föstudagur, janúar 23, 2004
Fór í gymmið í gær, sem er nú ekkert í frásögur færandi nema hvað ég fór í þolfimitíma. Og ekki nóg með það heldur var karlmaður að kenna!! Mjög góður tími, var byrjuð að svitna strax í byrjun tímans (kannski vegna þess að það var svo heitt í salnum). Fullt af sporum, rútínum og dansi. Mjög skemmtó. Ég er samt ekki mjög góð í svona sporum en ég náði þessu nú svona í endann... Held að næsti tími hjá þessum gaur verði skemmtilegur, kannski fer maður að læra inn á rútínuna hjá honum og þá getur maður látið meira til sín taka í svitningnum, sviti.is. Mæli eindregið með þessum tíma, allaveganna fyrir þá sem finnst gaman að gera rútínur og flókin spor. :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli