fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Próf

Þegar ég var á fyrsta ári í Háskólanum og var að taka fyrstu prófin mín, þá heyrði ég stelpu vera að tala við vinkonu sína. Stelpan sagðist vera að taka síðasta prófið sitt í Háskólanum og að hún þyrfti ekki að taka nein próf í Háksólanum aftur. Þá var ég lítil stelpa sem var að byrja í Háskóla, mig minnir jafnvel að ég hafi verið að taka fyrsta prófið mitt, Félagslegar Breytingar. Mér fannst vera voða langt þangað til að ég myndi ná þessum áfanga.
Ég var í prófi áðan: Lokapróf í Menning og Átök. SÍÐASTA prófið mitt í Háskólanum EVER. Jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess. Ég er búin að taka öll prófin. Núna á eg bara eina skýrslu og eina ritgerð eftir. Gaman gaman.

Engin ummæli: