miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Miðvikudagsmorgunn kl. 8. Gat ekki sofið lengur entil 7:15 vegna þess að ljótu ruslamennirnir komu til að ná í ruslið. Oh, hvað þetta fer í taugarnar á mér. Ég meina, að vera að vesenast í öskutunnunum fyrir klukkan 8 á morgnanna ætti auðvitað bara að vera bannað.
Svona fyrir utan svefnleysi af völdum sorps þá er mér illt í bakinu og ég er þreytt í öllum liðum og vöðvum. Það mætti halda að ég hefði tekið illilega á því í ræktinni í gær. En ég gerði það ekki. Fór ekki einu sinni í göngutúr. Í gær sat ég uppi í sófa og horfði á eitthvað misspennandi sjónvarpsefni.
Í dag er planið fara út í stóran göngutúr. Ég ætla meira að segja bara að fara í göngutúr núna fyrir klukkan 9 þrátt fyrir að það sé geðveik rigning úti núna. Ég fer bara í regnjakka og regnbuxum. Svo ætla ég að nota húfu og vettlinga í fyrsta skipti í sumar. Jamm, ég hef ekkert notað vettlinga eða húfur í allt sumar, veðrið hefur einfaldega bara verið of gott til þess.


Það er einhver með hiksta og neitar að koma út ;)

Engin ummæli: