mánudagur, desember 06, 2004

Blóð í dag

Ég skora á alla að fara að gefa blóð. Þá er maður að gefa eitthvað til samfélagsins. Þið verðið að lesa grein um Benidikt Vagn á heimasíðu Blóðbankans.

Hér er smá brot úr pislinum:

Hæ ég heiti Benedikt Vagn og ég er tíu ára, ég fæddist með hjartagalla og blóðsjúkdóm.

Það eru ekki margir með sama blóðsjúkdóm og ég í öllum heiminum, kannski svona 500. Ég þurfti að fara í hjartaaðgerðir þegar ég var 3 vikna og svo aftur 4 ára. Börn sem fara í hjartaaðgerðir missa mikið blóð í aðgerðinni og þá þarf að gefa þeim blóð. Ég fæddist líka með sjaldgæfan blóðsjúkdóm sem heitir Diamond blackfan anemia, eða beinmergurinn minn sem er inni í beinunum mínum býr ekki til nóg af rauðum blóðkornum. Þetta er galli í genum sem er ekki enn hægt að lækna, en ég er nú bara ósköp rólegur yfir því ennþá. Þegar mig vantar blóð þá er ég mjög slappur og orkulaus og langar ekki til að borða neitt, ekki einu sinni nammi.