laugardagur, desember 18, 2004

Dagur 4

Í dag byrjuðum við Gunnar daginn á að drífa okkur í British Museum og viti menn: Við komumst inn. Jei. Fórum nú samt eiginlega bara að skoða egypsku deildina. Rosa flottar múmíur og risa styttur. Eftir safnið fórum við svo aðeins að versla. Alltaf gaman að versla.
Þegar við vorum búin að skila af okkur dótinu fórum við niður á King's Kross lestarstöðina til að taka lest til Cambridge. Ingi frændi kom og sótti okkur á lestarstöðina og við keyrðum heim til þeirra. Við fengum æðislegan tortilla rétt.
Hápuntur dagsins var á efa ferðin á þorpskránna. Alvöru ensk þorpskrá, lágreist tréhús: Alveg svona típískt. Gunnar fékk sér nokkra Guinnes og það var búið að teikna smára í bjórinn. Ég fékk mér nú samt ekki Guinnes, ég er ekkert sérstaklega hrifinn af svona dökkum bjórum.
Við fengum svo að gista hjá Jóhönnu af því að okkur langaði ekki að vera á hótleinu lengur.

Gaman gaman.

Engin ummæli: