laugardagur, nóvember 22, 2014
Opið bréf frá mér til mín
laugardagur, maí 07, 2011
Þetta er alveg æðislegt
fimmtudagur, janúar 13, 2011
Bókagagnrýni I
Indjánin eftir Jón Gnarr
Já, hvað skal segja?? 200 blaðsíður af kjaftæði og sjálfsvorkun? Ég veit að bókin er skrifuð sem skálduð sjálfsævisaga en komm on... Bókin fjallar um Jón Gnarr frá fæðingu þangað til einhverntíman í grunnskóla. Lífið var erfitt, hann er örverpi, foreldrar hans sýndu honum lítinn skilning og allir voru vondir við hann. Þeir sem ekki voru vondir við hann urðu fyrir barðinu á honum sjálfum.
Orðið ég er klárlega ofnotað í bókinni, ÉG, ÉG, ÉG.
Ég veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að segja um þessa lesningu. Ég hálf vorkenni manninum. Ekki endilega vegna þess hversu illa honum leið sem barn heldur vegna þess hversu sjálfhverfur hann er.
Hauskúpa vegna þess að það var alger dauði að lesa hana. Gleraugu vegna þess að mér finnst ég hafa grætt svolítið á því að lesa hana, mér finnst ég vita aðeins meira um manninn sem nú gegnir borgarstjórastöðu í Reykjavík.
Takk fyrir
fimmtudagur, desember 16, 2010
Armbeygjur
Svo er alveg farið að styttast í þrjátíuára afmælisdaginn. Eins og ég hef áður sagt þá er stefnan að vera 30 kíló á afmælisdaginn og ég held bara að það eigi eftir að takast!!
Illa grillaður kjúklingur
sunnudagur, desember 12, 2010
Aðventan
Aumingja ég!
sunnudagur, desember 05, 2010
12 dagar!
föstudagur, desember 03, 2010
Heppna ég
Kristniboðskapurinn bara farin að berast með e-maili! Ég opnaði e-mailið samt ekki, vil helst ekki að jesús kristur sé að hlaða sínum boðskap í tölvuna mína!
fimmtudagur, desember 02, 2010
Endurskynsmerki
Þegar ég labbaði í leikskólan í morgun fannst mér ég vera örlítið öruggari vegna þess að Eygló Eva var með 2 auka endurskynsmerki á sér og ég var með eitt hangandi úr vasanum. Það er alveg ógeðslega dimmt úti þessa daganna og þess vegna alveg bráðnauðsynlegt að vera með endurskynsmerki á sér. Eins ættu allir bílstjórar að sýna sérstaka gætni þegar kemur að stöðum þar sem gangandi vegfarendur geta verið á ferð. Það er alveg óþarfi að gangandi vegfarendur deyji í umferðinni!
miðvikudagur, desember 01, 2010
Jólin
En ég er sem betur fer aðeins búin að undirbúa jólin. Ég er til dæmis búin að kaupa allar jólagjafirnar! Jei, húrra fyrir mér. Svo er ég líka búin að kaupa jólapappír og krullubönd til að pakka herlegheitunum inn. Og svo er það piparkökubakstur í kvöld. Gerði smá deig í gærkvöldi... Tæp 2 kíló af hveiti, takk fyrir pent. Það verður það síðasta í alvöru jólaundirbúningi sem ég mun gera áður en að prófunum líkur. Það verður líka ágætt að eiga piparkökur til að narta í þegar lesið verður um litanir, blóð og hin ýmsustu krabbamein. Slurp
Jólakveðjur
ps. Bjarni þú ert nú meiri njósnarinn!
laugardagur, nóvember 27, 2010
Kimba
föstudagur, maí 21, 2010
Gluggaplöntur
Hér koma svo nokkrar myndir frá fyrst gróðursetningunni.
Litlu pottarnir tveir tilbúnir
Fræin komin í mold í græna pottinum
Fræ komin í bæði blá og græna
Búið að setja mold yfir fræin
Fræin og mamma þeirra
miðvikudagur, apríl 07, 2010
laugardagur, september 01, 2007
miðvikudagur, ágúst 22, 2007
Ný tónlist :)
Ég var að fá fullt af nýrri tónlist frá Ásgeiri. Nýja platan með Smashing Pumpkins, Timbaland, nokkrar plötur með Nouvelle Vague og tvær plötur með Amy Winehouse. Hljómar allt mjög spennandi, þetta eru að vísu 7,3 klukkutímar af efni, næstum heill vinnudagur. Maður massar þetta á einu bressi ha??
Annars var þetta ágætis göngutúr þarna í morgun. Varð að vísu hundblaut en það er allt í lagi, það biðu mín bananasprengjur þegar ég kom heim :) Þegar ég var búin að taka hádegisblundinn þá var komin sól! Heppin ég ;)
Bið að heilsa í bili
Svona fyrir utan svefnleysi af völdum sorps þá er mér illt í bakinu og ég er þreytt í öllum liðum og vöðvum. Það mætti halda að ég hefði tekið illilega á því í ræktinni í gær. En ég gerði það ekki. Fór ekki einu sinni í göngutúr. Í gær sat ég uppi í sófa og horfði á eitthvað misspennandi sjónvarpsefni.
Í dag er planið fara út í stóran göngutúr. Ég ætla meira að segja bara að fara í göngutúr núna fyrir klukkan 9 þrátt fyrir að það sé geðveik rigning úti núna. Ég fer bara í regnjakka og regnbuxum. Svo ætla ég að nota húfu og vettlinga í fyrsta skipti í sumar. Jamm, ég hef ekkert notað vettlinga eða húfur í allt sumar, veðrið hefur einfaldega bara verið of gott til þess.
Það er einhver með hiksta og neitar að koma út ;)
sunnudagur, ágúst 19, 2007
Sunnudagur
Fór í barnaafmæli í dag og þar var nú fjör. Magnús Ingvar var 4. ára í gær. Til hamingju með það.
föstudagur, ágúst 17, 2007
Föstudagsmorgunn kl. 10:13
Svo heldur skemmtidagskráin bara áfram í dag. Mig langar svo að prjóna eina húfu. Gafst upp á að prjóna hjálm vegna þess að ég er prjónafötluð. Ef einhver getur sagt mér hvað á að gera þegar maður prjónar 3 snúnar sléttar saman, þá má viðkomandi gefa sig fram. Ég er hætt að vinna og get því ekki fengið prjónahjálp í vinnunni. Ég verð því að reyna við eitthvað léttara með góðum leiðbeiningum.
Held ég fari að skella mér í að fitja upp nokkrar lykkjur ;)
miðvikudagur, ágúst 15, 2007
Dagurinn í dag.
Núna er hafin dagskrá sem heitir Skemmtum Jónu. Á næstu dögum ætla ég ekki að gera neitt annað en að glápa á sjónvarpið, lesa bækur og hafa það notalegt. Svona eins og sumir myndu segja þá ætla ég að nýta síðasta tækifærið áður en barnið kemur í heiminn til að gera sitthvað skemmtilegt.
Ég læt vita þegar gríslingurinn er kominn í heiminn, ekki hafa áhyggjur. Lofa samt ekki að vera dugleg að skrifa inn á þessa síðu.
Túdlídú
þriðjudagur, maí 08, 2007
þriðjudagur, apríl 24, 2007
Mikið að gerast?
Gunnar minn er í prófum núna og eins leiðinlegt og manni sjálfum finnst að vera í prófum þá er ég farin að vera pínu óþreyjufull í biðinni eftir próflokum. Góður stuðningur við eiginmannina þar!! Mig vantar bara stundum smá athyggli ;) Veit að ég fæ alla þá athyggli sem ég þarf í sumar svo ég get bara farið að hlakka til :
Vá, þessi póstur er bara orðin X margar línur. Persónulegt met, ha?
mánudagur, apríl 23, 2007
The Landlord
Óður héri réðst á eldri hjón í Austurríki
Dýrið lét ekki þar við staðar numið heldur réðst einnig á tvo lögreglumenn sem voru sendir á staðinn til þess að hjálpa hjónunum. Að sögn lögreglu áttu þeir einskis annars úrkosti en að beita skammbyssum sínum á dýrið.
„Við vitum að naut, svín eða hundar geta orðið sérstaklega árásargjörn, en þetta er í fyrsta sinn sem þetta gerist með héra,“ sagði talsmaður lögreglu. Gamla konan var flutt á sjúkrahús með hérabit á fótunum, en dýralæknir rannsakar nú hvort hérinn hafi verið haldinn hundaæði eður ei. Robert Ferdiny, dýralæknir í Linz, segir að hundaæðiveiran hafi ekki greinst í Linz og nágrannahéruðum þess í yfir 15 ár.
Ferdiny segir að svo gæti verið að rekja megi undarlega hegðun hérans til þess að hann hafi verið á „kynþroskaskeiðinu sem hafi ágerst í miklum hlýindum,“ en afar hlýtt hefur verið í veðri í Austurríki að undanförnu miðað við árstímann.
Þessi frétt er fengin af mbl.is og hefur ágætis skemmtanagildi fyrir þreytta íslendinga á grámyglulegum mánudagsmorgni. Hefði samt ekki viljað lenda í þessu sjálf.
Önnur pæling á mánudagsmorgni: Af hverju þurfa eldri konur að nota vond ilmvötn. Ég er svöng og þess vegna er mér hálf óglatt og ég er bara að deyja úr vondri ilmvatnslykt!!
fimmtudagur, apríl 19, 2007
föstudagur, mars 30, 2007
fimmtudagur, mars 29, 2007
Plan helgarinnar
Sem sagt lítur þetta út fyrir að verða yndælis helgi :)
þriðjudagur, mars 13, 2007
mánudagur, febrúar 19, 2007
Í sundi
Fer fram og sé þar fullorðinn mann vera að klæða börnin sín í skó. Það var þá hann sem að stelpurnar voru æstar í að hitta.
laugardagur, janúar 27, 2007
Nasreddin Múlla brandarar
Ég er að lesa Flugdrekahlauparann núna og þá er einmitt talað um Nasreddin brandara sem Afganar kunna. Amir og Farid eru að tala saman og Farid segir brandara. Talibanar ráða ríkjum og þeir segja brandara. Mér fannst ég vera eitthvað ótrúlega nálægt þeim þegar ég las þetta. Ég sá fyrir mér niðurnýddar göturnar í Kabúl, ilmandi kebab og munaðarleysingjahæli sem var yfirfullt af börnum. Aðstæður þeirra eru svo fjarlægar minni veröld en um leið fannst mér ég skynja svo vel hvað við erum öll lík. Við segjum sömu brandarana og öll viljum við það sama. Æji þið vitið.
Ég er samt voða sorgmædd eftir að hafa lesið í bókinni. Hún er ekki alveg búin en ég á ekki mikið eftir. Ótrúlegt hvað bækur geta haft mikil áhrif á mann.
fimmtudagur, janúar 25, 2007
Bloggið
Var aðeins að kíkja á gamlar færslur og þá sá ég nokkuð sem ég hafði skrifað þegar ég var að skrifa BA ritgerðina mína. Hvert er atbeini líkamans í krufningu?
Vá hvað ég sakna þess að vera í skóla og skrifa ritgerðir og vera í pælingum. Sakna þess að steja fram hugmyndir, hugsa um þær, rökræða og lesa sig til um hlutinn. Held að ég verði að fara að drífa mig í skóla aftur.
föstudagur, janúar 19, 2007
Gaman gaman.
Hér er það sem við fóru að sjá. Hund.
föstudagur, janúar 12, 2007
Nýtt ár
Vííí