fimmtudagur, janúar 08, 2004

Líkamsrækt

Líkamsræktaræði grípur þjóðina í byrjun árs. Eitthvað sem gerist alltaf! Landsmenn hafa borðað yfir sig af stórsteikum, sósum, gosdrykkjum, eftirréttum og sælgæti. Þegar hátíðirnar eru svo búnar þá fær fólk samviskubit og kaupir sér kort í líkamsrækt. Núna ætla ég að vera dugleg og byrja í hollu mataræði og hreyfa mig mikið. En viti menn, eftir nokkrar vikur af þéttsetnum líkamsræktarstöðvum þá fer að fækka. Mikið af fólkinu sem var svo hresst í ársbyrjun gefst upp og nennir ekki lengur að stunda heilbrigt líferni. Það bara virkar ekki að vera mega duglegur í líkamsræktinni í ársbyrjun, en hætta svo og fara að borða hamborgara alla daga.
Er ég ein af þessu fólki? Stunda ég líkamsrækt mest í ársbyrjun og dreg síðan úr? Ég viðurkenni alveg að ég fór alls ekki mikið í gymmið í desember, en ég hef mínar ástæður. Próf, vinna x2 og knappur tími til jólagjafaundirbúnings og baksturs. Svona er þetta alltaf og verður alltaf á meðan ég er í skóla. En núna er jólfrí í skólanum svo að ég er bara að vinna á rannsóknarstofunni. Ég get slappað nóg af og farið í gymmið. Nú þegar er ég búin að fara 2svar á árinu, en mér finnst það ekki mjög góður árangur, en það stendur til að bæta all hressielga úr á næstu dögum. Held að ég hafi farið í gymmið á 2 daga fresti í fyrra (held ég), nokkuð góður árangu þar, stefni á að þetta ár verði ekki síðra.

Bráðum byrjar Body Attak og það verður sko FJÖR. Allir mæta á föstudaginn í tíma kl. 18.25 í Sporthúsið því að þá verður erlendur gestakennari sem verður að kenna tíman. Þetta eru mjög erfiðir tímar sem ég mæli með því að allir fari í. Geðveikt stuð.

Hlakka til að sjá ykkur öll í geðveiku stuði í líkamsræktinni á nýju ári.

Engin ummæli: