miðvikudagur, maí 05, 2004

Núna er ég heima hjá honum Gunnari sæta mínum. En hann er ekki heima, hann þarf að vera í vinnunni. Ég er búin að vera að læra í Öskju síðustu daga, var í tölvunum þar og það var sko alveg fínt. Ég er sem sagt ekki búin að skila ritgerðinni minni, sauðurinn ég. Gæti alveg verið búin að skila henni fyrir löngu síðan, en Gunnar sagði mér að það væri betra að skila henni alveg tilbúinni eins og ég vildi hafa hana , svo að kennarinn gæti gefið mér komment á sem flest. SVo að ég er bara að laga útlitið, búa til flott efnisyfirlit og svona. Voða stuð í gangi. Annars ætla ég sko að skila ritgerðinni minni inn í kvöld vegna þess að ég er að fara að vinna á morgun og þá get ég ekki verið að gera neitt í ritgerðinni.

Engin ummæli: