miðvikudagur, maí 12, 2004

Núna er ég að borða bónussnakk og drekka kók. Ég er líka að vinna að fyrirlestrinum mínum sem að ég á að halda á sunnudaginn. Hef nú ekki miklar áhyggjur af þessu en kannski verður mikið af fólki á svæðinu. Vona ekki. Hlakka bara til þegar þetta er búið. Þá verð ég vonandi búin að fá ritgerðina mína til baka og get þess vegna farið að leiðrétta vitleysuna.
Hvað á annars að gera á laugardaginn? Það sem ég er ekki mikill júróvísíónfan þá held ég að ég haldi mig bara heima og horfi á video eða eitthvað. Held nú að það verði fínt laugardagskvöld hjá mér :)

Engin ummæli: