miðvikudagur, desember 04, 2002

Ég verð nú að viðurkenna að ég hef ekki verið svo dugleg að blogga upp á síðkastið. Hvað er það sem veldu, nú aðvitað skólinn. Skóli Póli. Í síðustu viku þurfti ég að gera fullt af ritgerðum, skilaði einni ritgerð i Líffræðilegri, einni í Etnógrafíu ásamt Kristínu og síðan var ein í keninigum í félagsvísindim um miðjan síðasta mánuð. Úff. Allt eru þetta ritgerir upp á 10 blaðsíður cirka!!
Jólaundirbúningurinn hófst um síðustu helgi, bakaði piparkökur sem auðvitað urðu smá misheppnaðar og síðan hengdum við Gunnar líka upp stjörnuseríu í herberginu hans.
Núna á að heita að maður sé að læra fyrir próf!! En þetta er ekki alveg að virka fyrir mig, ég er bara eitthvað svo þreytt í dag!
ZZZzzz

MMeeee

Engin ummæli: