þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Fuglar

Horfði á snilldarmyndina The Birds á laugardaginn. Snilld, segi ekki annað. Hljóðið alveg magnað, alveg bara ekki í takt við myndina. Dramað var í botni, ÆÐI. Þessi mynd er ein af klassísku myndunum og það er einstaklega skemmtilegt að breyta aðeins til og sjá mynd sem er ekki alveg típísk nútíma Hollýwood mynd. The Birds hefur kannski verið Hollywood mynd á sínum tíma en mér fannst hún vera svöl.
Daginn eftir fórum við Gunnar síðan í smá bíltúr niður í Bessastaðahrepp. Þar voru nokkrir tjaldar að chilla í fjörunni. Nokkrir þeirra voru einfættir. Þegar ég kom nær þeim hoppuðu þeir í burtu á einum fæti. Þeir voru alls ekkert eins illúðlegir eins og fuglarnir í Hitckook myndinni kvöldið áður, held að þeir hafi bara verið hræddir við mig.

Engin ummæli: