fimmtudagur, mars 29, 2007

Plan helgarinnar

Jobbý jei, það er barasta að koma helgi. Helgin byrjar klukkan 2 á morgun því að ég ætla að hætta fyrr í vinnunni svona í tilefni dagsins :) Kannski að maður skelli sér á eitthvað gott að borða annað kvöld og fari síðan heim og kíkji kannski á eina bíómynd eða svo. Síðan er ég að spá í að gerast prjónasnillingur um helgina. Klára hinn sokkinn sem ég á eftir að gera svo að ég eigi par. Kannski að maður geri svo eitt par til viðbótar af prjónuðum sokkum svona til að stúdera prjónalistina aðeins betur svo að maður geti kannski prjóna peysu. Kannski að maður kíki svo á Wilson Muga um helgina og eldi sér svo gott lambakjöt. Slurp.

Sem sagt lítur þetta út fyrir að verða yndælis helgi :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott plan ;o)

Sigrun sagði...

Þú átt eftir að mastera prjónadótið sæta.. varst mega-efnileg þegar ég sá til þín um daginn :Þ*