föstudagur, janúar 23, 2004

Reiði

Var í tíma áðan þar sem var talað um reiði og hvað maður gerði í þeim málum. Tekin voru dæmi um einhvern sem svínar á mann í umferðinni eða einhvern sem riðst á undan manni í röð. Þegar ég kom til baka í vinnuna þá voru engin stæði laus svo að ég laggði fyrir 2 bíla. Síðan þegar hún Sigga var að fara (sú sem átti annan bílinn) þá færði ég bílinn minn og ætlaði að taka hennar stæði, EN NEI, einhver t*k kom og svínaði á mig og tók stæðið mitt. Ég var í bílnum og var að bíða eftir að Sigga næði að komast alveg út úr stæðinu til að ég kæmist inn í það og þá kom þessi kona og smeigði sér í stæðið. Arg. Þoli ekki vitlaust fólk sem er dónalegt. Hún gat ekki farið úr stæðinu þegar hún var beðin um það vegna þess að það var sprungið hjá henni. Og vitlausa konan gat ekki skipt um dekk sjálf, auli.

Niðurstaðan var sú að ég þurfti að leggja í Freyjugötu. Arg. Var samt glöð að ég missti mig ekki eins og sá sem var talað um í tímanum sem ég var ný komin úr. Þá hefði ég kannski bara keyrt á konuna... Telja upp á 10...

Engin ummæli: