fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Heimferðin í gær

Brjálæðisleg tónlistin hljómar í eyrunum, en samt er brjálæðið ekkert svo mikið, bara svona í meðallagi. Ég finn hvernig miðflóttakrafturinn er að virka á mig, ég togast í burtu rá akstursstefnu vagnssins og get ekki hallað mér í rétta átt vegna þess að ég sit öfugt og sé ekki hvert vagninn er að fara. Af hverju er svona mikið skrýtið fólk í strætó? Maðurinn sem situr á móti mér, reynir að fela sig fyrir aftan stöngina sem maður á að halda sér í. Hann er í svörtum leðurjakka. Hann fer að fikta í einhverju sem er á gólfinu. Tek þá eftir því að annar maður í svörtum leðurjakka ruggar sér fram og til baka, það er pottþétt geðveikrarmerki. Þegar komið er á Hlemm tek ég eftir 3. gaurnum í svörtum leðurjakka. Það hlýtur nú að vera í lagi með þennan mann, hann er með vel rakaðan skalla og skórnir hans eru svona tískuskór. Hann fer út á undan hinum og allir fara þeir saman inn á Hlemm. Þori ekki að segja það sem ég hugsaði en pimp kom upp í hugann þegar sköllótti gaurinn fór að tala við 4. aðilan og hinir tveir stóðu áleiðis. Eitthvað var augljóslega að.
Þegar komið var að Æfingaskólanum var tónlistin ljúf og ég fylgdist með umhverfinu koma úr öfugri átt. Það er skemmtó að sitja öfugt í strætó.Vagninn gaf í og beigði fyrir horn, var á rangri akrein og ég vissi að hann ætlaði að svína á bílstjórana sem væri á réttu akgreininni.
Absolution með Muse er geggjuð plata. Mæli vel með henni, kannski gerir Hilda það líka. Hún er allaveganna búin að vera að hlusta á hana inni í stofu í marga mánuði.

Af hverju er fólk dofið? Ef maður á að gera skýrslu um heimildarmynd og taka viðtal sem tengist heimildarmyndinni, hvernig getur maður þá haldið að það sé í lagi að velja sér heimildarmynd sem kannski verður tilbúin eftir tvö ár? Ef að búið er að segja við mann að maður þurfi að greina myndina áður en maður tekur viðtalið hvernig getur maður þá haldið að maður geti notað mynd sem verður tilbúin eftir tvö ár?? Fyrir utan það að stelpan er óþolandi. Uss uss uss.

Engin ummæli: