miðvikudagur, janúar 14, 2004
Vei. Við Gunnar erum búin að fá LOTR II - Lengri útgáfuna. Hlakka til að horfa hana það verður spennó. Myndin er 214 mín svo að þetta verður maraþon. Samt ruglega skemmtilegra (og auveldara) heldur en alvöru maraþon. Annars er skólinn bara að fara að byrja á morgun og ég er farin að hlakka pínu til. Ég hlakka eiginlega mest til að geta farið að sofa út!! Ég er búin að mæta í vinnuna klukkan 8 í næstum heilan mánuð (nema á sunnudögum) og ég er svo sybbin. Það er ekkert sérstaklega skemmtilegt að vakna alltaf svona snemma. Vaknaði x-tra snemma í morgun vegna þess að Gunnar þurfti að mæta í skólann klukkan 8. Við fórum af stað klukkan 7.30. Vá. Ég held bara að við séum duglegasta fólkið. Gaman gaman.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli