fimmtudagur, febrúar 19, 2004
Ég er þreytt í augunum og mér líður eins og að ég sé ennþá sofandi. Þetta er hrikalegt. Ég er á Bókhlöðunni en ég væri alveg til í að vera heima í rúmi með honum Gunnari mínum að kúra. Það er svo agalega gott að kúra. En það verður ekkert kúr hjá mér í dag, bara læra læra. Þarf að vera hérna til klukkan 4, því að þá hitti ég leiðbeinendan minn. Held að þetta verði erfiður dagur í dag.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli