sunnudagur, ágúst 19, 2007

Sunnudagur

Húfan búin og ég verð að segja að þetta lítur út fyrir að vera ágætis húfa. Að sjálfsöðu tókst mér að klúðra smá með því að sauma auka kannt neðan á húfuna á aðeins vitlausan stað en það gerir ekki mikið til, gefur húfunni bara karakter. Núna er ég byrjuð á eldrauðum buxum. Var að spá í að búa til maríuhænumunstur en ég held að það sé ekki alveg my cup of tea þannig að núna er buxurnar bara með tveimur svörtum röndum í stað margra svartra doppa. Oh well.

Fór í barnaafmæli í dag og þar var nú fjör. Magnús Ingvar var 4. ára í gær. Til hamingju með það.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oh, ég væri sko til í að vera með þér í prjóni og sjónvarpsglápi. Það er einmannalegt að vera atvinnulaus heima hjá sér. Knús frá Kolding.