Held að ég sé eitthvað búin að klúðra þessu blogg. Allir tenglarnir dottnir út og ég get ekki sett gamla templatið inn. Þetta þýðir bara að ég er klúðrari í þessu og ég þarf að fá eitthvað sniðugt forrit sem ég get notað mér til að breyta þessu drasli.
Var aðeins að kíkja á gamlar færslur og þá sá ég nokkuð sem ég hafði skrifað þegar ég var að skrifa BA ritgerðina mína. Hvert er atbeini líkamans í krufningu?
Vá hvað ég sakna þess að vera í skóla og skrifa ritgerðir og vera í pælingum. Sakna þess að steja fram hugmyndir, hugsa um þær, rökræða og lesa sig til um hlutinn. Held að ég verði að fara að drífa mig í skóla aftur.
fimmtudagur, janúar 25, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já þú segir það .. þú mátt með glöðu geði taka að þér söguáfangann sem ég er í - ég er bara að þessu fyrir þig hehe ;)
PS: Hve illa flottar vorum við þarna í dag fyrir utan staðinn.. isss.. þakka fyrir að við duttum ekki - nógu hallærislegar vorum við samt haha :D
Skrifa ummæli