mánudagur, febrúar 19, 2007

Í sundi

Stelpur, stelpur flýtið ykkur!! Ég er í mestu makindum að klæða mig í fötin mín þegar hópur stelpna 13-14 ára hleypur inn í sturturnar og fara þar í hraðböð. Þið vitið ekki hvað hann er lengi að klæða sig. Hann veit ekki af okkur, FLÝTIÐ YKKUR!!! Ein stelpan sem er greinilega mest æst í að flýta sér upp úr kallar ergileg á vinkonur sínar sem eru greinilega ekki nógu fljótar út úr sturtunum. Týpískt, ég er í ljótum fötum!!! Ok, ok. Rólegar á því að sæti strákurinn í bekknum sé á leiðinni upp úr sundi og þeim langi mikið til að tala við hann. Hann veit ekki að þær eru að koma og þær verða að ná honum áður en hann fer. Síðan heyri ég eitthvað um eiginhandaráritun og mér snýst hugur að þetta sé sæti strákurinn í bekknum, kannski er þetta Magni eða Jónsi eða einhver á líka mikill hjartaknúsari.

Fer fram og sé þar fullorðinn mann vera að klæða börnin sín í skó. Það var þá hann sem að stelpurnar voru æstar í að hitta.

2 ummæli:

Sigrun sagði...

Manst'eftir mínum viðbrögðum -> Í ALVÖRU?? hahaha,.. - en já samt spurning að maður hefði ekki reynt að halda kúlinu ;)

Nafnlaus sagði...

Fékkstu áritun á sundbolinn??