mánudagur, desember 16, 2002

Núna er bara eitt próf eftir hjá mér!! Jibby!! Það er próf í Etnógrafíu! Það er frekar auðvelt, vona ég!!

Ég kann ekki að breyta nafninu á heimsíðunni minni :( Ég er alger gúfus

miðvikudagur, desember 11, 2002

mánudagur, desember 09, 2002

Nú er prófið í kenningum búið og þá er best að byrja að læra fyrir næsta próf! Líffræðilega mannfræði. Jibbý. Það er skemmtilegt fag sem mig langar að fá hátt í. Þetta er bara 50 % próf svo að árangur minn á fimmtudag kiptir ekki öllu máli. Ég veit hin vegar ekki hvaða einkun ég fékk í hinum hluta námskeiðissins. Sjáum til á morgun þegar ég fer upp í Odda að læra! Jibbý jibbý. Mig langar samt að vera búin í prófum núna, NÚNA, NÚNA; NÚNA. En það eru víst 10 dagar í það svo að ég verð að reyna að halda þetta út!

Jólin fara bráðum að koma og þá verður gaman. Alltaf vill mamma minnka jólatréð em við kaupum, hún vill helst bara fá lítið gervijólatré sem getur staðið upp á stól!! Ömó. Ég vil fá stórt tré sem er mikil og góð lykt af!

Ég er búin að kaupa nokkra jólapakka og búin að ákveða næstum alla hina og ég ætla að vera búin að kaupa þá alla áður en ég er búin í prófum. Ég er neflilega svo dugleg. Dugleg dugleg dugleg.

miðvikudagur, desember 04, 2002

Ég verð nú að viðurkenna að ég hef ekki verið svo dugleg að blogga upp á síðkastið. Hvað er það sem veldu, nú aðvitað skólinn. Skóli Póli. Í síðustu viku þurfti ég að gera fullt af ritgerðum, skilaði einni ritgerð i Líffræðilegri, einni í Etnógrafíu ásamt Kristínu og síðan var ein í keninigum í félagsvísindim um miðjan síðasta mánuð. Úff. Allt eru þetta ritgerir upp á 10 blaðsíður cirka!!
Jólaundirbúningurinn hófst um síðustu helgi, bakaði piparkökur sem auðvitað urðu smá misheppnaðar og síðan hengdum við Gunnar líka upp stjörnuseríu í herberginu hans.
Núna á að heita að maður sé að læra fyrir próf!! En þetta er ekki alveg að virka fyrir mig, ég er bara eitthvað svo þreytt í dag!
ZZZzzz

MMeeee

mánudagur, nóvember 11, 2002

Gimli

Gimli Gloin's son

Ef ég væri persóna í The Lord of the Rings,væri ég dvergurinn Gimli, tilbúinn í að láta orkahausana fljúga af, he he.

Sá sem leikur mig í myndinni heitir John Rhys-Davies.

Hver ætli þú sért?
Zovakware Lord of the Rings Test with Perseus Web Survey Software

sunnudagur, nóvember 10, 2002

Kannski ætla ég að fara og kaupa ný föt núna á eftir. Hver veit nema það gæti verið í Söru!! Vííí. En ég ætla nú að kíkja í aðrar búðir líka.
Ok, ég nenni nú ekkert að vera að tala um innkaup sem sennilegast verða ekki!! En... Hvað um thad.´
Non't say a word. Ég horfði á hana í gærkvöldi, fín mynd..

Vá hvað ég nenni ekki að blogga núna, bæ bæ.

miðvikudagur, nóvember 06, 2002

Magavöðvar!!! Hvar eruð þið???
Mig langar í magavöðva, ég veit að þeir eru þarna einhversstaðar en ég sé þá bara ekki. Mig langar líka í ný mál!! Jæja þá vita allir það mig langar til að vera öðruvísi, þ.e. í laginu!! Ég var að vonast til að það væri nóg að fara í leikfimi þrisvar í viku.. En það er greinilega ekki nóg. Ætli sex sinnum í viku sé nóg?? Kannski ekki ef maður borðar mikið af óhollum mat og sælgæti. Talandi um það: Það er megavika á Dominos núna og ég smakkaði einmitt ógeðslega góða pizzu í gærkvöldi, New York. Nammi nammi.

Hvað um það mig langaði bara svo rosalega mikið í pizzu í gær svo að ég skellti mér bara á eina eftir að ég var búin í Survivor! Borðaði heila pizzu EIN.. Nei nei, bara að djóka!

Ég fór í survivor í gærkvöldi og það var ágætt, ekki besti tími í heim en ágætur!! Síðan fór ég að lyfta með litla félaganum mínu, honum TGS. TGS er æfingafélagin minn, ég sting honum í tækinn og hann pínir mig áfram. Hann segir voðalega lítið en er skárri en ekki neitt, því aðenginn nennir að lyfta með mér.. :(

Ble í bili

þriðjudagur, nóvember 05, 2002

Kona sefur við hliðina á dauðum eiginmanni sínum.
Kona í Louisiana í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir geyma lík eiginmanns síns og sofa við hlið hans. Talið er að maðurinn hafi dáið fyrir um mánuði síðan. Lögreglan í Louisiana komst á snoðir um málið þegar hún fékk kvartanir út af hundi þeirra hjóna. Myra Foreman tók á móti lögreglumönnunum og bauð þeim kaffi. Því næst hóf hún að tala um líf sitt og eiginmann og benti mönnunum á hvar maður sinn sat. Þeim til skelfingar var
hann steindauður og farinn að lykta heldur illa. Myra dvelur nú á geðveikrahæli.

Dauðinn er óumflýjanlegjur, jafnvel þó honum sé afneitað í lengstu lög...

Voff!

Konungur Svasílands kvænist í tíunda sinn
Síðasti einvaldi konungur Suður-Afríku, Mswati konungur af Svasílandi, hefur valið 18 ára skólastúlku, sem tíundu eiginkonu sína.

Hinn 34 ára konungur valdi Ayanda Nolichwa Ntentesa sem eiginkonu eftir að hann sá hana dansa í hefðbundinni danssýningu í landinu síðastliðinn sunnudag. Þar var saman kominn fjöldi berbrjósta stúlkna, sem reyndu að vekja athygli konungsins. Ntentesa er sögð vera hrein mey en Mswati hefur bannað stúlkum undir 19 ára aldri að stunda kynlíf. Konungurinn var sagður vilja endurvekja fornar hreinlífisreglur til að draga úr útbreiðslu alnæmis í Svasílandi. Talið er að um 32,5% fullorðinna í landinu séu HIV-jákvæðir og um 7.000 deyja úr alnæmi á ári hverju. Um milljón manns býr í Svasílandi.

Mswati kvæntist 18 ára gömlu Nontsetselo Magongo við leynilega athöfn aðeins tæpri viku eftir að hann kvæntist unnustu sinni til langs tíma, Angel Dlamini.



Heimild: Mbl


fimmtudagur, október 31, 2002

Bla bla bla. Kannski er ég bara ekki eins mikið að eyða tíma mínum í að þrasa til alheimsins í gegnum tölvuna mína. Blogg er svo sem ágætt en það er ekki gaman að geta ekki á eðlilegar samræður við fólk án þess að það viti allt sem hefur verið að gerast í lífi manns... Maður hefur þá bara ekkert að segja.

Ég þarf ekki auglýsa það hvað mér finnst um kærastan minn. Ég held að hann viti það alveg...

Ble ble

sunnudagur, október 27, 2002

Salton Sea er ljót mynd, en samt cool. Ég fór að sjá hana í gær, Val Kilmer tekur sig vel út (að vanda). Samt er ég alls ekki viss um að svona fólk sé til í alvörunni!! Kom on... Allir dópistarnir vel til hafði, flott málaðir og í hreinum fötum..

Konfúsíus lyfir ennþá en ég er ekki viss um að hann haldi út mikið lengur :( Hann er svo krúttlegur.


Find your inner Smurf!

miðvikudagur, október 23, 2002

Konfúsíus missti eina löpp í fyrradag en þar sem þessi krybba er svo afskaplega sniðug þá borðaði hún bara löppina sína! Nammi namm.

Hver stal Hochheimer flöskunni hans Péturs?? Það er stóra spurningin í dag!!

Annars er ég með pínu harðsperrur í vöðvunum í dag þar sem ég fór í geðveiki survivor tíma í gær!! Það var erfitt en ég lifði það af og gat labbað út. Armbeygjurnar mína eru ekki alveg þar sem þær ættu að vera verð að vera dugleg að beyjga hendurnar. Urrr

Það eru mýs í Ölvusborgum, hmm ég ætti kannski að segja ölvuborgum, það er allaveganna mikið drukkið þar. Fullt af drukknu fólki kom í bústaðinn sem við vorum með á leigu. Þar var líka heitur pottur með fullt af látnum húðfrumum!! Jammí við ættum kannski að fara að drekka DNA???

Vísindaferð á föstudaginn, jibbí. Nema hvað að ferðin byrjar klukkan þrjú!! Vá það þýðir að maður verður að vera fallegur klukkan þrjú!! Og alveg fram á nótt! Oh men, hvar fær maður forever make up?? Hvað um það, þetta hlýtut að reddast! Er það ekki??

Annars er ég bara í góðum gír núna eins og venjulega, þriðji virkar best... he he he

Best að fara að KaZaA st

þriðjudagur, október 08, 2002

Rism of the day:
Þad er hörku fjör að vera til.

Ég er alveg viss um að þið séuð sammála mér. Er það ekki?? Jú jú. Til dæmis hjá mér þá er ég í Odda núna og er að fara að læra. Ég er að fara að lesa í Eskimo Essays. Það er ágætis bók sem fjallar um eskimóa. Síðan þegar ég er búin að lesa það þá er stefnan að fara að lesa erfðafræði.. Vííí. Þeir sem þekkja mig eitthvað ættu að vita að ég er nógu skrýtin til að finnast skemmtilegt að lesa í erfðafræði. En í alvöru, þá fær maður að vita fullt um hvernig maðurinn var til hvað maður erfir frá hverjum og svoleiðis.

Mee segi ég bara eins og erfðabreytta kindin Dollý.. Er það ekki??

sunnudagur, október 06, 2002

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki verið neitt allt of dugleg að láta skoðanir mínar í ljós undanfarið.
Ég er búin að vera soldið dugleg að læra.. Ég er tildæmis í Odda núna að lesa í bók. Ha en ég er í tölvunni?? Já maður þarf neflilega aðeins að chilla sig í bókalestri stundum, síðan var ég líka að leita að inúítaheimildum með Kristínu.
Nú er sunnudagur og ég er komin á kreik. Ég fór neflilega að drekka Tequila á föstudaginn. Við stelpurnar, Hilda, Kamilla, Ólöf, Bíbí og ég stefnum á að hafa árlegt Tequila drekkelsi.. Gaman gaman. Í þetta sinnið voru það 7 staup á mann.. Ú la la. Síðan var haldið á Astró eftir fjörugar samræður heima hjá Kamillu. Astró pastró, museri gelgjunnar: Britney kvöld á föstudag. Þarf að segja meir?? Nei nei þetta var ágætiskvöld kom heim klukkan hálffjögur þegar Villi hafði keyrt mig heim. Stuð stuð.
Verð að læra bæ bæ í bili.

Ps. Það er gaman í skólanum

laugardagur, september 21, 2002

Hæ hæ. Núner er ég pissfull á Grensás að drekka í boði líffrðinema. Mannfræðinemarnir voru e´kki nógu fuglegir að mæta í kvöld svo að við ákváðum bara að fjölmenna hjá Haxa. Lifi Haxi, jei.
Vá maður sumir eru fullari en a'rir
Jibby
Gunnar er kærstinn meinn og mér þykir mest vænt um hann í heimi.

Jona G

þriðjudagur, september 17, 2002

nice ass



You Have a Nice Ass!


Oooh, baby can you shake that booty?

With an ass so fine, it's your duty.

Give it a grab, give it a spank.

You're the envy of every skank.



What Ass Do *You* Have??

Meeee

þriðjudagur, september 03, 2002

Í gær kom ég heim frá Danmörku. Þessi ferð var skemmtileg. Ohhh. Nenni egininlega ekki að skrifa neitt sérstaklega mikið í augnablikinu... Er að fara heim..

fimmtudagur, ágúst 15, 2002

MMM. Ég var að borða American Style áðan! Voða voða gott. Mig neflilega langaði svo í eitthvað gott að borða svo að ég safnaði saman í lið og við hérna í vinnunni fórum og keyptum okkur að borða! Ég fékk mér kjúllaborgara sem var voðalega gómsætur.. Ég elska kjúkling þeir eru nú hreint bara æði pæði.

þriðjudagur, ágúst 13, 2002

fimmtudagur, ágúst 08, 2002

Útilegan mín er búin. Ég er komin heim. En hvernig læt ég það er langt langt síðan ég kom heim. Ein og hálf vika. Allaveganna: Það var rosalega gaman í útilegu. Rafting 2002 var nú bara alveg ágætt, soldið mikið blautt en það þornaði nú... Þegar maður var komin upp úr sundlauginn eftir á og búin að láta öll blautu fötin í poka! Síðan grilluðum við um kvöldið og sökum rigninga fengum við að grilla inni í hlöðu. Það var ofsa næs. Morguninn eftir var ennþá rigning og því neyddumst við til að taka saman tjaldið í þurru. Við Gunnar héldum samt áfram að vera í útilega. Keyrðum upp til Sauðakróks og fram með Tindastól upp að svokallaðri Grettislaug. Gunnar var voða duglegur og fór ofan í laugina :) ég var ekki eins dugleg :( Eftir baðferðina keyrðum við meðfram Skagafirðinum og inn á Hóla í Hjaltadal og gistum þar aðfaranótt mánudags. Síðan var mánudagurinn notaður í labberí og KEYRSLU. Keyrðum til Hofshós og keyptum eyrnapinna. Löbbuðum út á Þórðarhöfða. Síðan fórum við til Borðeyri og þaðan yfir Laxárdalsheiðina til Búðardals. Búðardalur er OFSA kósí og indæll staður og ég væri alveg til í að búa þar. Brattabrekka var æði pæði. Mjög kúl staður þrátt fyrir að vegurinn sé til skammar!!
Við Gunnar fengum okkur pizzu á leiðinni heim o fórum næstum því beint að sofa!
Góða nótt.
Góðan dag og gleðileg jól. Jæja jæja. Hvað er þá að frétta af ykkur krúttin mín?? Nú fer að styttast í að ég fari til Danmerkur. Vííí. Ég ætla samt að þykjas vera ekki frá Íslandi svo að ég þurfi ekki að tala Dönsku! Ég kann neflilega ekki neitt í dönsku.

miðvikudagur, júlí 24, 2002

16 bitar í 12 hylki. Ég er sem sagt að vinna núna. Sit fyrir framan tölvuna í úrskurði. Gaman gaman. Í augnablikinu er ég að vinna með Konstantin sem er að skeraút því að Ágústína er í mat. Á eftir ætla ég að nota aðstöðu mína hérna í vinnunni og fara og ljósrita fleiri lög í söngbókina mína. Ég er neflilega að safna saman lögum í söngbók sem verður notuð í rafting 2002. Jibbý jei. Við erum neflilega að fara að syngja í útilegunni sem ég er að fara í.

þriðjudagur, júlí 23, 2002

Jæja jæja elsku litlu krúsidúllurnar mínar. Nú fer að líða að því.. Útilega aldarinnar: Rafting 2002. Þetta á eftir að vera hörku útilega.. Feitt jamm allan tíman.
Sem sagt erum við nokkur að fara í útilega um næstu helgi (lagt af stað 26. júlí) og er ferðinni heitið í Skagafjörðinn. Við ætlum að fara í rafting með Ævintýraferðum og vonandi verður það skemmtó! Ég hefði nú ekki stungið upp á því að fara í rafting, finnst þetta vera svoldið dýr ferð niður ánna. Kannski verður þetta bara eins og að fara niður stóra rennibraut! Nei nei ég segi svona, þetta verður vonandi skemmtilegt :)
Síðan um kvöldið ætlum við að grilla og hafa það rosa skemmtilegt um kvöldið.
Jæja. Nóg í bili, vonast til að skrifa aftur fljótlega!
Jóna Prjóna

laugardagur, júlí 20, 2002

Halló halló og góðan daginn. Hvað er að gerast í mínum tölvumálum??
Ég er bara endalaust bisí bisí. Vinnan gefur nú ekki mikil tæifæri til að tjá alheiminum hvað er að gerast í mínu lífi. Núna er ég annars bara að tölvunördast heima hjá honum Gunnari mínu.. ATH það er laugardagskvöld!! Ég er alger lúði.. Neibb ég er lúða!
Reyni að skrifa aftur fljótlega..
Prjónan

þriðjudagur, júní 11, 2002

Gatan sem ekkert heitir.
Eins og kannski einhver af ykkur vitið þá þarf ekki mikið til að gleðja mig! Alltaf þegar ég fer labbandi í vinnuna á morgnana og eins þegar ég fer heim fer ég um götu sem ekki heitir neitt! Ég hef fullvissað mig um að þetta sé alvöru gata þar sem hún er merkt inn á kort og einig er biðskilda í henni!
Gatan sem um ræðir er á tengigata milli Háteigsvegar og Flókagötu.
Bless bless í bili

sunnudagur, maí 19, 2002

Skokkarinn.
Hafið þið séð skokkarann?? Hvaða skokkarar er ég að tala um?? Ég er að tala um gaurinn sem er oft að skokka fyrir utam hjá okkur! Hann er með sítt skegg og skokkar mjög furðulega. Heyrt hef ég af því að hann skokki stundum aftur á bak!! Whats upp með það?? Ég meina dettur hann aldrei?? He he. Ég hef heyrt að hann hafi verið í Háskólanum og hafi víst lært yfir sig! Aumingja maðurinn! Maður ætti þess vegna að vara sig á lærdómnum! Hann getir verið hættulegur!!
Lærið þess vegna með gát eða þið getið orðið geggjaðir skokkarar!!

föstudagur, maí 17, 2002

Vinna vinna vinna!
Ég er sem sagt byrjuð að vinna í sumarvinnunni minni. Og að vanda er svaka stuð! Því miður er ansi gott veður úti!! Hvernig getur það verið slæmt??? Ég bara spyr!! Jú það er neflilega þannig að ég er að vinna inni, svo að ég neyðist til að horfa á góða veðrið út um gluggann!! En nóg um það, heyrumst síðar.

föstudagur, maí 10, 2002

Jæja, kæru vinir. Nú stefnir óðum að próflokum og þá verða nú allir glaðir. Við í 8-villtum ætlum að fagna ærlega á morgun, laugardag, hörkuskemmtun. Snemma hefst gleðin, borðað heima hjá mér... Það verður sælkeramatur á boðstólum...Fordrykkur og rauðvín með matnum, mmm. Ég held að ég ætli að drekka A mano sem er ítalskt rauðvín sem á víst að vera eitthvað hrikalega gott :) Það er nú eins gott fyrir fólk að þetta vín verði gott! Annars verð ég brjáluð!! Heyrðu já, kvöldið!!
Við í stjórn Homo höfum fengið leigðan kjallaran á Gauknum og við lofum HÖRKU fjöri fyrir þá sem mæta. Fyrir þá sem vilja verður síðan ball með Írafár um kvöldið og við fáum að sjálfsögðu frítt inn á þennan gæðadansleik, jei..Einhver hvíslaði því að mér að það yrði stuð á Vegamótum svo að hver veit nema maður eigi bara eftir að hanga þar eins og alla aðra jammdaga!!
Sem sagt það verður dansað og jammað alla nóttina og það verður vægast sagt gaman, svo er bara að vona að það verði gott veður svo að okkur rigni ekki niður í svaðið!!
Sjáumst hress og kát á morgun!! Gaman saman hjá öllum sem eru að fara að jamma á morgun!!

miðvikudagur, maí 08, 2002

Vinirnir: ÓBM

Hún Ólöf Birna Margrétardóttir er vinkona mín og hún vildi endilega að ég skrifaði um sig á þessa síðu. Hmm. Ólöf mín hvað viltu að ég segi um þig?? Við Ólöf kynntumst alminnilega þegar við vorum á fyrsta ári í MH. Við fermdust líka saman en þá vorum við agalega litlar og sætar...:) Hún Ólöf er svölgella.is og á allan heiður skilið sem góð og hress ung stúlka. Ólöf á kærasta sem heitir Pétur og kemur frá Húsavík! Hún hefur neflilega gert svolítið af því að fara til Húsavíkur að heimsækja systur sína þar! Ég hef meira segja tvisvar farið til Húsavíkur til að heimsækja Ólöfu og það var bara mjög skemmtilget í bæði skiptin!
Ólöf byrjaði í Lífefnafræði um jólin og ætlar að halfa áfram að grúska í efnum þangað til hún verður geðveikur vísindamaður með úfið hár!! Nei ég segi nú bara svona! He he!! Gaman að henni Ólöfu alltaf.
Til hamingju Ólöf, þú ert komin á heimasíðuna mína!!
xxx

sunnudagur, maí 05, 2002

Próf
Núna stendur próflestur sem hæst hjá henni Jónu litlu!! Það þýðir að hún er í skólanum svona næstum allan sólahringin, nema þegar hún er að gera eitthvað annað skemmtilegt! Núna er sunnudagur og aðeins einn og hálfur dagur í næsta próf sem er Aðferðafærði 2. Aðfó, eins og ég kýs að kalla áfangan er ekki mjög skemmtilegt fag og ekki bætir kennarinn það nú! Hann Guðmundur er nú sennilegast alveg ágætiskall en mér finnst kennslan hans engan vegin höfða til mín! Já fyrir utan það að tímarnir eru (voru) tvisvar í viku og alltaf klukkan átta á morgnana, svo að þið getið ímyndað ykkur að stundum þurfti að herja stríð við svefninn og ég var sko ekki alltaf sigurvegarinn. Allavega.. Þá er próf hjá mér núna á þriðjudaginn og maður reynir nú víst að taka inn þekkingu á námsefninu! Kíkvaðrat og öryggisbil þýðismeðaltala rokka feitt.
Síðan er bara að byrja að læra fyrir inngang!! Jei, það er neflilega skemmtilegast fagið og ég ÆTLA að fá gott í því, annars gerist eitthvað slæmt fyrir einhvern!! Nei ég segi svona, ég ætla bara að reyna að gera mitt besta!
So far er ég búin að taka eitt próf í þessari prófatíð og það var í Maður og Umhverfi. Það gekk bara val, vona ég. Típískt Kristínar Loftsdóttur próf: Sanngjarnar spurningar og femínista spurning (Of cousre).
Annars er þetta búin að vera góð prófatíð, ekkert allt of gott veður, fór meira að segja út að dasna um síðustu hlegi og matartímarnir hafa verið indælir! Fullt af góðum mat.
Verði ykkur að góðu.

þriðjudagur, apríl 30, 2002

Strætóferðir
Eins og kannski einhver af ykkur vita þá er ég 21 árs nemi í Háskóla Íslands. Á hverjum morgni alla þessa önn og líka haustönnina hef ég þurft að taka strætó í skólann. Leið 5 getur nú verið nokkuð skemmtileg svona þegar vel stendur á.
Mig langaði til að segja ykkur frá fólkinu sem er í strætó! Þegar ég tek strætó klukkan tíu mínútur fyrir átta er hann yfirleitt troðfullur. Þá er fólk á leiðinni í vinnuna eða í skólann eins og ég! Eins og ég þá er annað fólk sem tekur þennan sama vagn á morgnana. Það er ein kona sem blokkerar alltaf tvö sæti sem fer út hjá Sjálfsbjargarhúsinu. Ég held að hún sé fílupúki.Það er margir krakkar sem eru örugglega á leiðinni í MR eða Kvennó, því þau fara öll út á Lækjragötu og labba þaðan í skólann. Ég man sérstaklega eftir tveimur stelpum sem eru vinkonur. Önnur er dökkhærð og hin notar vettlinga sem eru með götum á. Síðan er lítill strákur sem er alltaf að spila tölvuspil og hann fer út hjá Hjálpræðishernum. Þegar hann fer út úr strætó fara líka tvær aðrar stelpur út úr strætó sem eru talvert eldri en hann, önnur þeirra er með Afríku-fléttur og glerugu. Ég spái því að þau séu í sama skóla því að þau hanga saman þarna í strætóskílinu efitr að fimman hefur rúllað framhjá! Oh men, KÆRUSTUPARIÐ.. Vá maður það er par sem tekur stundum strætó sem er nú eitthvað skrítið maður! Þau eru næstum alltaf sofandi í strætó, já nema náttúrulega þegar þau eru að skiptast á munnvatni!! Oj bara. Svona lagað er manni ekki holt að sjá svona snemma á morgnana.
Svo er það gamla konan sem kemur inn í bussinn á undan mér og hún er alltaf í skítugum fötum. Hún gegnur um með klút á hausnum og kápan hennar er öll í blettum. Ég vorkenni henni samt því að hún lítur út fyrir að vinna í mötuneyti eða einhversstaðar þar sem henni líður ekki vel að vinna! En það eru náttúrulega bara getgátur.
Mannfræðinemar eru líka duglegir við að taka þenna strætó til að komast í skólann. Þegar ég var á leiðinni í inngangstíma á morgnanna hitti ég iðulega hana Doppu og við notuðum tímann til að ræða daginn og veginn, já eða kannski námsefnið... :) Kristín kom líka stundum inn á Suðurlandsbrautinni og síðan er það Chicken-Run stelpan með munkahárið sem kom inn á Hverfisgötunni! He he. Á þeim dögum sem Aðferðafræði var kom oft inn slatti af Aðfó krökkum sem voru á leið í Háskólabíó til að halda áfram að sofa... zzz
Þegar ég tek strætó klukkan 8,50 á morgnana kemur inn kona á Hlemmi sem byrjar strætóferðina sína á að bera framan í sig krem!! Vá maður, vaknar konan aldrei nógu snemma til að setja á sig kremið áður en hún fer heiman frá sér???
Jæja ég held að ég hafi sagt ykkur frá nógu í bili. Bæti við einhverju sniðugu um menningu fimmunnar seinna, en ef þið viljið fræðast um leiðatöflu strætó bendi ég á heimasíðuna þeirra: bus.is Njótið vel

fimmtudagur, apríl 25, 2002

Pick-up línur til að nota á stráka
(trust us, it doesn't take much to pick up the average guy)
I'll give you a nickel if I can tickle your pickle...
Either my eyes need checking or you're the best looking guy I've seen all week.
Is your dad a peanut maker? 'Cause you've got nice nuts!
If you're naughty go to your room. If you wanna be naughty go to my room!
Let's play pool. We can use your stick and balls and my hole!
Did you just grab my ass? No? Well you can if you want too!
You're ugly but you intrigue me.
I may not be Wilma, but I can sure make your bedrock.
Do you have a Band-Aid? I skinned my knee when I fell for you
Can I have a picture of you so I can show Santa what I want for Christmas?
Wanna play fireman? We can stop, drop and roll.
You've been a bad boy. Go to my room!
My hands are cold. Can I stick them down your pants to warm them?
I love baseball, so take me home baby!
Roses are red, violets are blue, I like spaghetti, so let's go screw!
Do these look real?
My bed is broken. Can I sleep in yours?
My name is . I'll be your play toy tonight!
Hi, I'm a taudry slut looking for a good time!

miðvikudagur, apríl 24, 2002

Jæja. Hvað er maður svo að gera núna í dag? Í dag er bara hið besta veður og það er kannski spurning um að skella sér í sund í eftirmiðdaginn! Hvernig væri það nú? Hver er með? Það er svo gaman að fara í sund í góðu veðri... Og vera á baðfötum að sýna sig hí hí.. Sjáumst

þriðjudagur, apríl 23, 2002

Heyriði núna er ég komin með svona heimsíðu. Skemmtilegt skemmtilegt. Reyni að bæta inn á hana svona við tækifæri. Alltaf gaman að eiga heimsíðu!!
Halló allir saman. Víí, alltaf í gleðinni og svona??
Skemmtilegt.
GaMaN SaMaN