fimmtudagur, janúar 13, 2011

Bókagagnrýni I

Indjánin eftir Jón Gnarr

Já, hvað skal segja?? 200 blaðsíður af kjaftæði og sjálfsvorkun? Ég veit að bókin er skrifuð sem skálduð sjálfsævisaga en komm on... Bókin fjallar um Jón Gnarr frá fæðingu þangað til einhverntíman í grunnskóla. Lífið var erfitt, hann er örverpi, foreldrar hans sýndu honum lítinn skilning og allir voru vondir við hann. Þeir sem ekki voru vondir við hann urðu fyrir barðinu á honum sjálfum.

Orðið ég er klárlega ofnotað í bókinni, ÉG, ÉG, ÉG.

Ég veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að segja um þessa lesningu. Ég hálf vorkenni manninum. Ekki endilega vegna þess hversu illa honum leið sem barn heldur vegna þess hversu sjálfhverfur hann er.

Hauskúpa vegna þess að það var alger dauði að lesa hana. Gleraugu vegna þess að mér finnst ég hafa grætt svolítið á því að lesa hana, mér finnst ég vita aðeins meira um manninn sem nú gegnir borgarstjórastöðu í Reykjavík.


Takk fyrir

Engin ummæli: