótelið okkar. Nó problemó.
Klukkan var orðin tvö þegar við komum á hótelið svo að við flýttum okkur bara niður í bæ til þess að ná að gera sem mest á þeim stutta tíma sem við höfðum. VIð skunduðum niður O’Connel Street og yfir ánna Liffey. Stefnan var tekin á Trinity Collige sem er alveg í miðbænum. Þegar maður gengur inn í skólann þá kemur maður inn í garð þar sem ríkir allt annað andrúmsloft en á götunum fyrir utan. Allt er voða afslappað og það er fullt af venjulegu fólki sem er að læra í bland við túrhestana sem eru að skoða. Stefnan var sem sagt sett á gamla bókasafnið þar sem hægt var að sjá Book of Kells. B. o. K. eru fjögur myndskreytt guðspjöll sem eru 1200 ára gömul. Rosa flott. Það sem var samt eiginlega meira flottara og skemmtilegra var gamla bókasafnið sjálft. Safnið er 80 metra langur salur á 2 hæðum og nauðsinlegt er að hafa stiga til að komast upp að efstu bókunum á hvorri hæð. Ég er ekki alveg viss um hvað það eru margar bækur þarna, en þær eru talsvert margar.
Eftir að við höfðum skoðað Trinity þá fórum við niður að ánni Liffey (sem liggur í gegnum Dublin) og röltum aðeins niður í gegnum bæinn. Við ákváðum að fara frekar að skoða St. Patriks church í staðinn fyrir að fara að skoða Christ church. St. Patrics church var voðalega falleg, fullt af helgimyndum og minningum um stríð og svoleiðis.
Temple Bar er listaspíru hverfið og þar eru líka allir helstu pubbar og veitingastaðir Dublin. Við fórum einmitt inn á bar sem heitir Temple Bar og fengum okkur Guinnes. Ég held að Guinnes sé orðinn nýji uppáhaldsbjórinn hans Gunnars. Mér líkar hann samt ekkert sérstaklega vel :(
Grafton Street er stór verlsunargata og þar var voðalega mikið af fólki þrátt fyrir að klukkan væri orðin meira en 6 og það væri bara miðvikudagur. Gunnar keypti sér Írlandsbol og fékk í kaupæti voða flotta írlandssokka.
Í kvöldmat fékk ég mér irish beef casarole, sem var einhverskonar þykk kjötsúpa. Voða gott. Gunnar fékk sér ofsa góða samloku, nammi namm. Eftir matinn fórum við svo á annan bar sem var rétt hjá hótelinu okkar og þar fékk Gunnar sér annan Guinnes. Þetta var alveg típískur írskur bar og það var rosalega gaman að fara þangað. Við vorum hins vegar svaka þreytt og fórum þess vegna snemma að sofa, þurftum að vakna snemma daginn eftir til að ná flugi aftur til London.
þriðjudagur, nóvember 02, 2004
Alger Nörri
Í gær var ég alger nörri. Ég ætlaði að fara í leikfimi í gær. Langaði í Body Combat kl. 17.20; sami tími og ég fer venjulega í. Þegar ég er komin úr öllum fötunum fattaði ég svo að það var mánudagur og tímarnir sem ég fer alltaf í eru á þriðjudögum. Arg. Hvað gera konur þá?? Ég kíkti á stundatöfluna og sé að Vaxtamótun er kennd 17.25 og ákveð að skella mér bara í þann tíma. OK OK. Bara kellingar um fimmtugt mættar á svæðið, en þar sem ég nennti engan vegin að fara að lyfta þá lét ég mig hafa það.
Svo byrjar tíminn. Oh mæ god. Þvílíkur kellingartími. Ganga á staðnum, upp með hnén, jogga. En það voru hins vega teknar nokkrar killer rassa og læra æfingar og ég viðurkenni alveg að ég er með svolitla strengi...
Ég fór aðeins til mömmu og pabba í gær og getið hvað ég fann niðri í kjallara??? Gömlu leikjatölvuna mína!!! Þessa sem spilaði Nintendo leiki. Ég átti samt ekki Nintendo tölvu heldur bara eitthvað feik. Hún virkar samt alveg. Gunnar hló mikið að mér þegar hann sá hvað ég kom með heim, honum fanst þetta víst einhvað halló. Mér er alveg sama leikjatölvan mín er æði.
Svo byrjar tíminn. Oh mæ god. Þvílíkur kellingartími. Ganga á staðnum, upp með hnén, jogga. En það voru hins vega teknar nokkrar killer rassa og læra æfingar og ég viðurkenni alveg að ég er með svolitla strengi...
Ég fór aðeins til mömmu og pabba í gær og getið hvað ég fann niðri í kjallara??? Gömlu leikjatölvuna mína!!! Þessa sem spilaði Nintendo leiki. Ég átti samt ekki Nintendo tölvu heldur bara eitthvað feik. Hún virkar samt alveg. Gunnar hló mikið að mér þegar hann sá hvað ég kom með heim, honum fanst þetta víst einhvað halló. Mér er alveg sama leikjatölvan mín er æði.
sunnudagur, október 31, 2004
Helgin
Þessa helgina fór ég í Sumarbústað 2004.
Við lögðum af stað rétt eftir sex og brunuðum beint upp í Munaðarnes og beint í pottinum. Bjórinn var teigaður, nammi namm.
Þegar við vöknuðum daginn eftir fengum við okkur morgunmat og síðan beint í pottinn. Við fórum sem sagt í pottinn á hádegi og fengum okkur bjór. Nammi namm.
Stelpurnar komu svo um klukkan átta og þá fengum við okkur meiri bjór. Potturinn var samt ekki eins vinsæll og oft áður en hann var samt indæll.
Hilda þurfti að fara snemma heim til að tala í útvarpið svo að hún, Kamilla og Ólöf fóru heim snemma í morgun. Við hin sváfum lengur og fórum heim á hádegi.
Æji, ég er engan veginn góður penni núna. Þið verðið bara að afsaka.
Ég er að reyna að halda úti bloggsíðu hérna... Ég er að reyna! Það er bara alltaf svo mikið að gera hjá mér í vinnunni að ég hef ekki tíma til að skrifa eitthvað skemmtilegt á síðuna.
Annars er ég að fara til London á næsta miðvikudag. Jibbý. Við Gunnar ætlum aðeins að skreppa til útlanda. Við förum rétt aðeins til Dublin verðum rúman hálfan sólahring í borginni, nóg til að fá sér Guinnes og labba um nokkrar götur :)
Síðan er það bara LONDON BEIBÍ. Skoða skoða skoða, versla versla versla. Annars ætlum við líka að reyna að slappa aðeins af, fara í leikhús og bíó eða eitthvað skemmtó.
Jæja, reyni að skrifa eitthvað þegar ég kem heim frá London.
Túdlí dú
Við lögðum af stað rétt eftir sex og brunuðum beint upp í Munaðarnes og beint í pottinum. Bjórinn var teigaður, nammi namm.
Þegar við vöknuðum daginn eftir fengum við okkur morgunmat og síðan beint í pottinn. Við fórum sem sagt í pottinn á hádegi og fengum okkur bjór. Nammi namm.
Stelpurnar komu svo um klukkan átta og þá fengum við okkur meiri bjór. Potturinn var samt ekki eins vinsæll og oft áður en hann var samt indæll.
Hilda þurfti að fara snemma heim til að tala í útvarpið svo að hún, Kamilla og Ólöf fóru heim snemma í morgun. Við hin sváfum lengur og fórum heim á hádegi.
Æji, ég er engan veginn góður penni núna. Þið verðið bara að afsaka.
Ég er að reyna að halda úti bloggsíðu hérna... Ég er að reyna! Það er bara alltaf svo mikið að gera hjá mér í vinnunni að ég hef ekki tíma til að skrifa eitthvað skemmtilegt á síðuna.
Annars er ég að fara til London á næsta miðvikudag. Jibbý. Við Gunnar ætlum aðeins að skreppa til útlanda. Við förum rétt aðeins til Dublin verðum rúman hálfan sólahring í borginni, nóg til að fá sér Guinnes og labba um nokkrar götur :)
Síðan er það bara LONDON BEIBÍ. Skoða skoða skoða, versla versla versla. Annars ætlum við líka að reyna að slappa aðeins af, fara í leikhús og bíó eða eitthvað skemmtó.
Jæja, reyni að skrifa eitthvað þegar ég kem heim frá London.
Túdlí dú
mánudagur, október 11, 2004
Skemmtileg helgi
Ég fór að djamma með Hildu og Bryndísi á laugardaginn. Það var fyndið :)
Á laugardaginn var ég þunn. Fór á Burger King. Starfsfólkið þar er mega lélegt og vitlaust. Við Gunnar ætluðum að fá okkur sinnhvorn borgarann og einn franskar og kók saman. Við enduðum á að fá okkur sinnhvorn borgarann, sithvort kókið og sínar hvorar franskar. Það kostaði það sama og að sleppa frönskum og kóki.
Eftir Burger King keyptum við kappa í eldhúsgluggan. Hann er með kusum á ;)
Við fórum líka að sjá litlu frænku hans Gunnars. Hún er ofsalega sæt og krúttleg.
Sunnudagurinn fór í gardínuuppsetningar og hótelpantanir :) Takk fyrir helgina Gunnar. Hún var frábær.
Á laugardaginn var ég þunn. Fór á Burger King. Starfsfólkið þar er mega lélegt og vitlaust. Við Gunnar ætluðum að fá okkur sinnhvorn borgarann og einn franskar og kók saman. Við enduðum á að fá okkur sinnhvorn borgarann, sithvort kókið og sínar hvorar franskar. Það kostaði það sama og að sleppa frönskum og kóki.
Eftir Burger King keyptum við kappa í eldhúsgluggan. Hann er með kusum á ;)
Við fórum líka að sjá litlu frænku hans Gunnars. Hún er ofsalega sæt og krúttleg.
Sunnudagurinn fór í gardínuuppsetningar og hótelpantanir :) Takk fyrir helgina Gunnar. Hún var frábær.
fimmtudagur, október 07, 2004
hot.is
Fór á nýja heimasíðu www.hot.is
Þetta er heimasíða þar sem að hægt er að setja inn allt sem maður borðar og þá kemur upp kaloríufjöldi og hlutfall kolvetna, próteina og fitu í matnum. Í dag er ég búin að borða 750 kkal. Jei, fullt af orku. Spennandi að sjá hvað ég á eftir að borða mikla orku í dag :)
Þetta er heimasíða þar sem að hægt er að setja inn allt sem maður borðar og þá kemur upp kaloríufjöldi og hlutfall kolvetna, próteina og fitu í matnum. Í dag er ég búin að borða 750 kkal. Jei, fullt af orku. Spennandi að sjá hvað ég á eftir að borða mikla orku í dag :)
miðvikudagur, október 06, 2004
Hollywood 48
Ó mæ god.
Hver heldur að það sé hægt að léttast um nokkur kíló á 2 dögum. Ok það er sennilegast hægt, en það er ekki sniðugt fyrir líkamann. Ekkert mál að losa sig við nokkur kíló af vökva en um leið og eitthvað vott fer inn um varnirnar þá festist það á líkamanum aftur!!
Stúbit fokk!!! Of heimskulegt til að vera satt!
Hver heldur að það sé hægt að léttast um nokkur kíló á 2 dögum. Ok það er sennilegast hægt, en það er ekki sniðugt fyrir líkamann. Ekkert mál að losa sig við nokkur kíló af vökva en um leið og eitthvað vott fer inn um varnirnar þá festist það á líkamanum aftur!!
Stúbit fokk!!! Of heimskulegt til að vera satt!
fimmtudagur, september 30, 2004
þriðjudagur, september 28, 2004
The Story of the Weeping Camel
Fór að sjá móngólska heimildarmynd í gær. Framleiðendur myndarinnar eru þau Byambasuren Davaa og Luigi Falorni.
Mjög fróðleg mynd, gaman að sjá myndir sem gerast í öðrum heimsálfum. Það sem ég tók námskeið í sjónrænni mannfræði í vor þá voru akademísku sellurnar alveg á fullu og ég var að greina myndina allan tímann. Hafði mínar hugmyndir um gildi myndarinnar sem heimild og velti því fyrir mér hversu miklu hefði verið breytt í þágu myndavélarinnar.
Kameldýr eru nú alveg krúttleg þrátt fyrir að þau séu stór og klunnaleg. Þau hafa vís alveg tilfiningar eins og við hin...
Eftir að hafa séð allnokkrar heimildarmyndir á Nordisk Panorama þá fór ég að velta því fyrir mér hvernig myndirnar sem ég sá eru í samanburði við myndir Mikael Moore. Myndirnar sem ég sá voru talsvert öðruvísi en þær sem Moore gerir. Greinilegt er að opið form er hitt í heimildamyndinaheiminum (annars staðar en hjá M.). Áhorfandinn hefur möguleika á að móta sér sína eigin skoðun um efnið og heimildagerðamaðurinn reynir ekki að beina áhorfandanum á ákveðnar brautir. Æi, nenni ekki að ræða þetta frekar. Moore tekur afstöðu og leifir áhirfendum sínum ekki að móta sér sína skoðun í friði. Hann notar form sem er að mínu mati ekki endilega það besta sem til er. Punktur og basta...
Mjög fróðleg mynd, gaman að sjá myndir sem gerast í öðrum heimsálfum. Það sem ég tók námskeið í sjónrænni mannfræði í vor þá voru akademísku sellurnar alveg á fullu og ég var að greina myndina allan tímann. Hafði mínar hugmyndir um gildi myndarinnar sem heimild og velti því fyrir mér hversu miklu hefði verið breytt í þágu myndavélarinnar.
Kameldýr eru nú alveg krúttleg þrátt fyrir að þau séu stór og klunnaleg. Þau hafa vís alveg tilfiningar eins og við hin...
Eftir að hafa séð allnokkrar heimildarmyndir á Nordisk Panorama þá fór ég að velta því fyrir mér hvernig myndirnar sem ég sá eru í samanburði við myndir Mikael Moore. Myndirnar sem ég sá voru talsvert öðruvísi en þær sem Moore gerir. Greinilegt er að opið form er hitt í heimildamyndinaheiminum (annars staðar en hjá M.). Áhorfandinn hefur möguleika á að móta sér sína eigin skoðun um efnið og heimildagerðamaðurinn reynir ekki að beina áhorfandanum á ákveðnar brautir. Æi, nenni ekki að ræða þetta frekar. Moore tekur afstöðu og leifir áhirfendum sínum ekki að móta sér sína skoðun í friði. Hann notar form sem er að mínu mati ekki endilega það besta sem til er. Punktur og basta...
Þegar ég var að keyra í vinnuna í morgun lenti ég í fyndnu atviki. Ég var að keyra í einstefnugötu og allt í einu kemur bíll á móti mér. Vá hvað mér brá. Þetta var örugglega einhver Breti sem var eitthvað að ruglast, hann hefur kannski verið nývaknaður og haldið að hann væri enn í landi þar sem vinstriumfer tíðkast... Ég tók þessu nú bara með ró, hleypti honum fram hjá mér og hélt áfram í vinnuna.
Bráðum eru mánaðarmót, þá verður gaman. Gaman gaman gaman. Fullt af skemmtilegu að gerast. Meira um það seinna :)
Bráðum eru mánaðarmót, þá verður gaman. Gaman gaman gaman. Fullt af skemmtilegu að gerast. Meira um það seinna :)
sunnudagur, september 26, 2004
Að vera úti
Ég er alveg búin að vera út úr þessa daganna. Engin tölva, ekkert internet. Núna er samt tölva á heimilinu og ég get vonandi farið að fylgjast betur með :)
Það er sem sagt helling búið að gerast hjá mér síðan ég skrifaði síðast þarna í júlí.
Ég fór í útilegu á Mývatn, gerði afsal að íbúðinni. Ég hef farið fullt að djamma, snurfusað að íbúðinni og hitt vini og vandamenn í gríð og erg.
Núna allrasíðaustu daganna hef ég verið rosadugleg í líkamsrækt því að ég er að vinna að því að koma mér í smá form.
Fór að sjá nokkrar myndir í Nordisk Panorama í gær. Myndin um gerð Medúllu var frábær og myndin um umskurð kvenna var átakanleg. Mæli með því að allir kíki á N.P. Kostar bara 800 kall og maður getur farið og séð eins margar myndir og mann langar til.
Annars bið ég bara að heilsa öllum sem eru þarna úti. Lofa að reyna að skrifa aðeins meira á næstu dögum :)
Það er sem sagt helling búið að gerast hjá mér síðan ég skrifaði síðast þarna í júlí.
Ég fór í útilegu á Mývatn, gerði afsal að íbúðinni. Ég hef farið fullt að djamma, snurfusað að íbúðinni og hitt vini og vandamenn í gríð og erg.
Núna allrasíðaustu daganna hef ég verið rosadugleg í líkamsrækt því að ég er að vinna að því að koma mér í smá form.
Fór að sjá nokkrar myndir í Nordisk Panorama í gær. Myndin um gerð Medúllu var frábær og myndin um umskurð kvenna var átakanleg. Mæli með því að allir kíki á N.P. Kostar bara 800 kall og maður getur farið og séð eins margar myndir og mann langar til.
Annars bið ég bara að heilsa öllum sem eru þarna úti. Lofa að reyna að skrifa aðeins meira á næstu dögum :)
laugardagur, júlí 24, 2004
Klukkan er tvö
Klukkan er tvö á föstudagskvöldi og ég er að skrifa á bloggið mitt. Ég er eitthvað að þykjast vera að púsla nýja púslið mitt. Mig langar í ipod. Plís. Hann kostar bara 60 000 kall, þeink jú verí möts. Núna er ég að hlusta á Eyvör Pálsdóttur, hún er kúl. Var að enda við að gera dýrlegt basilikupesó, nammi namm. Er að fara í útilegu á morgun, jei gaman gaman. Vonandi verður gott veður :)
Bleess
Bleess
sunnudagur, júlí 18, 2004
Fullt að gerast
Ólöf var sú eina sem kom í morgunverðarboðið mitt í gær. Hún fær stóran plús í kladdann fyrir að koma :) Við hámuðum í okkur ýmiskonar góðgæti, nammi namm. Á eftir skelltum við Gunanr okkur í bæinn og röltum niður Laugarveginn. Geðveik stemming og veðrið alveg til fyrirmyndar. Síðan buðum við Sæu og Leó að borða með okkur grillaða hammara, nammi namm. Ég elska grillmat. Síðan skellti ég mér í keilu þar sem ég tapaði :( Ég er ógeðslega léleg í keilu!!! Ömó. En það var samt allt í lagi. Á eftir keilu fór ég í partý heim til Egils og þar var bjór :) EN ég drakk nú samt bara rauðvínið mitt (og smá bjór...). Var komin í bæinn eitthvað hálf þrjú, rosa stuð. Var komin heim um klukkan 4 vegna þess að ég fór heim með vinkonu minni. PS. kíkið á myndirnar
Dagurinn í gær var sem sagt frábær :) :) :) :)
Dagurinn í dag fór of mikið í þynku en samt tókst mér að fara í sund. Gott veður :) Við Gunnar fengum tvær heimsóknir í dag. Fyrst komu Sólborg, Didda, Matti, Kristel og Anton. Þau fengu kaffi og með því. Kannski var kaffið sterkt?? Ég drekk ekki kaffi svo að það getur verið að kaffið hafi verið sterkt??? Mamma og pabbi Gunnars kíktu svo við og kvikindið var með í för.
Við Gunnar erum sem sagt búin að fá 4 heimsóknir á 2 dögum. Gaman gaman.
Dagurinn í gær var sem sagt frábær :) :) :) :)
Dagurinn í dag fór of mikið í þynku en samt tókst mér að fara í sund. Gott veður :) Við Gunnar fengum tvær heimsóknir í dag. Fyrst komu Sólborg, Didda, Matti, Kristel og Anton. Þau fengu kaffi og með því. Kannski var kaffið sterkt?? Ég drekk ekki kaffi svo að það getur verið að kaffið hafi verið sterkt??? Mamma og pabbi Gunnars kíktu svo við og kvikindið var með í för.
Við Gunnar erum sem sagt búin að fá 4 heimsóknir á 2 dögum. Gaman gaman.
föstudagur, júlí 16, 2004
Á morgun ætla ég að halda smá morgunverðarboð. Vonandi kemur einhver... Annars er ég að spá í að labba Laugarveginn á morgun, það er svo langt síðan ég hef labbað niður Laugarveginn og skoðað í búðir. Mig langar til að fara í kokka búðina sem er þarna niður rá. Spennó spennó.
Keila og staffadjamm annað kvöld. Rosa skemmtó. Ætli það gerist eitthvað til að slúðra um?? Ég er eiginlega viss um það... He he.
Keila og staffadjamm annað kvöld. Rosa skemmtó. Ætli það gerist eitthvað til að slúðra um?? Ég er eiginlega viss um það... He he.
sunnudagur, júlí 11, 2004
Ný tölva
Núna er þetta allt að koma. Ég er komin með nýja tölvu á nýja heimilið mitt. Gunnar er bestur að fá nýja tölvu fyrir okkur.
Það er ansi margt búið að vera að gerast hjá mér síðustu vikurnar. Ég er búin að útskrifast, ég er flutt í nýju íbúðina mína. Sem er æðisleg b.t.w.
Ég er búin að vera að vinna fullt, fara á tónleika og láta taka úr mér endajaxlana.
Sem sagt: Rokna fjör.
Lofa að skrifa reglulega núna, ég er ekki með afsökun lengur að vera ekki með tölvu :)
Það er ansi margt búið að vera að gerast hjá mér síðustu vikurnar. Ég er búin að útskrifast, ég er flutt í nýju íbúðina mína. Sem er æðisleg b.t.w.
Ég er búin að vera að vinna fullt, fara á tónleika og láta taka úr mér endajaxlana.
Sem sagt: Rokna fjör.
Lofa að skrifa reglulega núna, ég er ekki með afsökun lengur að vera ekki með tölvu :)
fimmtudagur, júní 17, 2004
Mikið að gerast
Það er allt á fullu hjá mér þessa daganna, en ég hef ekki komist í tölvu til að setja gjörðir mínar á blað.
Ég fékk 9 fyrir ritgerðina mína og er nú bara nokkuð ánægð með það. Síðan fékk ég líka 9 í sjónrænni mannfræði og er líka ánægð með það :)
Við Gunnar erum búin að fá íbúðina okkar og eru á fullu að mála og gera fínt. Fengum íbúðina 3 vikum fyrir tímann, rosa spennó. Erum samt ekki búin að flytja inn. Kannski á sunnudag.
Ég er að fara að útskrifast á laugardaginn. Geðveikt. Hlakka til að sjá alla þá sem verða þar. Veisla og partý um kvöldið. Stuð í húsinu. Ég vil óska öllum þeim sem eru að útskrifast til hamingju með áfangan, hlakka til að sjá ykkur á laugardag.
Góða nótt.
Ég fékk 9 fyrir ritgerðina mína og er nú bara nokkuð ánægð með það. Síðan fékk ég líka 9 í sjónrænni mannfræði og er líka ánægð með það :)
Við Gunnar erum búin að fá íbúðina okkar og eru á fullu að mála og gera fínt. Fengum íbúðina 3 vikum fyrir tímann, rosa spennó. Erum samt ekki búin að flytja inn. Kannski á sunnudag.
Ég er að fara að útskrifast á laugardaginn. Geðveikt. Hlakka til að sjá alla þá sem verða þar. Veisla og partý um kvöldið. Stuð í húsinu. Ég vil óska öllum þeim sem eru að útskrifast til hamingju með áfangan, hlakka til að sjá ykkur á laugardag.
Góða nótt.
laugardagur, maí 22, 2004
Held að ég sé bara nánast búin með ritgerðina. Á bara eftir að kíkja aðeins á lokaorðin og lesa svo yfir. Eftir það get ég sent litla barnið mitt í prentun og þá verður fæðingin búin. Svo er bara að bíða eftir hvaða einkun barnið fær. Sjáum til.
Ég er að hugsa um að fá mér góðan göngutúr núna :) Annars æli é gá tölvuna, ööö.
Ég er að hugsa um að fá mér góðan göngutúr núna :) Annars æli é gá tölvuna, ööö.
Sumarið er komið
Það er alveg greinilegt að sumarið er komið. Þegar sólin lætur sjá sig þá hamast hlunka randaflugurnar við að flúga um allt. Ég fann milljón litlar rauðar pöddur í gluggakistunni hjá mér í gær. Síðan sá ég litla könguló á herbergisgólfinu hjá mér áðan.
föstudagur, maí 21, 2004
Ritgerðin gengur svona sæmó pæmó. Ég er allaveganna í stuði núna. Held samt að ég sé búin að borða nokkrum brjóstskykrum of mikið í dag. Úff. Best að fá sér vatn.
Ég fór niður í Háskólafjölritun áðan að ná í forsíðu á ritgerðina mína. Ég þurfti að bíða í heilan klukkutíma!!! Bara eftir einni forsíðu!!! Ömuleg þjónusta!!! Ég ætla líka að fara annað að prenta ritgerðina mína. Vil sko ekki versla við þetta fyrirtæki. Ritgerðin mín er númer 2283. Jei, gaman gaman.
Ég fór niður í Háskólafjölritun áðan að ná í forsíðu á ritgerðina mína. Ég þurfti að bíða í heilan klukkutíma!!! Bara eftir einni forsíðu!!! Ömuleg þjónusta!!! Ég ætla líka að fara annað að prenta ritgerðina mína. Vil sko ekki versla við þetta fyrirtæki. Ritgerðin mín er númer 2283. Jei, gaman gaman.
fimmtudagur, maí 20, 2004
Grænir fingur
Ég er með grænan fingur. Ekki eftir að hafa verið með fingurnar í beðunum í dag, heldur vegna þess að ég er með mikið aloe vera gelá mér. Ég var neflilega að brenna mig og það svíður. Svo að núna er ég að reyna að pikka inn í ritgerðina mína með litla putta standandi út í loftið.
400 póstar
Þetta er í 400 asta skipti sem að ég skrifa á þessa bloggsíðu mína. Vá. En þetta er nú líka búið að vera í gangi í tvö ár. Vá. Ég hef sem sagt verið að setja skoðanir mínar og hugrenningar á netið í tvö ár!! Díses. Spurning um að fara að hætta þessu bráðum og segja þetta gott.
Eitt er allaveganna víst að mig langar að setja bless við ritgerðina mína. Mig langar að setja hana í prentun og inn á skrifstofu Félagsvísindadeildar. Það gerist á mánudaginn. J-E-S-S-S-S-S-S.
Eitt er allaveganna víst að mig langar að setja bless við ritgerðina mína. Mig langar að setja hana í prentun og inn á skrifstofu Félagsvísindadeildar. Það gerist á mánudaginn. J-E-S-S-S-S-S-S.
Langaði bara til að tilkynna öllum að ég á miða á Metalica tónleika þann 4. júlí. Ég hlakka GEÐVEIKT til að fara. Jess jess. Síðan er ég auðvitað að fara á KORN eftir 10 daga. Jess jess. Geðveikt stuð. Svo er ég að fara að flytja í mína eigin íbúð fljótlega. Jess jess. Geðveikt skemmtilegt sumar hjá mér. Geggjað :)
þriðjudagur, maí 18, 2004
Ritgerðin loksins komin
Jæja, þá er ég loksins búin að fá ritgerðina í hendurnar. Hún er ÖLL rauð. Oh men. Held samt að þetta reddist alveg, ég er í fríi á fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag. Þá er bara að skella sér í að breyta. Ætli ég verði ekki orðin létt geggjuð á mánudagsmorguninn. Hlakka samt voðalega mikið til að þetta verði búið. Þá er ekkert eftir nema að útskrifast. Geggjað.
mánudagur, maí 17, 2004
Meira romm krakkar
Dagurinn i gær byrjaði a þvi að eg þurfti að fara ut i Odda að prenta ut fyrirlesturinn minn. Siðan for eg aftur heim og við Gunnar forum heim til hans til að na i dotið mitt. Eg brunaði siðan i Bæjarbio til að halda fyrirlestur klukkan 12. Þegar eg kom þa voru voðalega fair mættir, folk greinilega eitthvað eftir sig eftir jurovision. Samkvæmt dagskranni atti eg að vera fyrst en dagskranni var breytt og eg varð siðust!! Það var allt i lagi samt. Rosa flottir fyrirlestrar hja öllum. Siðan þegar fyrirlestrarnir voru bunir þa var öllum boðið upp a romm, bjor og gos. Þegar eg for klukkan 7 þa voru nokkrir orðnir ALL vel fullir. Eg fekk að heyra ymiskonar sluður um hina og þessa kennara. Annsi fyndið... Fyndið að sja kennara samnemendur og biostjora fulla. He he. Minnir bara a visindaferðina i kvikmyndasafnið... he he
Eg er samt fegin að þessi fyrirlestur er buinn. Nuna a eg bara eftir að klara ritgerðina. Það er, eg a eftir að fa ritgerðin og klara hana.
Eg er samt fegin að þessi fyrirlestur er buinn. Nuna a eg bara eftir að klara ritgerðina. Það er, eg a eftir að fa ritgerðin og klara hana.
miðvikudagur, maí 12, 2004
Núna er ég að borða bónussnakk og drekka kók. Ég er líka að vinna að fyrirlestrinum mínum sem að ég á að halda á sunnudaginn. Hef nú ekki miklar áhyggjur af þessu en kannski verður mikið af fólki á svæðinu. Vona ekki. Hlakka bara til þegar þetta er búið. Þá verð ég vonandi búin að fá ritgerðina mína til baka og get þess vegna farið að leiðrétta vitleysuna.
Hvað á annars að gera á laugardaginn? Það sem ég er ekki mikill júróvísíónfan þá held ég að ég haldi mig bara heima og horfi á video eða eitthvað. Held nú að það verði fínt laugardagskvöld hjá mér :)
Hvað á annars að gera á laugardaginn? Það sem ég er ekki mikill júróvísíónfan þá held ég að ég haldi mig bara heima og horfi á video eða eitthvað. Held nú að það verði fínt laugardagskvöld hjá mér :)
þriðjudagur, maí 11, 2004
Vá vá vá
Allt að gerast maður. Blogger komið með nýtt útlit. Held að ég verði að fá mér nýtt útlit næstu daganna. Annars er voða lítið að gerast þessa daganna. Bara vinna og svona. Er að bíða eftir því að fá ritgerðina mína til baka. Síðan er náttúrulega fyrirlestur á sunnudaginn allir velkomnir :)
miðvikudagur, maí 05, 2004
BÚIN AÐ SKILA :)
Jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý.
Ég er búin að skila BA ritgerðinni minni. Það er, uppkastinu. Jei. Loksins. Leið samt pínu illa þegar ég ýtti á "senda" takkann, en það hvarf eftir 5 sek. Það er gott að vera búin að skila. Litla barnið er flogið úr hreiðrinu. Úff, þegar ég verð foreldri þá kemur þessi tilfinning örugglega aftur, hef ég gert nógu vel? Vona samt að ég hafi gert vel með ritgerðina. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að börnin fari að heiman fyrr en eftir svona 30 ár. Upplifun á Dauðanum: Vestrænt samfélag skoðað frá mannfræðilegu sjónarhorni Held að þetta eigi eftir að verða ágætis ritgerð.
Ég er búin að skila BA ritgerðinni minni. Það er, uppkastinu. Jei. Loksins. Leið samt pínu illa þegar ég ýtti á "senda" takkann, en það hvarf eftir 5 sek. Það er gott að vera búin að skila. Litla barnið er flogið úr hreiðrinu. Úff, þegar ég verð foreldri þá kemur þessi tilfinning örugglega aftur, hef ég gert nógu vel? Vona samt að ég hafi gert vel með ritgerðina. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að börnin fari að heiman fyrr en eftir svona 30 ár. Upplifun á Dauðanum: Vestrænt samfélag skoðað frá mannfræðilegu sjónarhorni Held að þetta eigi eftir að verða ágætis ritgerð.
Held að t0lvum sé ekki vel við mig. Mér finnst það skrýtið vegna þess að mér líkar ágætlega við tölvur. Var að gera efnisyfirlitið fyrir ritgerðina áðan og allt fór í rugl, heimildaskráin varð eitthvað fönkí, allt í einu var allt centered, síðan minnkuðu sumir stafirnir. Men. Ég vil bara prenta út og skila því sem ég er með. Nenni ekki einhverju svona veseni. Það er eins gott að fólkið sem er á prentstofunni kunni eitthvað á þetta :)
Núna er ég heima hjá honum Gunnari sæta mínum. En hann er ekki heima, hann þarf að vera í vinnunni. Ég er búin að vera að læra í Öskju síðustu daga, var í tölvunum þar og það var sko alveg fínt. Ég er sem sagt ekki búin að skila ritgerðinni minni, sauðurinn ég. Gæti alveg verið búin að skila henni fyrir löngu síðan, en Gunnar sagði mér að það væri betra að skila henni alveg tilbúinni eins og ég vildi hafa hana , svo að kennarinn gæti gefið mér komment á sem flest. SVo að ég er bara að laga útlitið, búa til flott efnisyfirlit og svona. Voða stuð í gangi. Annars ætla ég sko að skila ritgerðinni minni inn í kvöld vegna þess að ég er að fara að vinna á morgun og þá get ég ekki verið að gera neitt í ritgerðinni.
þriðjudagur, maí 04, 2004
mánudagur, maí 03, 2004
Þá er það ákveðið
Ritgerðin mín heitir: Upplifun á Dauðanum: Vestrænt samfélag skoðað frá mannfræðilegu sjónarhorni. Þurfti að ákveða það núna og ég er ekki einu sinni búin með ritgerðina. Þetta er það sem ég geri venjulega síðast þegar ég skila ritgerðum, það síðasta áður en ég prenta út.
sunnudagur, maí 02, 2004
Bjór og ritgerð
Núna er ég að vinna í BA ritgerðinni minni og að drekka amerískan bjór. Snilli.is Bjór er svo góður fyrir heilann, blink, blink...
föstudagur, apríl 30, 2004
fimmtudagur, apríl 29, 2004
Klukkan er hálf tvö og aftur er ég að byrja að skrifa. Í morgun var ég að passa Magnús Ingvar. Mamma hans þurfti aðeins að skreppa í burtu svo að ég var að passa hann á meðan.
En núna er það bara að skella sér í að klára þetta verkefni :) Skemmtó skemmtó. Vííí. Vúbbí búbbí
En núna er það bara að skella sér í að klára þetta verkefni :) Skemmtó skemmtó. Vííí. Vúbbí búbbí
miðvikudagur, apríl 28, 2004
þriðjudagur, apríl 27, 2004
Var á fyrirlestri áðan. Dvaid Kahn var að halda fyrirlestur um rannsókn sem hann og félagi hans gerðu á hospice fólki. Það er krabbameinssjúklingum sem að eru að fara að deyja og meðferð á þeim er hætt. Mjög athygglisverður fyrirlestur og það er nú bara spurning um að vitna í hann í BA ritgerðinni minni. Skemmtilegt skemmtilegt.
Fór á Bókhlöðuna í morgun. Díses kræst, það voru engin bílastæði og ég þurfti að leggja hjá Háskólabíó. Díses maður. Að sjálfsögðu voru engin borð en það var svo sem allt í lagi vegna þess að ég þurfti ekki borð. Ég var að skoða eina ritgerð og ná mér í bækur. Núna er ég í Odda að læra. Er í tölvunum á 3. hæð ef að einhverjum vantar félagsskap :)
mánudagur, apríl 26, 2004
Fór í gymmið áðan, í fyrsta skipti í viku!! Fór í hörku Attack tíma hjá Helgu Dögg, en þar sem ég er ekki búin að fara í viku ákvað ég að nú skildi tekið á því. Fór í Step beint á eftir Attackinu. Úff púff. Varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ég sá að Unnur var ekki að kenna, heldur einhverjar 2 gellur. Þær voru nú samt alveg góðar, tóku 2 aukalög sem voru ekki body step, heldur bara púl: Sem sagt geðveikt fjör. Held að ég eigi eftir að deyja á morgun.
Sá þessa frétt á mbl.is áðan:
Nú fer sá tími í hönd að notkun reiðhjóla eykst til muna. Á sunnudag var tilkynnt um að tvö börn, þriggja og hálfs árs og fjögurra ára væru týnd. Þau höfðu farið út að hjóla með afa sínum en hjólað það greitt að afinn sem er hjartveikur gat ekki fylgt þeim eftir. Börnin fundust skömmu síðar heil á húfi.
Nú fer sá tími í hönd að notkun reiðhjóla eykst til muna. Á sunnudag var tilkynnt um að tvö börn, þriggja og hálfs árs og fjögurra ára væru týnd. Þau höfðu farið út að hjóla með afa sínum en hjólað það greitt að afinn sem er hjartveikur gat ekki fylgt þeim eftir. Börnin fundust skömmu síðar heil á húfi.
sunnudagur, apríl 25, 2004
Ég er að fara á fyrirlestur á þriðjudaginn næsta. Hann fjallar um dauðann og virðist vera mjög áhugaverður: Sjá hér. Er einhvern sem langar að koma með?
laugardagur, apríl 24, 2004
föstudagur, apríl 23, 2004
Díses. Umfjöllun mín um líkaman er orðin 18 blaðsíður!!! Átjan. Held nú að ég verði að fara að stytta þetta niður. Ætlaði mér í upphafi að vera með svona 5 blaðsíður í kenningalegri umfjöllun um líkamann og ræða síðan örlítið útfrá dauðanum. En vá, ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að þetta væri svona mikið. 12 398 orð komin og þar af næstum 5000 um líkaman og tengsl hans við krufningar og list.
Annars er ég alveg að fá ógeð af þessu!
Annars er ég alveg að fá ógeð af þessu!
fimmtudagur, apríl 22, 2004
Tölvan sem ég sit við lifir sjálfstæðu lífi. Skrifaði 1 1/2 blaðsíðu í gær og ritgerðin mín lengdist um 5 blaðsíður. Þegar ég var búin að skrifa eina línu áðan og var að byrja á næstu, þá var ritgerðin mín komin um í 50 síður. Vá maður. Tókst samt að laga þetta og núna er ritgerðin orðin 42 síður eins og hún á að vera :)
miðvikudagur, apríl 21, 2004
11 445
Læt þetta bara duga í dag held ég. Minns er þreyttur og ætlar þess vegna að fara að horfa á sjónvarpið!
Þá er maður bara farinn að skirfa aftur, 11 299 orð komin. Takk Harpa, fyrir skilaboðin um þessa með 17 000 orð. Vonanadi verður mín samt ekki svona löng. Er að klára að skrifa um hann Foucault vin minn. Arg. Hann er samt með svolítið spennandi pælingar um krufningar og líkamann. Ætla að reyna að ljúka honum af í kvöld. Síðan klára að fjalla um líkamann á morgun og senda þennan blessaða kafla til Arnars. Vonandi finnst honum þetta skemmtilegt. Vonandi vonandi vonandi.
Núna eru Hilda og Ólöf í Kaupmannahöfn. Var að heyra að þær væru búnar að kaupa allt úr H og M og búðin væri tóm!! Ég væri nú alveg til í að vera með þeim en ég væri örugglega ekkert skemmtilegur innkaupafélagi, núna er það helsta sem mig langar að kaupa eitthvað svona íbúðadót. En manns langar nú alltaf í smá föt. Það væri ekki verra!! EN ég fæ ilmvatn þegar þær koma heim, loksins fer ég að lykta vel aftur.
Núna eru Hilda og Ólöf í Kaupmannahöfn. Var að heyra að þær væru búnar að kaupa allt úr H og M og búðin væri tóm!! Ég væri nú alveg til í að vera með þeim en ég væri örugglega ekkert skemmtilegur innkaupafélagi, núna er það helsta sem mig langar að kaupa eitthvað svona íbúðadót. En manns langar nú alltaf í smá föt. Það væri ekki verra!! EN ég fæ ilmvatn þegar þær koma heim, loksins fer ég að lykta vel aftur.
mánudagur, apríl 19, 2004
Gymm gymm og aftur gymm.
Þeir sem eru ekki líkamsræktarnördar eins og ég ættu helst ekki að lesa þetta. EN þið megið það nú samt alveg :)
Attack var nú ekki eins frábært eins og ég hafði vonað. Það var ekki alveg nógu mikið stuð. Stóð mig að verki, geispandi með lítinn kraft í mér. Komm on, maður á ekki að hafa tíma til að geispa í attack tíma, sérstaklega þar sem kennarinn er nýbúinn að segja að attac sé eitt erfiðasta Les Mills kerfið. Það var bara enginn kraftur í mér. Og ég kenni tónlistinni um, ekki nógu kröftug tónlist, ekki nógu mikið öskrað, ekki nógu mikið stuð í tímanum. Ég var sko alveg til í hörku púl en neibb, ekkert hörku púl í dag. Ég fæ samt harðsperrur, vegna þess að ég gerði auka armbeygur, bæði 2 og 3 höfða. Rosa dugleg ég.
Kannski er spurning um að fara að mæta í Stepið aftur. Langt síðan ég hef farið í tíma hjá Unni. God, þegar ég hugsa um það þá bara verð ég að fara. Planið er að fara í diskótíma á morgun í Baðhúsinu. Unnur og Anna verða með tíman ásamt Páli Óskari. Geðveikt stuð.
Ég verð að verða orðin létt í sumar, VERÐ VERÐ VERÐ. Allt er keypt á dýru verði. Váts maður, Verða aofjaæf grenna kdfms mig. Díses er að fara ufur um... he he he
Attack var nú ekki eins frábært eins og ég hafði vonað. Það var ekki alveg nógu mikið stuð. Stóð mig að verki, geispandi með lítinn kraft í mér. Komm on, maður á ekki að hafa tíma til að geispa í attack tíma, sérstaklega þar sem kennarinn er nýbúinn að segja að attac sé eitt erfiðasta Les Mills kerfið. Það var bara enginn kraftur í mér. Og ég kenni tónlistinni um, ekki nógu kröftug tónlist, ekki nógu mikið öskrað, ekki nógu mikið stuð í tímanum. Ég var sko alveg til í hörku púl en neibb, ekkert hörku púl í dag. Ég fæ samt harðsperrur, vegna þess að ég gerði auka armbeygur, bæði 2 og 3 höfða. Rosa dugleg ég.
Kannski er spurning um að fara að mæta í Stepið aftur. Langt síðan ég hef farið í tíma hjá Unni. God, þegar ég hugsa um það þá bara verð ég að fara. Planið er að fara í diskótíma á morgun í Baðhúsinu. Unnur og Anna verða með tíman ásamt Páli Óskari. Geðveikt stuð.
Ég verð að verða orðin létt í sumar, VERÐ VERÐ VERÐ. Allt er keypt á dýru verði. Váts maður, Verða aofjaæf grenna kdfms mig. Díses er að fara ufur um... he he he
sunnudagur, apríl 18, 2004
11 844
Ég er að hlutsa á jon.is Þetta er fyndin síða.
Held að ég sé komin með allt of mikið af orðum fyrir ritgerðina mína. Best að fara að klippa niður.
Held að ég sé komin með allt of mikið af orðum fyrir ritgerðina mína. Best að fara að klippa niður.
laugardagur, apríl 17, 2004
Núna eru Ólöf og Hilda á leiðinni til Kaupmannahafnar. EN ég er komin með 600 orð um Foucault svo að þetta er allt í lagi :)
Nýr Fjölskyldumeðlimur
Jæja. Nú er það orðið opinbert að nýr fjölskyldumeðlimur hefur bæst í litlu fjölskylduna. Hann hefur fengið nafn: Guli Skriðdrekinn. Hann er lítill og nettur, en rosalega kraftmikill (1300 w). Prófuðum hann áðan og hann saug í sig 2 nammi án nokkurar fyrirstöðu. Svo fylgir líka flottur aukabúnaður með nýja fjölskyldumeðliminum :)
föstudagur, apríl 16, 2004
Glæsilegur Föstudagsmorgunn
Núna er klukkan 10:41 á föstudagsmorgni. Hvernig veður ætli sé úti. Ég sit fyrir framan tölvuna og er að skrifa um læknisfræðilegan líkama. Ennþá á náttfötunum, ekki búin að draga frá, ekki búin að búa um rúmið. Þetta er æði. Þá get ég kannski farið að kúra mér á eftir ef að ég verð þreytt. Það er gott að vera ekki í vinnunni. Ég ætti að vera í vinnunni í dag en ég ætla að vera í fríi því að ég verð að gera ritgerð.
Gunnar minn er bestur í öllum heiminum.
Vér eigum ekki að gera oss ánægða með minna, en að læknastéttin- the noblest of all noble professions, - gangi á undan öllum öðrum! Þetta er tekið úr Læknablaðinu frá því árið 1920.
Gunnar minn er bestur í öllum heiminum.
Vér eigum ekki að gera oss ánægða með minna, en að læknastéttin- the noblest of all noble professions, - gangi á undan öllum öðrum! Þetta er tekið úr Læknablaðinu frá því árið 1920.
miðvikudagur, apríl 14, 2004
Afköst dagsins
Ég vaknaði klukkan 9 í morgun og byrjaði að læra hálftíma síðar. Ég var að læra til svona 4.30 með smá pásum. Á þeim tíma skrifaði ég 400 orð í ritgerðinni minni. Þegar ég kom úr leikfiminni og var búin að fá mér pylsu þá byrjaði ég að læra aftur. Núna er ég komin með 1400 orð um líkamann. Það þýðir að á 4 klukkutímum eftir kvöldmat skrifaði ég 1000 orð, en á 7 klukkutímum í dag skrifaði ég 400 orð. Díses. En ég er allaveganna ánægð að mér gengur vel, loksins!
Gírinn
Það er gott að vera kominn í gírinn, held að það sé 5. hjá mér núna. Það væri kannski 6. ef að ég hefði keyrt svoleiðis bíl og ef að ég væri ekki svona þreytt í augunum. En Korn klikkar ekki! Verst að ég drekk ekki kaffi. Pepsí Max verður að duga í bili.
Þegar ég skrifa ritgerðir þá eru ákveðin orð sem eru algengari en önnur. Ég á það til að vera með mjög mikið af innsláttarvillum (og reyndar líka stafsetningarvillum) en sem betur fer er ég með Púka. Eitt af því sem ég geri mjög oft er að skrifa hæutverk í staðinn fyrir hlutverk. Samfélagssins eða einstaklingssins kemur líka oft. Já, svo er það mannfærðin, gott að það sé færð í þessum mönnum :)
Ég er komið með 822 orð í dag. Jibbý ég. Ég er á góðu róli núna. Vonandi finnst ykkur skemmtilegt að lesa um árangur ritgerðarskrifta minna. Vííí
Holdlegi líkaminn er smættuð ímynd samfélagsins. Líkaminn snýr inn að valdi samfélagsins og eykur kröfur sínar gagnvart samfélaginu í beinu framhaldi af minni félagslegum þrýstingi (Csordas 1999:176).
Ég er komið með 822 orð í dag. Jibbý ég. Ég er á góðu róli núna. Vonandi finnst ykkur skemmtilegt að lesa um árangur ritgerðarskrifta minna. Vííí
Holdlegi líkaminn er smættuð ímynd samfélagsins. Líkaminn snýr inn að valdi samfélagsins og eykur kröfur sínar gagnvart samfélaginu í beinu framhaldi af minni félagslegum þrýstingi (Csordas 1999:176).
19:33 Var að koma heim úr smá líkamsárás -Body Attack- Hörku stuð, gott að fara smá út þegar maður er að flippa á lærinu, já eða ekki lærinu. Díses, ég er ekki að meika þetta núna. Er samt komið með plan hvernig ég ætla að vinna líkamadrauginn. Ég skal vinna þessa glímu, ég skal, ég get, ég verð. Urrr. Bara að rumpa þessum kafla af og þá get ég farið í að lagfæra og bætrumbeta. Jess, ætla samt ekki að segja til hamingju, því að þetta er ekki búið enn!
Verð samt að segja frá svolitlu fyndnu. Ég var sem sagt í Attack áðan og þá fór ég að pæla í líkamanum á mér. Ég var neflilega að lesa áðan að fólk færi ekki í líkamsrækt fyrir líkaman, heldur til að uppfylla ákveðnar útlitskröfur frá samfélaginu. Að passa inn í einhvern pakka. Þetta fannst mér fyndið, og ég fór að velta því fyrir mér hvort að ég væri í Attack fyrir líkamann eða fyrir útlitið. Ég komst samt eiginlega ekki að neinni niðurstöðu... hmmm... Þegar ég var búin að lesa þetta þá las ég líka um að þegar fólk fer í líkamsrækt þá setur það á sig make up ÁÐUR en það fer í gymmið. Gymmið er ekki staður fyrir ljóta fólkið til að verða fallegt. Gymmið er staður þar sem maður á að vera fallegur áður en maður kemur þangað. Þessi staðhæfing á vel við Sporthúsið þó svo að maður sjái alltaf fólk sem kemur ómálað í asnalegum fötum til þess eins að svitna eins og svín. Sumar gellurnar sem eru í Sporthúsinu eru ekki þarna til þess að púla, þær eru þarna vegna þess að það er cool.
Verð samt að segja frá svolitlu fyndnu. Ég var sem sagt í Attack áðan og þá fór ég að pæla í líkamanum á mér. Ég var neflilega að lesa áðan að fólk færi ekki í líkamsrækt fyrir líkaman, heldur til að uppfylla ákveðnar útlitskröfur frá samfélaginu. Að passa inn í einhvern pakka. Þetta fannst mér fyndið, og ég fór að velta því fyrir mér hvort að ég væri í Attack fyrir líkamann eða fyrir útlitið. Ég komst samt eiginlega ekki að neinni niðurstöðu... hmmm... Þegar ég var búin að lesa þetta þá las ég líka um að þegar fólk fer í líkamsrækt þá setur það á sig make up ÁÐUR en það fer í gymmið. Gymmið er ekki staður fyrir ljóta fólkið til að verða fallegt. Gymmið er staður þar sem maður á að vera fallegur áður en maður kemur þangað. Þessi staðhæfing á vel við Sporthúsið þó svo að maður sjái alltaf fólk sem kemur ómálað í asnalegum fötum til þess eins að svitna eins og svín. Sumar gellurnar sem eru í Sporthúsinu eru ekki þarna til þess að púla, þær eru þarna vegna þess að það er cool.
Afköst dagsins
Búin að skrifa 127 orð í dag. Glæsilegur árangur, ekki satt? Gunnar er bestur í heimi. Mig langar í eitthvað að borða. Ætli það séu til einhver góð rústykki í Bóbó? Spurning um að skella sér í einn léttan hádegisgöngutúr upp að stóru blokkunum og fara síðan í rúnstykkjaleiðangur. Spurning samt um að reyna að ná upp í 150 orð áður en ég fer út. Verð örugglegea svona hálftíma með það! Ég er SVO lengi að þessu, skrambinn hafi það.
Doppa ætlar að hitta mig í næstu viku og ræða fyrirbærafræði. Vonandi kemur Harpa líka. Gaman gaman að tala um þetta furðulega. Staða líkamans... hmm
Doppa ætlar að hitta mig í næstu viku og ræða fyrirbærafræði. Vonandi kemur Harpa líka. Gaman gaman að tala um þetta furðulega. Staða líkamans... hmm
mánudagur, apríl 12, 2004
Ég fór að sjamma á föstudaginn. Fyrst var haldið í tannlæknapartý. Þessar stelpur voru meðal gesta þar. Eftir mikla drykkju og drykkjuleiki var haldið á Hverfis, en þar var ekki stemming. Við Hilda fórum svo á Sólon og þar voru Ólöf og Anna. Martha afmælisbarn var líka á svæðinu. Til hamingju með afmælið Martha, flott mynd. Serrano var snilli. Einn bílinn sem keyrði fram hjá okkur var með sprungi að framan! Díses. Takk fyrir farið Steini.
Gleðilega Páska allir saman
Núna eru páskar og tími páskaeggjanna. Rosa gaman að fá páskaegg, en kannski ekki eins gaman þegar maður er búinn að hakka í sig of mikið af páskaeggjum. Páskarnir eru búnir að vera ágætir. Slappaði vel af, horfði á 2 bíómyndir: Casablanca og Reykjavík Gesthous: Rent a Bike. Bara svona þokkalegar myndir báðar tvær. Núna er ég að reyna að læra, það gengur nú bara ágætlega, enma mig langar nú meira til að vera að gera eitthvað skemmtó. Það er, meira skemmtó en að læra. Það er alveg gaman að læra og gera ritgerð. En þegar maður er búinn að vera að vinna í sama efninu í margar vikur að þá verður þetta ekki eins skemmtilegt. En það er bara stutt eftir svo að ætli það sé ekki best að halda áfram. Bless í bili amigos.
föstudagur, apríl 09, 2004
Ritgerðin mín bara orðin 8000 orð. Sko mína. Ja, kannski á maður eftir að klípa eitthvað af henni svona undir lokin, en þetta er allaveganna á góðri leið núna. Ég á samt eftir að skrifa um heilan helling. Núna er ég að skrifa um krufningar í Glasgow.
Líkin sem að Óttari og félögum hans í læknadeildinni var úthlutað voru stíf eftir að hafa legið í formalínbaði og kæligeymslu á vikur eða mánuði. Ekkert var manneskjulegt við þau lengur, húðin var samanskroppin og andlitin voru með herta grettu (Óttar Guðmundsson 2000:80).
Annars er ég að fara að borða Brownies núna með honum Gunna sæta
Líkin sem að Óttari og félögum hans í læknadeildinni var úthlutað voru stíf eftir að hafa legið í formalínbaði og kæligeymslu á vikur eða mánuði. Ekkert var manneskjulegt við þau lengur, húðin var samanskroppin og andlitin voru með herta grettu (Óttar Guðmundsson 2000:80).
Annars er ég að fara að borða Brownies núna með honum Gunna sæta
fimmtudagur, apríl 08, 2004
2 ár síðan
Fyrir tveimur árum, það er um páskana fyrir tveimur árum, var ég að spóka mig um á Grænlandi. Svaka fjör og svaka snjór. Síðan kom ég heim til Íslands aftur og borðaði mitt Páskaegg. Þegar páskaeggið hafði farið niður í maga var haldið út á djammið. Þá hitti ég hann Gunnar minn. Gunnar er bestur í heiminum og hann er kærastinn minn.
Bryan Turner
Getur einhver bent mér á skemmtilega bók eða grein eftir Bryan Turner? Veit einhver hvort að Bryan Turner og Terence Turner eru bræður? Það er svolítið skondið að sjá einn Turnerinn vitna í hinn Turnerinn.
Allavegana þá vantar mig eitthvað eftir Bryan Turner. Plís?
Allavegana þá vantar mig eitthvað eftir Bryan Turner. Plís?
Ég er búin að vera að vinna síðustu daga í Ríkinu. Hvað er málið með Íslendinga?? Ég bara spyr, af hverju vilja allir fara í Ríkið á síðustu stundu? Af hverju vill fólk fara í Ríkið á miðvikudegi fyrir páska, bara til þess að lenda í geðveikri biðröð?? Ég bara spyr. Af hverju getur fólk ekki farið í Ríkið í vikunni fyrir Páska, eða vikunni þar áður? Ég bara spyr.
mánudagur, apríl 05, 2004
Loksins er ég búin að skrifa upp viðtalið mitt við Huldu Rós í sjónrænni mannfræði. Það er gott að vera búin að skrifa þetta upp. 5700 orð, vá. Það er næstum jafn mikið og ég er búin að skrifa í BA ritgerðinni minni, VÁ. Samt var viðtalið bara einn klukkutími. Ég ímynda mér bara hvernig þetta væri ef að maður hefðu marga klukkutíma til að skrifa upp, svona eins og er svo algengt meðal mannfræðinga. Oh men. Held að ég verði að þróa einhverja nýja aðferð til að safna upplýsisngum. Eða eitthvað. Sjónræn mannfræði??? Góð hugmynd.
4 vikur í dag til stefnu
Núna er 4 vikur til lokaskila á BA ritgerðinni. Ég er ennþá bara hálfnuð. Jæja, hvernig væri þá bara að taka sér slurk og klára þetta?
sunnudagur, apríl 04, 2004
Viðtal
Núna er ég að pikka inn viðtal sem ég tók við Huldu Rós. Ekki það skemmtilegasta í heimi að hlusta á lélega spólu og þurfa að spóla til baka hundrað sinnum til að hlusta aftur.
fimmtudagur, apríl 01, 2004
Allt að gerast
Þessa daganna er allt að gerast. Var að taka viðtal við Huldu Rós um heimildarmyndina hennar. Ógissliga spennó. Núna liggur bara fyrir að pikka inn allt viðtalið. Oh men. Vona samt að það verði ekki eins leiðinlegt og ég er búin að ímynda mér að þetta verði.
miðvikudagur, mars 31, 2004
Ritgerð ritgerð ritgerð
Nokkurn veginn búin að gera inngang að ritgerðinni minni. Geðveikt gaman. Núna er allt vel fókusað og ég er nokkurn veginn tilbúin að halda áfram að skrifa. Ég þarf bara að lesa pínu um embodiment. Gaman gaman. Síðan væri náttlega snilld ða lesa smá í fyrirbærafræði. Vei.
þriðjudagur, mars 30, 2004
Ritgerðin mín er ennþá bara 20 blaðsíður. Var að fá komment á það sem að ég er búin að skrifa og kennaranum leist ágætlega á það. Jei. En samt er eitthvað sem að ég þarf að bæta :( Eða meira svona, búa til einhvern fókus sem ég vil halda í ritgerðinni. Arg. Veit ekki hvað ég á að gera í því máli. Þarf að skrifa einhverskonar inngang að ritgerðinni svo að ég geti haldið einhverjum fókus.
Er farin að hafa pínu áhyggjur af ritgerðinni. Veit að ég hef 4 vikur til að klára en mér finnst það einhvernveginn ekki vera nógur tími. Kem mér ekki að því að fara að skrifa aftur. Mér finnst eins og að ég eigi eftir að lesa svo mikið. ARRRRGGG. Vúbbí vúbbí
Er farin að hafa pínu áhyggjur af ritgerðinni. Veit að ég hef 4 vikur til að klára en mér finnst það einhvernveginn ekki vera nógur tími. Kem mér ekki að því að fara að skrifa aftur. Mér finnst eins og að ég eigi eftir að lesa svo mikið. ARRRRGGG. Vúbbí vúbbí
sunnudagur, mars 28, 2004
Ritgerðin mín er ennþá jafnlöng og hún var þegar ég var síðast að skrifa í henni, fyrir mörgum dögum síðan!! Mér gengur ekkert, hef verið svo mikið að stússast svo að ég hef eiginlega ekkert geta lært :( Ég er samt búin að vera í heimildavinnu dauðans og það hefur ekki verið mjög skemmtó :( Þoli ekki Þjóðarbókhlöðuna :( Þeir eru lélegir, eiga ekki neitt af viti.
Annars er ég nú eiginlega að bíða eftir að fá komment á ritgerðina mína frá kennaranum, en það virðist hafa dregist aðeins :( Annars keypti ég mér nýjan kodda í gær :) Held að hann sé ágætur. Síðan fékk ég líka geðveikt góða beiglu, nammi namm. Síðan var ég líka að passa Daníel Kára í gær, það var fínt, þrátt fyrir að ég hafi verið öll útæld þegar ég fór heim...
Annars er ég nú eiginlega að bíða eftir að fá komment á ritgerðina mína frá kennaranum, en það virðist hafa dregist aðeins :( Annars keypti ég mér nýjan kodda í gær :) Held að hann sé ágætur. Síðan fékk ég líka geðveikt góða beiglu, nammi namm. Síðan var ég líka að passa Daníel Kára í gær, það var fínt, þrátt fyrir að ég hafi verið öll útæld þegar ég fór heim...
fimmtudagur, mars 25, 2004
þriðjudagur, mars 23, 2004
Núna er ritgerðin mín 6000 orð. Og ég meina 6000 orð, hvorki orði minna eða meira. Vei. Ég hef samt ekki verið dugleg að vinna í ritgerðinni síðustu daganna, var að vinna á föstudag og laugardag og síðan var ég ekki að læra mikið á sunnudaginn. Jú væist lærði ég eitthvað á sunnudaginn. Ég gerði spurningar og þemu fyrir viðtalið sem ég ætla að taka fyrir sjónræna mannfærði. Ég er líka búin að fá komment á það til baka og ég er í góðum málum, held að ég ætli að rúlla þessari önn alveg upp. 8,5 í einu námskeiði, jess. Síðan er ég komin með 8,9 í 25% í sjónrænni. Síðan er ég náttlega með BA ritgerð sem ég ætla að fá hátt fyrir. Verð að fá hátt. Verð Verð Verð. EÐA allaveganna langar mig obboslega mikið til að fá hátt fyrir ritgerðina, því að þetta er stærsta verkefnið mitt í Háskólanum og það væri nú alveg mjög skemmtilegt að fá gott. Vonandi gefur Arnar mér góða einkun. Annars er ég nú búin að leggja á mig töluverða vinnu, en sjáum til. Ég reyni allaveganna að gera mitt besta. CSI er skemmtilegur þáttur og líka alls konar glæpaþættir.
mánudagur, mars 22, 2004
Núna er önnur vinnuvika hafin, það er önnur skrifvika. Held að þetta verði skemmtileg vika. Ég held það nú bara. Vííí.
Annars fórum Gunnar og ég að sjá Whale Rider á laugardaginn og það var nú alveg hreint út sagt frábær mynd. Mæli með því að allir sjái hana. Sérstaklega þeir sem hafa áhuga á Nýja Sjálandi, eða hafa farið þangað (þú, Bryndís ættir að hafa gaman að þessari mynd). Gaman að sjá eitthvað annað en þetta típískt ameríska.
Annars fórum Gunnar og ég að sjá Whale Rider á laugardaginn og það var nú alveg hreint út sagt frábær mynd. Mæli með því að allir sjái hana. Sérstaklega þeir sem hafa áhuga á Nýja Sjálandi, eða hafa farið þangað (þú, Bryndís ættir að hafa gaman að þessari mynd). Gaman að sjá eitthvað annað en þetta típískt ameríska.
föstudagur, mars 19, 2004
Plebbi
Orðið plebbi er notað um ómenningarlegan eða lágkúrulegan mann. Það er stytting á nafnorðinu plebeji í sömu merkingu sem barst hingað úr dönsku plebejer og er eldra í málinu eða frá því snemma á 20. öld. Eins er til lýsingarorðið plebejískur 'lágkúrulegur' fengið frá dönsku plebejisk. Plebbi er vel þekkt í málinu frá því upp úr miðri 20. öld og sömuleiðis lýsingarorðið plebbalegur.
Upprunann er að sækja til latínu. Orðið plebs merkti 'fólk, lýður' og var notað um lægri stéttir Rómarríkis en orðið patricius sem er dregið af orðinu pater 'faðir' var haft um hástéttarfólk. Lýsingarorðið plebeius var þá notað yfir þá sem tilheyrðu almúganum.
Tekið af Vísindavefnum
Upprunann er að sækja til latínu. Orðið plebs merkti 'fólk, lýður' og var notað um lægri stéttir Rómarríkis en orðið patricius sem er dregið af orðinu pater 'faðir' var haft um hástéttarfólk. Lýsingarorðið plebeius var þá notað yfir þá sem tilheyrðu almúganum.
Tekið af Vísindavefnum
fimmtudagur, mars 18, 2004
Ritgerðin mín er orðin 5746 orð. 20 blaðsíður. Húrra fyrir mér. Samt gengur mér nú bara annsi illa í dag! Rétt búin að skrifa 200 orð um hann Durkehim, kenningaleg umræða er ekki sérstaklega skemmtó, allaveganna ekki keningar Durkheim. En jæja, verður maður ekki að halda áfram að reyna að pikka eitthvað inn? Hvern nennir að skrifa eitthvað spennandi um collective representations og tengja það við dauðann? Sko... CR þýðir að það sé samheldni í samfélaginu og að fólk geri það sem er best fyrir samfélagið. Er dauðinn góður fyrir samfélagið, hvernig tekst samfélagið á við dauða einstaklings? Hvað með listamenn eins og Andres Serrano? Vinnur hann undir einstaklingshyggjunni eða er hann ákveðið aðhald að samfélaginu. Með því að setja fram ákveðnar hugmyndir um dauðann er hann að ógna sameiginlegri vitund samfélgsins um hvernig á að umgangast dauðann, en hann er líka að þjappa fólki saman og búa þanning til ennþá meiri þéttni í samfélaginu.
Ok, hvernig væri nú að skrifæði mitt næði yfir í ritgerðina,
bless í bili.
Ok, hvernig væri nú að skrifæði mitt næði yfir í ritgerðina,
bless í bili.
þriðjudagur, mars 16, 2004
Piss Christ. Svona finnur maður þegar maður er að leita að heimildum fyrir BA ritgerð! Jamm eða þetta, þetta. Skemmtilegt ekki satt??
Annars er ég á rjúkandi bruni með ritgerðina, 15 blaðsíður komnar, næstum hálfnuð. Er að fara að brillera, Durkheim og Rosaldo og kannski Focault fá ef til vill að birtast í ritgerðinni minni. Það fólk á það sameiginlegt að vera allt látið. Skondin tilviljun ha???
Annars er ég á rjúkandi bruni með ritgerðina, 15 blaðsíður komnar, næstum hálfnuð. Er að fara að brillera, Durkheim og Rosaldo og kannski Focault fá ef til vill að birtast í ritgerðinni minni. Það fólk á það sameiginlegt að vera allt látið. Skondin tilviljun ha???
mánudagur, mars 08, 2004
fimmtudagur, mars 04, 2004
Skori á alla að mæta í þolfimi í kvöld. Allaveganna að einhver mæti. Síðast þá vorum við bara 3 og þá féll tíminn niður. Ógeðslega fúlt, ég segi nú ekki annað. Ég vil fá þolfimi, takk fyrir. Æj ég veit, ég er örugglega óþolandi að vera alltaf að nöldra út af þessum tímum en mér finnst þeir vera skemmtó og ég vildi að það myndi einhver mæta.
Ritgerðin mín er orðin 2200 orð. Ég er nú bara ágætlega sátt við það. Núna á ég sem sagt 7800 - 12800 orð eftir. Frábært mál. Núna er ég búin að skrifa um kenningar Philippe Ariés og Geoffrey Gorer. Þeir segja að í nútímanum hafi dauðinn orðið að taboo, hann hafi verið gerður að forboðnu umræðuefni í samfélaginu.
Gaman, gaman að gera ritgerð. Ho ho.
Gaman, gaman að gera ritgerð. Ho ho.
miðvikudagur, mars 03, 2004
Díses. Var á Bókhlöðunni áðan og ætlaði að fara að fá mér vatn. Þegar ég var að nálgast klósettið sá ég stelpu fara inn á klósettið en ég ákvað að bíða. Þegar stelpan var búin að vera svolitla stund á klósettinu þá heyrði ég að hún var að kúka!!! Og það var nú ekki eins og ég lægi á hurðinni, það heyrðist bara svona hátt í henni. Mig langaði nú ekkkert sérstaklega að bíða eftir að gellan væri búin að bomba í klósettið svo að ég fór bara. Ég vildi sko ekki fá kúkalykt af vatninu mínu!!
þriðjudagur, mars 02, 2004
Ég er búin að skrifa 1700 orð í dag. Vááá. Held að ég láti það nægja mér í dag. Ágætis árangur samt. Búin að skrifa meira í dag heldur en ég gerði á 2 dögum. Geðveikt dugleg. Ég held að kreppan sé alveg farin. Ég held nú bara að þetta reddist alveg, svona þegar maður nennir að koma sér að verki. Vvvvííí
Tónlist
Hæ.
Mér þætti vænt um ef að einhver vildi vera svo vænn að gefa mér ábendingar um eðaltónlist sem er þess virði að leita að. Ég er að leita að eðal tónlist, sem er vönduð, með tónlistarfólki sem hafa eitthvað vit á því sem þeir eru að gera. Svona plötum sem er möst að eiga vegna þess að þær eru snilld.
Mér þætti vænt um ef að einhver vildi vera svo vænn að gefa mér ábendingar um eðaltónlist sem er þess virði að leita að. Ég er að leita að eðal tónlist, sem er vönduð, með tónlistarfólki sem hafa eitthvað vit á því sem þeir eru að gera. Svona plötum sem er möst að eiga vegna þess að þær eru snilld.
mánudagur, mars 01, 2004
Þéttskipuð helgi
Föstudagur: Fórum á tónleika með Eivør Pálsdóttir. Það var ofsalega skemmtilegt, hún syngur svo geggjað vel hún Eivør. Rosa stuð. Hefði nú mátt vera aðeins minna af ógeðslegu reykingarpakki. Óheyrlega mikið af reykingarpakki sem var að spúa mengun yfir allan staðinn. Mér var alveg óglatt af öllum reyknum og þurfti að fara aðeins út og fá mér ferskt loft.
Laugardagur: Lyfta í Sporthúsinu. Bíó með Magnúsi Baldvini og Jóni Lárusi í Bæjarbíó Hafnarfirði. Við fórum að sjá Jón Odd og Jón Bjarna, voða gaman að sjá svona gamla mynd í svona gömlu bíói. Efti bíó fórum við í MacDonalds og þar fengu strákarnir barnabox, nammi namm. Við Gunnar vorum á leiðinni í mataboð hjá Ólöfu svo að við fengum enga hamborgara í þetta sinnið. Við fengum hinsvegar ljúffengan fisk hjá Ólöfu, nammi namm. Takk fyrir mig, þetta var ofsalega gott. Horfðum á Mona Lisa Smile. Ágætis mynd, en arg, talandi um að vera mataður af fyrirfram ákveðnum hugmyndum um hlutverk kynjanna.
Sunnudagur: Matur 2004. Fórum nokkur saman á matvælasýninguna í Fífunni, allt í boði ÁTVR, he he. Fullt af mat á boðstólum, allt ógeðslega gott. Ég elska mat. Vínhornið var ekki eins frábært, lítið verið að kynna og frekar snubbótt eitthvað, en það var kannski bara allt í lagi,ég kom nú aðalega til að smakka matinn. Við Gunnar keyptum smá dót. Þurrkað nautakjöt, bolsíur og snakk. Síðan fengum við líka fullt af allskonar prufum af alls konar dóti. Við fengum líka trilljón bæklinga, allskonar upplisingar og fróðleik. Sem sagt, ofsa lega gaman og ofsalega gott á Matur 2004. Um kvöldið fórum við síðan í matarboð til Önnu Rúnar. Hún eldaði ofsalega góðan kjúlla fyrir okkur. Og við héldum áfram að borða. Nammi namm. Daníel Kári er orðinn rosa stór, það er greinilega allt of langt síðan ég sá hann síðast.
Svona var þá helgin í hnotskurn hjá mér og honum Gunnari sæta krútti.
Laugardagur: Lyfta í Sporthúsinu. Bíó með Magnúsi Baldvini og Jóni Lárusi í Bæjarbíó Hafnarfirði. Við fórum að sjá Jón Odd og Jón Bjarna, voða gaman að sjá svona gamla mynd í svona gömlu bíói. Efti bíó fórum við í MacDonalds og þar fengu strákarnir barnabox, nammi namm. Við Gunnar vorum á leiðinni í mataboð hjá Ólöfu svo að við fengum enga hamborgara í þetta sinnið. Við fengum hinsvegar ljúffengan fisk hjá Ólöfu, nammi namm. Takk fyrir mig, þetta var ofsalega gott. Horfðum á Mona Lisa Smile. Ágætis mynd, en arg, talandi um að vera mataður af fyrirfram ákveðnum hugmyndum um hlutverk kynjanna.
Sunnudagur: Matur 2004. Fórum nokkur saman á matvælasýninguna í Fífunni, allt í boði ÁTVR, he he. Fullt af mat á boðstólum, allt ógeðslega gott. Ég elska mat. Vínhornið var ekki eins frábært, lítið verið að kynna og frekar snubbótt eitthvað, en það var kannski bara allt í lagi,ég kom nú aðalega til að smakka matinn. Við Gunnar keyptum smá dót. Þurrkað nautakjöt, bolsíur og snakk. Síðan fengum við líka fullt af allskonar prufum af alls konar dóti. Við fengum líka trilljón bæklinga, allskonar upplisingar og fróðleik. Sem sagt, ofsa lega gaman og ofsalega gott á Matur 2004. Um kvöldið fórum við síðan í matarboð til Önnu Rúnar. Hún eldaði ofsalega góðan kjúlla fyrir okkur. Og við héldum áfram að borða. Nammi namm. Daníel Kári er orðinn rosa stór, það er greinilega allt of langt síðan ég sá hann síðast.
Svona var þá helgin í hnotskurn hjá mér og honum Gunnari sæta krútti.
föstudagur, febrúar 27, 2004
193 orð komin. Bara 14807 orð eftir og þá er ég komin með eina BA ritgerð. Takk fyrir. 2 mánuðir og 5 dagar þangað til ég á að skila ritgerðinni. OK, mér reiknast samt til að ég ætti alveg að ná að klára hana á tilsettum tíma.
Ef að fólki finnst leiðinlegt að sjá mig telja niður fyrir ritgerðina mína þá mæli ég bara með því að fólk sé ekkert að skoða síðuna mína.
Ef að fólki finnst leiðinlegt að sjá mig telja niður fyrir ritgerðina mína þá mæli ég bara með því að fólk sé ekkert að skoða síðuna mína.
miðvikudagur, febrúar 25, 2004
Söfn
Á Listasafni Íslands (Fríkirkjuvegi, fyrir framan tjörnina) er ókeypis fyrir alla á miðvikudögum og er þá opið milli 11 og 17.
Á Listasafni Reykjavíkur (Hafnarhúsinu) er ókeypis fyrir alla á mánudögum og þá er opið milli 10 og 17.
Á Ljósmyndasafni Reykjavíkur (Grófarhúsisnu, 6. hæð) er ókeypis alla daga. Opið er virka daga 12 til 19 og um helgar 13 til 17.
Þennan lista má auðveldlega lengja en hvernig væri nú að byrja einhversstaðar??
Kvet alla sem geta nýtt sér þetta að gera það endilega. Hvernig væri nú að taka sér langt hádegishlé og skella sér á safn??
Á Listasafni Reykjavíkur (Hafnarhúsinu) er ókeypis fyrir alla á mánudögum og þá er opið milli 10 og 17.
Á Ljósmyndasafni Reykjavíkur (Grófarhúsisnu, 6. hæð) er ókeypis alla daga. Opið er virka daga 12 til 19 og um helgar 13 til 17.
Þennan lista má auðveldlega lengja en hvernig væri nú að byrja einhversstaðar??
Kvet alla sem geta nýtt sér þetta að gera það endilega. Hvernig væri nú að taka sér langt hádegishlé og skella sér á safn??
mánudagur, febrúar 23, 2004
Tónlist
Á laugardagsnóttina stjórnuðum við Gunnar heilli sjónvarpsstöð. Við skiptum yfir á Popptíví og vorum að horfa. Þegar Kley Eyken átti að koma í spilun ákváðum við að við nenntum ekki að hlusta á hann svo að við sendum inn sms til þess að kjósa lög. Við fengum að sjá fullt af skemmtilegum lögum.
Ég á nýja Erykah Badu diskinn. Hann er skemmtilegur. Ég á líka nýja Outcast diskinn (báða), Sugababes diskinn og báða Nelly Furtado diskana. Sem sagt tónlistarlegt sælgæti fyrir mig þessa daganna. Yndislegt. Síðan er líka allt í gúddí fílíng með BA ritgerðina mína. Jolly good.
Ég á nýja Erykah Badu diskinn. Hann er skemmtilegur. Ég á líka nýja Outcast diskinn (báða), Sugababes diskinn og báða Nelly Furtado diskana. Sem sagt tónlistarlegt sælgæti fyrir mig þessa daganna. Yndislegt. Síðan er líka allt í gúddí fílíng með BA ritgerðina mína. Jolly good.
Ég fór á Vetrarhátíð á laugardaginn. Það var nú bara ofsalega skemmtilegt. VIð Gunnar fórum fyrst niður í bæ til að fá okkur að borða. Í tilefni Food and Fun matarhátíðarinnar ákváðum við að fá okkur Nonnabita, svaka gott. Eftir matinn sáum við svo brot af tónleikum á vegum Hins Hússins. Þar voru einhverjir litlir strákar sem voru að spila og vinir þeirra voru að hlutsa. Samt gaman. Eftir það fórum við á Cafe Kúltúr til að sjá Open Mike. Howie frá New York (samt er hann írskur að uppruna) var að spila á gítar og syngja við. Hann var ekki svo góður, eiginlega var hann bara hræðilega lélegur og við Gunnar stoppuðum bara stutt við þarna. Síðan vildi ég að við færum aðeins í bókabúðina og síðan héldum við áfram og fórum í Ráðhúsið. Þar var tískusýning og troðið af fólki. Það var eiginleg enginn möguleiki á að sjá neitt. En síðan löbbuðum við niður einhverjar tröppur og þá sáum við nú bara ágætleg. Misjafnlega falleg fötin þó... Þegar tískusýningin var búin þá ætluðum við að kíkja á hvenær listasafn Reykjavíkur er opið fyrir nema. Þá römbuðum við inn á tónleika. Komum í hléinu en það var allt í lagi, því að þá þurftum við ekki að borga inn. He He. Hljómsveitin Vocies for Peace var að spila. Æðislega gaman.
Sem sagt rosa gaman á laugardaginn hjá mér og Gunnari.
Sem sagt rosa gaman á laugardaginn hjá mér og Gunnari.
föstudagur, febrúar 20, 2004
Að styrkja hund
Var að horfa á Animal Planet áðan og þar kom auglýsing um heimsíðu þar sem hægt var að styrkja heimilislausan hund um 1 pund á viku. Þetta fanst mér vera agalega fyndið, að styrkja hund. Hvað með öll fátæku börnin sem þurfa á styrk að halda svo að þau lifi til næsta dags. Mér finnst dýraverndunarsinnar stundum fara alveg úr böndunum. Sá í blaðinu í gær að dýraverndunarsamtök berjast fyrir því að allir humrar verði látnin áður en þeir eru soðnir. Sumstaðar eru humrar soðnir lifandi og það þykir þessu fólki ekki nógu gott.
Ég segi það bara, sumir eru skrítnari en aðrir.
Ég segi það bara, sumir eru skrítnari en aðrir.
fimmtudagur, febrúar 19, 2004
Ég er þreytt í augunum og mér líður eins og að ég sé ennþá sofandi. Þetta er hrikalegt. Ég er á Bókhlöðunni en ég væri alveg til í að vera heima í rúmi með honum Gunnari mínum að kúra. Það er svo agalega gott að kúra. En það verður ekkert kúr hjá mér í dag, bara læra læra. Þarf að vera hérna til klukkan 4, því að þá hitti ég leiðbeinendan minn. Held að þetta verði erfiður dagur í dag.
miðvikudagur, febrúar 18, 2004
Faraldur Breinbrunasóttar
"Að minnsta kosti 91 hefur látist af völdum beinbrunasóttar í Indónesíu það sem af er þessu ári. Um 4500 manns hafa verið laggðir inn á sjúkrahús smitaðir af veirunni, sem berst með moskítóflugum. Dauðsföll eru töluvert fleiri en undanfarin ár og er óttast að um sé að ræða nýtt afbrigði af veirunni."
Þessi frétt birtist í Fréttablaðinu í dag. 91 létust. Fuglaflensa, iss piss. Þetti veira drepur mun fleiri. Ég er alveg viss um að það eru mörg svona dæmi út um allan heim sem enginn heyrir um. Fólki er alveg sama.
Ég vil samt hrósa Fréttablaðinu fyrir að birta allaveganna smá fréttir af ástandinu.
Þessi frétt birtist í Fréttablaðinu í dag. 91 létust. Fuglaflensa, iss piss. Þetti veira drepur mun fleiri. Ég er alveg viss um að það eru mörg svona dæmi út um allan heim sem enginn heyrir um. Fólki er alveg sama.
Ég vil samt hrósa Fréttablaðinu fyrir að birta allaveganna smá fréttir af ástandinu.
Feiminn
Er hægt að verða meira feiminn eftir því sem maður verður eldri og lífsreyndari. Ég held það. Ég verð stundum alveg hrikalega feimin. Ég spyr bara: Hvernig er hægt að vera feiminn þegar maður er að skrifa tölvupóst. Arg. Ég þoli þetta ekki lengur. Það er ekkert skemmtilegt að vera feimin.
þriðjudagur, febrúar 17, 2004
Í tíma í gær var sagt við mig að ég væri breiníið í bekknum vegna þess að ég væri sú eina sem læsi eitthvað heima og ég væri svosvakalega klár. Mér brá pínu og fannst þetta agalega fyndið. Ég hef aldrei litið á mig sem eitthvað breiní.
Annars er hann Gunnar nú bara lang bestur í heimi. Mér finnst það allaveganna.
Annars er hann Gunnar nú bara lang bestur í heimi. Mér finnst það allaveganna.
Fuglar
Horfði á snilldarmyndina The Birds á laugardaginn. Snilld, segi ekki annað. Hljóðið alveg magnað, alveg bara ekki í takt við myndina. Dramað var í botni, ÆÐI. Þessi mynd er ein af klassísku myndunum og það er einstaklega skemmtilegt að breyta aðeins til og sjá mynd sem er ekki alveg típísk nútíma Hollýwood mynd. The Birds hefur kannski verið Hollywood mynd á sínum tíma en mér fannst hún vera svöl.
Daginn eftir fórum við Gunnar síðan í smá bíltúr niður í Bessastaðahrepp. Þar voru nokkrir tjaldar að chilla í fjörunni. Nokkrir þeirra voru einfættir. Þegar ég kom nær þeim hoppuðu þeir í burtu á einum fæti. Þeir voru alls ekkert eins illúðlegir eins og fuglarnir í Hitckook myndinni kvöldið áður, held að þeir hafi bara verið hræddir við mig.
Daginn eftir fórum við Gunnar síðan í smá bíltúr niður í Bessastaðahrepp. Þar voru nokkrir tjaldar að chilla í fjörunni. Nokkrir þeirra voru einfættir. Þegar ég kom nær þeim hoppuðu þeir í burtu á einum fæti. Þeir voru alls ekkert eins illúðlegir eins og fuglarnir í Hitckook myndinni kvöldið áður, held að þeir hafi bara verið hræddir við mig.
laugardagur, febrúar 14, 2004
fimmtudagur, febrúar 12, 2004
Próf
Þegar ég var á fyrsta ári í Háskólanum og var að taka fyrstu prófin mín, þá heyrði ég stelpu vera að tala við vinkonu sína. Stelpan sagðist vera að taka síðasta prófið sitt í Háskólanum og að hún þyrfti ekki að taka nein próf í Háksólanum aftur. Þá var ég lítil stelpa sem var að byrja í Háskóla, mig minnir jafnvel að ég hafi verið að taka fyrsta prófið mitt, Félagslegar Breytingar. Mér fannst vera voða langt þangað til að ég myndi ná þessum áfanga.
Ég var í prófi áðan: Lokapróf í Menning og Átök. SÍÐASTA prófið mitt í Háskólanum EVER. Jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess. Ég er búin að taka öll prófin. Núna á eg bara eina skýrslu og eina ritgerð eftir. Gaman gaman.
Ég var í prófi áðan: Lokapróf í Menning og Átök. SÍÐASTA prófið mitt í Háskólanum EVER. Jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess. Ég er búin að taka öll prófin. Núna á eg bara eina skýrslu og eina ritgerð eftir. Gaman gaman.
mánudagur, febrúar 09, 2004
föstudagur, febrúar 06, 2004
Snjór
Sne í dag. Mikill sne. Þurfti að vera í trofærum í dag, en mér finnst ekkert sérstaklega gaman í torfærum. Síðan á að frysta big time á morgun og þá koma frostnar trofærur. Það er heldur ekkert skemmtilegt. Ohh. Vonandi kemur sumar bráðum, ég sakna sumarsins, það er svo skemmtilegt á sumrin.
fimmtudagur, febrúar 05, 2004
Heimferðin í gær
Brjálæðisleg tónlistin hljómar í eyrunum, en samt er brjálæðið ekkert svo mikið, bara svona í meðallagi. Ég finn hvernig miðflóttakrafturinn er að virka á mig, ég togast í burtu rá akstursstefnu vagnssins og get ekki hallað mér í rétta átt vegna þess að ég sit öfugt og sé ekki hvert vagninn er að fara. Af hverju er svona mikið skrýtið fólk í strætó? Maðurinn sem situr á móti mér, reynir að fela sig fyrir aftan stöngina sem maður á að halda sér í. Hann er í svörtum leðurjakka. Hann fer að fikta í einhverju sem er á gólfinu. Tek þá eftir því að annar maður í svörtum leðurjakka ruggar sér fram og til baka, það er pottþétt geðveikrarmerki. Þegar komið er á Hlemm tek ég eftir 3. gaurnum í svörtum leðurjakka. Það hlýtur nú að vera í lagi með þennan mann, hann er með vel rakaðan skalla og skórnir hans eru svona tískuskór. Hann fer út á undan hinum og allir fara þeir saman inn á Hlemm. Þori ekki að segja það sem ég hugsaði en pimp kom upp í hugann þegar sköllótti gaurinn fór að tala við 4. aðilan og hinir tveir stóðu áleiðis. Eitthvað var augljóslega að.
Þegar komið var að Æfingaskólanum var tónlistin ljúf og ég fylgdist með umhverfinu koma úr öfugri átt. Það er skemmtó að sitja öfugt í strætó.Vagninn gaf í og beigði fyrir horn, var á rangri akrein og ég vissi að hann ætlaði að svína á bílstjórana sem væri á réttu akgreininni.
Absolution með Muse er geggjuð plata. Mæli vel með henni, kannski gerir Hilda það líka. Hún er allaveganna búin að vera að hlusta á hana inni í stofu í marga mánuði.
Af hverju er fólk dofið? Ef maður á að gera skýrslu um heimildarmynd og taka viðtal sem tengist heimildarmyndinni, hvernig getur maður þá haldið að það sé í lagi að velja sér heimildarmynd sem kannski verður tilbúin eftir tvö ár? Ef að búið er að segja við mann að maður þurfi að greina myndina áður en maður tekur viðtalið hvernig getur maður þá haldið að maður geti notað mynd sem verður tilbúin eftir tvö ár?? Fyrir utan það að stelpan er óþolandi. Uss uss uss.
Þegar komið var að Æfingaskólanum var tónlistin ljúf og ég fylgdist með umhverfinu koma úr öfugri átt. Það er skemmtó að sitja öfugt í strætó.Vagninn gaf í og beigði fyrir horn, var á rangri akrein og ég vissi að hann ætlaði að svína á bílstjórana sem væri á réttu akgreininni.
Absolution með Muse er geggjuð plata. Mæli vel með henni, kannski gerir Hilda það líka. Hún er allaveganna búin að vera að hlusta á hana inni í stofu í marga mánuði.
Af hverju er fólk dofið? Ef maður á að gera skýrslu um heimildarmynd og taka viðtal sem tengist heimildarmyndinni, hvernig getur maður þá haldið að það sé í lagi að velja sér heimildarmynd sem kannski verður tilbúin eftir tvö ár? Ef að búið er að segja við mann að maður þurfi að greina myndina áður en maður tekur viðtalið hvernig getur maður þá haldið að maður geti notað mynd sem verður tilbúin eftir tvö ár?? Fyrir utan það að stelpan er óþolandi. Uss uss uss.
miðvikudagur, febrúar 04, 2004
þriðjudagur, febrúar 03, 2004
Top 10 í amerískum barnanöfnum
Stelpu nöfn:
1.Emily
2. Emma
3. Madison
4. Hannah
5. Hailey
6. Sarah
7. Kaitlyn
8. Isabella
9. Olivia
10. Abigail
Stráka nöfn:
1. Jacob
2. Aidan
3. Ethan
4. Matthew
5. Nicholas
6. Joshua
7. Ryan
8. Michael
9. Zachary
10. Tyler
Þetta er fyndið. Mér finnst sum af þessum nöfnum vera hrikalega asnó!! En svona eru bandaríkjamenn bara!!
1.Emily
2. Emma
3. Madison
4. Hannah
5. Hailey
6. Sarah
7. Kaitlyn
8. Isabella
9. Olivia
10. Abigail
Stráka nöfn:
1. Jacob
2. Aidan
3. Ethan
4. Matthew
5. Nicholas
6. Joshua
7. Ryan
8. Michael
9. Zachary
10. Tyler
Þetta er fyndið. Mér finnst sum af þessum nöfnum vera hrikalega asnó!! En svona eru bandaríkjamenn bara!!
mánudagur, febrúar 02, 2004
laugardagur, janúar 31, 2004
Stelpa í bleikum bol plantar sér fyrir framan mig í body step í gær. 17 - 18 ára gella sem er að koma í fyrsta sinn í steppið. Þegar tíminn byrjar þá gengur henni strax illa með að ná sporunum og ekki batnaði það eftir því sem leið á tíman. Ég held að hún hafi ekki náð einu einasta spori réttu. Annað hvort gerði hún sporið vitlaust eða var í öfugum takt. Ég spurði sjálfa mig hvernig væri hægt að vera svona lélegur. Og ég veit ekki ennþá svarið.
Annars er ég nú að fara í afmæli í kvöld. Sólrún átti afmæli í gær og Addi átti afmæli á síðast mánudag. Það verður fjör í kvöld, þrátt fyrir kuldann. Brrr
Annars er ég nú að fara í afmæli í kvöld. Sólrún átti afmæli í gær og Addi átti afmæli á síðast mánudag. Það verður fjör í kvöld, þrátt fyrir kuldann. Brrr
fimmtudagur, janúar 29, 2004
þriðjudagur, janúar 27, 2004
Mig langar mega mikið til útlanda, ohh. En mig langar líka í nýja íbúð. Hvort á maður að velja? Held nú samt að ég velji nýja íbúð því að þegar maður er búin að fjárfesta í einni slíkri þá getur maður bara sparað þangað til maður á fyrir fari til útlanda. Eða þá bara að maður kaupir nýja íbúð í útlönfum. Líst eiginlega best á þann kost. Hiti.is
Oh men ég held að ég sé orðin eitthvað steikt í hausnum. bbbbrkfjsd, vííí
Oh men ég held að ég sé orðin eitthvað steikt í hausnum. bbbbrkfjsd, vííí
Púl
Ætlaði í þolfimi áðan, hélt að það væru þolfimitímar á þri og fim en það eru bara þolfimitímar á fim. Eníveis þá fór ég bara í bodystep í staðinn og það var nú örugglega ekki síðra. Svitnaði milljón.is. En talandi um að anda að sér svita annara. Þegar ég kom inn í salinn var svo heitt og sviti fólksins í tímanum á undan lá í loftinu, oj bara. Þegar ég koma heim gerðist Gunnar heimsins besti kærasti í heimi og eldaði fyrir mig hammara, svona svo að ég hefði örugglega ekkert grætt á leikfiminni... Nammi namm. En ég var líka að læra. Var að klára fyrstu verkefnin í sjónrænni. Gaman gaman.
föstudagur, janúar 23, 2004
Reiði
Var í tíma áðan þar sem var talað um reiði og hvað maður gerði í þeim málum. Tekin voru dæmi um einhvern sem svínar á mann í umferðinni eða einhvern sem riðst á undan manni í röð. Þegar ég kom til baka í vinnuna þá voru engin stæði laus svo að ég laggði fyrir 2 bíla. Síðan þegar hún Sigga var að fara (sú sem átti annan bílinn) þá færði ég bílinn minn og ætlaði að taka hennar stæði, EN NEI, einhver t*k kom og svínaði á mig og tók stæðið mitt. Ég var í bílnum og var að bíða eftir að Sigga næði að komast alveg út úr stæðinu til að ég kæmist inn í það og þá kom þessi kona og smeigði sér í stæðið. Arg. Þoli ekki vitlaust fólk sem er dónalegt. Hún gat ekki farið úr stæðinu þegar hún var beðin um það vegna þess að það var sprungið hjá henni. Og vitlausa konan gat ekki skipt um dekk sjálf, auli.
Niðurstaðan var sú að ég þurfti að leggja í Freyjugötu. Arg. Var samt glöð að ég missti mig ekki eins og sá sem var talað um í tímanum sem ég var ný komin úr. Þá hefði ég kannski bara keyrt á konuna... Telja upp á 10...
Niðurstaðan var sú að ég þurfti að leggja í Freyjugötu. Arg. Var samt glöð að ég missti mig ekki eins og sá sem var talað um í tímanum sem ég var ný komin úr. Þá hefði ég kannski bara keyrt á konuna... Telja upp á 10...
Fór í gymmið í gær, sem er nú ekkert í frásögur færandi nema hvað ég fór í þolfimitíma. Og ekki nóg með það heldur var karlmaður að kenna!! Mjög góður tími, var byrjuð að svitna strax í byrjun tímans (kannski vegna þess að það var svo heitt í salnum). Fullt af sporum, rútínum og dansi. Mjög skemmtó. Ég er samt ekki mjög góð í svona sporum en ég náði þessu nú svona í endann... Held að næsti tími hjá þessum gaur verði skemmtilegur, kannski fer maður að læra inn á rútínuna hjá honum og þá getur maður látið meira til sín taka í svitningnum, sviti.is. Mæli eindregið með þessum tíma, allaveganna fyrir þá sem finnst gaman að gera rútínur og flókin spor. :)
miðvikudagur, janúar 21, 2004
Nú í janúar
Skólinn byrjaður á milljón trilljón. 2 námskeið sem eru kennd á 2földum hraða. Menning og átök, námskeið sem er kennt á ensku og líkur með prófi föstudaginn 13. febrúar! Síðan er ég líka í sjónrænni mannfræði. Þar byggist námsmat á verkefnum og rannsókn sem við eigum að gera. Er búin að redda mér viðtali, jess. Er að fara að tala við frænku hennar Ágústínu, hana Huldu Rós. Þetta verður hörku spennandi önn. Síðan er það náttlega ritgerðin góða. Byrja vonandi að skrifa í mars þegar ég er búin í skólanum (síðasti kennslufagur 25 febrúar).
Vúbbí vúbbí, loksins er jólaskrautið farið.
Veit ekki af hverju ég er að reyna að laga síðuna mína, fer alltaf í vont skap þegar ég fer að reyna að gera eitthvað skapandi fyrir bloggið. Ohh.
Vúbbí vúbbí, loksins er jólaskrautið farið.
Veit ekki af hverju ég er að reyna að laga síðuna mína, fer alltaf í vont skap þegar ég fer að reyna að gera eitthvað skapandi fyrir bloggið. Ohh.
miðvikudagur, janúar 14, 2004
Vei. Við Gunnar erum búin að fá LOTR II - Lengri útgáfuna. Hlakka til að horfa hana það verður spennó. Myndin er 214 mín svo að þetta verður maraþon. Samt ruglega skemmtilegra (og auveldara) heldur en alvöru maraþon. Annars er skólinn bara að fara að byrja á morgun og ég er farin að hlakka pínu til. Ég hlakka eiginlega mest til að geta farið að sofa út!! Ég er búin að mæta í vinnuna klukkan 8 í næstum heilan mánuð (nema á sunnudögum) og ég er svo sybbin. Það er ekkert sérstaklega skemmtilegt að vakna alltaf svona snemma. Vaknaði x-tra snemma í morgun vegna þess að Gunnar þurfti að mæta í skólann klukkan 8. Við fórum af stað klukkan 7.30. Vá. Ég held bara að við séum duglegasta fólkið. Gaman gaman.
fimmtudagur, janúar 08, 2004
Líkamsrækt
Líkamsræktaræði grípur þjóðina í byrjun árs. Eitthvað sem gerist alltaf! Landsmenn hafa borðað yfir sig af stórsteikum, sósum, gosdrykkjum, eftirréttum og sælgæti. Þegar hátíðirnar eru svo búnar þá fær fólk samviskubit og kaupir sér kort í líkamsrækt. Núna ætla ég að vera dugleg og byrja í hollu mataræði og hreyfa mig mikið. En viti menn, eftir nokkrar vikur af þéttsetnum líkamsræktarstöðvum þá fer að fækka. Mikið af fólkinu sem var svo hresst í ársbyrjun gefst upp og nennir ekki lengur að stunda heilbrigt líferni. Það bara virkar ekki að vera mega duglegur í líkamsræktinni í ársbyrjun, en hætta svo og fara að borða hamborgara alla daga.
Er ég ein af þessu fólki? Stunda ég líkamsrækt mest í ársbyrjun og dreg síðan úr? Ég viðurkenni alveg að ég fór alls ekki mikið í gymmið í desember, en ég hef mínar ástæður. Próf, vinna x2 og knappur tími til jólagjafaundirbúnings og baksturs. Svona er þetta alltaf og verður alltaf á meðan ég er í skóla. En núna er jólfrí í skólanum svo að ég er bara að vinna á rannsóknarstofunni. Ég get slappað nóg af og farið í gymmið. Nú þegar er ég búin að fara 2svar á árinu, en mér finnst það ekki mjög góður árangur, en það stendur til að bæta all hressielga úr á næstu dögum. Held að ég hafi farið í gymmið á 2 daga fresti í fyrra (held ég), nokkuð góður árangu þar, stefni á að þetta ár verði ekki síðra.
Bráðum byrjar Body Attak og það verður sko FJÖR. Allir mæta á föstudaginn í tíma kl. 18.25 í Sporthúsið því að þá verður erlendur gestakennari sem verður að kenna tíman. Þetta eru mjög erfiðir tímar sem ég mæli með því að allir fari í. Geðveikt stuð.
Hlakka til að sjá ykkur öll í geðveiku stuði í líkamsræktinni á nýju ári.
Er ég ein af þessu fólki? Stunda ég líkamsrækt mest í ársbyrjun og dreg síðan úr? Ég viðurkenni alveg að ég fór alls ekki mikið í gymmið í desember, en ég hef mínar ástæður. Próf, vinna x2 og knappur tími til jólagjafaundirbúnings og baksturs. Svona er þetta alltaf og verður alltaf á meðan ég er í skóla. En núna er jólfrí í skólanum svo að ég er bara að vinna á rannsóknarstofunni. Ég get slappað nóg af og farið í gymmið. Nú þegar er ég búin að fara 2svar á árinu, en mér finnst það ekki mjög góður árangur, en það stendur til að bæta all hressielga úr á næstu dögum. Held að ég hafi farið í gymmið á 2 daga fresti í fyrra (held ég), nokkuð góður árangu þar, stefni á að þetta ár verði ekki síðra.
Bráðum byrjar Body Attak og það verður sko FJÖR. Allir mæta á föstudaginn í tíma kl. 18.25 í Sporthúsið því að þá verður erlendur gestakennari sem verður að kenna tíman. Þetta eru mjög erfiðir tímar sem ég mæli með því að allir fari í. Geðveikt stuð.
Hlakka til að sjá ykkur öll í geðveiku stuði í líkamsræktinni á nýju ári.
þriðjudagur, janúar 06, 2004
föstudagur, janúar 02, 2004
fimmtudagur, janúar 01, 2004
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)