mánudagur, febrúar 23, 2004

Tónlist

Á laugardagsnóttina stjórnuðum við Gunnar heilli sjónvarpsstöð. Við skiptum yfir á Popptíví og vorum að horfa. Þegar Kley Eyken átti að koma í spilun ákváðum við að við nenntum ekki að hlusta á hann svo að við sendum inn sms til þess að kjósa lög. Við fengum að sjá fullt af skemmtilegum lögum.
Ég á nýja Erykah Badu diskinn. Hann er skemmtilegur. Ég á líka nýja Outcast diskinn (báða), Sugababes diskinn og báða Nelly Furtado diskana. Sem sagt tónlistarlegt sælgæti fyrir mig þessa daganna. Yndislegt. Síðan er líka allt í gúddí fílíng með BA ritgerðina mína. Jolly good.

Engin ummæli: