miðvikudagur, apríl 21, 2004

Þá er maður bara farinn að skirfa aftur, 11 299 orð komin. Takk Harpa, fyrir skilaboðin um þessa með 17 000 orð. Vonanadi verður mín samt ekki svona löng. Er að klára að skrifa um hann Foucault vin minn. Arg. Hann er samt með svolítið spennandi pælingar um krufningar og líkamann. Ætla að reyna að ljúka honum af í kvöld. Síðan klára að fjalla um líkamann á morgun og senda þennan blessaða kafla til Arnars. Vonandi finnst honum þetta skemmtilegt. Vonandi vonandi vonandi.
Núna eru Hilda og Ólöf í Kaupmannahöfn. Var að heyra að þær væru búnar að kaupa allt úr H og M og búðin væri tóm!! Ég væri nú alveg til í að vera með þeim en ég væri örugglega ekkert skemmtilegur innkaupafélagi, núna er það helsta sem mig langar að kaupa eitthvað svona íbúðadót. En manns langar nú alltaf í smá föt. Það væri ekki verra!! EN ég fæ ilmvatn þegar þær koma heim, loksins fer ég að lykta vel aftur.

Engin ummæli: