Stelpa í bleikum bol plantar sér fyrir framan mig í body step í gær. 17 - 18 ára gella sem er að koma í fyrsta sinn í steppið. Þegar tíminn byrjar þá gengur henni strax illa með að ná sporunum og ekki batnaði það eftir því sem leið á tíman. Ég held að hún hafi ekki náð einu einasta spori réttu. Annað hvort gerði hún sporið vitlaust eða var í öfugum takt. Ég spurði sjálfa mig hvernig væri hægt að vera svona lélegur. Og ég veit ekki ennþá svarið.
Annars er ég nú að fara í afmæli í kvöld. Sólrún átti afmæli í gær og Addi átti afmæli á síðast mánudag. Það verður fjör í kvöld, þrátt fyrir kuldann. Brrr
laugardagur, janúar 31, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli