þriðjudagur, janúar 27, 2004

Púl

Ætlaði í þolfimi áðan, hélt að það væru þolfimitímar á þri og fim en það eru bara þolfimitímar á fim. Eníveis þá fór ég bara í bodystep í staðinn og það var nú örugglega ekki síðra. Svitnaði milljón.is. En talandi um að anda að sér svita annara. Þegar ég kom inn í salinn var svo heitt og sviti fólksins í tímanum á undan lá í loftinu, oj bara. Þegar ég koma heim gerðist Gunnar heimsins besti kærasti í heimi og eldaði fyrir mig hammara, svona svo að ég hefði örugglega ekkert grætt á leikfiminni... Nammi namm. En ég var líka að læra. Var að klára fyrstu verkefnin í sjónrænni. Gaman gaman.

Engin ummæli: