föstudagur, febrúar 20, 2004

Að styrkja hund

Var að horfa á Animal Planet áðan og þar kom auglýsing um heimsíðu þar sem hægt var að styrkja heimilislausan hund um 1 pund á viku. Þetta fanst mér vera agalega fyndið, að styrkja hund. Hvað með öll fátæku börnin sem þurfa á styrk að halda svo að þau lifi til næsta dags. Mér finnst dýraverndunarsinnar stundum fara alveg úr böndunum. Sá í blaðinu í gær að dýraverndunarsamtök berjast fyrir því að allir humrar verði látnin áður en þeir eru soðnir. Sumstaðar eru humrar soðnir lifandi og það þykir þessu fólki ekki nógu gott.
Ég segi það bara, sumir eru skrítnari en aðrir.

Engin ummæli: