Hvað er ég svo búin að gera í dag? Ég er búin að horfa á helming af einum þriðja af LOTR. Sem sagt einn disk af 6 í trílógíunni Hringadróttinssögu. Þetta tók mig aðeins 2 klukkutíma! Maður þarf sko greinilega að taka þetta í skömmtum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem ég horfi á myndina, eða það er hluta myndarinnar. Í dag horfði ég á seinni hluta miðju myndarinnar í lengri útgáfu og ég var heila tvo klukkutíma að því, þetta tekur á, ég glápi bara og glápi og myndin heldur áfram og áfram. Mikið er samt gaman að horfa á myndirnar. Ég var rétt í þessu að enda við að horfa á bardagann í Helm's Deep. Magnað, alveg magnað. Veit samt ekki hvort að ég horfi á meiri LOTR í dag. Maður verður neflilega þreyttur á að sitja fyrir framan sjónvarpið án þess að líta af skjánum. Það er ekki einu sinni hægt að prjóna þegar maður er að horfa á LOTR, það er svo mikið að gerast.
Svo heldur skemmtidagskráin bara áfram í dag. Mig langar svo að prjóna eina húfu. Gafst upp á að prjóna hjálm vegna þess að ég er prjónafötluð. Ef einhver getur sagt mér hvað á að gera þegar maður prjónar 3 snúnar sléttar saman, þá má viðkomandi gefa sig fram. Ég er hætt að vinna og get því ekki fengið prjónahjálp í vinnunni. Ég verð því að reyna við eitthvað léttara með góðum leiðbeiningum.
Held ég fari að skella mér í að fitja upp nokkrar lykkjur ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli