mánudagur, október 11, 2004

Skemmtileg helgi

Ég fór að djamma með Hildu og Bryndísi á laugardaginn. Það var fyndið :)

Á laugardaginn var ég þunn. Fór á Burger King. Starfsfólkið þar er mega lélegt og vitlaust. Við Gunnar ætluðum að fá okkur sinnhvorn borgarann og einn franskar og kók saman. Við enduðum á að fá okkur sinnhvorn borgarann, sithvort kókið og sínar hvorar franskar. Það kostaði það sama og að sleppa frönskum og kóki.
Eftir Burger King keyptum við kappa í eldhúsgluggan. Hann er með kusum á ;)
Við fórum líka að sjá litlu frænku hans Gunnars. Hún er ofsalega sæt og krúttleg.

Sunnudagurinn fór í gardínuuppsetningar og hótelpantanir :) Takk fyrir helgina Gunnar. Hún var frábær.

Engin ummæli: