laugardagur, maí 22, 2004
Held að ég sé bara nánast búin með ritgerðina. Á bara eftir að kíkja aðeins á lokaorðin og lesa svo yfir. Eftir það get ég sent litla barnið mitt í prentun og þá verður fæðingin búin. Svo er bara að bíða eftir hvaða einkun barnið fær. Sjáum til.
Ég er að hugsa um að fá mér góðan göngutúr núna :) Annars æli é gá tölvuna, ööö.
Ég er að hugsa um að fá mér góðan göngutúr núna :) Annars æli é gá tölvuna, ööö.
Sumarið er komið
Það er alveg greinilegt að sumarið er komið. Þegar sólin lætur sjá sig þá hamast hlunka randaflugurnar við að flúga um allt. Ég fann milljón litlar rauðar pöddur í gluggakistunni hjá mér í gær. Síðan sá ég litla könguló á herbergisgólfinu hjá mér áðan.
föstudagur, maí 21, 2004
Ritgerðin gengur svona sæmó pæmó. Ég er allaveganna í stuði núna. Held samt að ég sé búin að borða nokkrum brjóstskykrum of mikið í dag. Úff. Best að fá sér vatn.
Ég fór niður í Háskólafjölritun áðan að ná í forsíðu á ritgerðina mína. Ég þurfti að bíða í heilan klukkutíma!!! Bara eftir einni forsíðu!!! Ömuleg þjónusta!!! Ég ætla líka að fara annað að prenta ritgerðina mína. Vil sko ekki versla við þetta fyrirtæki. Ritgerðin mín er númer 2283. Jei, gaman gaman.
Ég fór niður í Háskólafjölritun áðan að ná í forsíðu á ritgerðina mína. Ég þurfti að bíða í heilan klukkutíma!!! Bara eftir einni forsíðu!!! Ömuleg þjónusta!!! Ég ætla líka að fara annað að prenta ritgerðina mína. Vil sko ekki versla við þetta fyrirtæki. Ritgerðin mín er númer 2283. Jei, gaman gaman.
fimmtudagur, maí 20, 2004
Grænir fingur
Ég er með grænan fingur. Ekki eftir að hafa verið með fingurnar í beðunum í dag, heldur vegna þess að ég er með mikið aloe vera gelá mér. Ég var neflilega að brenna mig og það svíður. Svo að núna er ég að reyna að pikka inn í ritgerðina mína með litla putta standandi út í loftið.
400 póstar
Þetta er í 400 asta skipti sem að ég skrifa á þessa bloggsíðu mína. Vá. En þetta er nú líka búið að vera í gangi í tvö ár. Vá. Ég hef sem sagt verið að setja skoðanir mínar og hugrenningar á netið í tvö ár!! Díses. Spurning um að fara að hætta þessu bráðum og segja þetta gott.
Eitt er allaveganna víst að mig langar að setja bless við ritgerðina mína. Mig langar að setja hana í prentun og inn á skrifstofu Félagsvísindadeildar. Það gerist á mánudaginn. J-E-S-S-S-S-S-S.
Eitt er allaveganna víst að mig langar að setja bless við ritgerðina mína. Mig langar að setja hana í prentun og inn á skrifstofu Félagsvísindadeildar. Það gerist á mánudaginn. J-E-S-S-S-S-S-S.
Langaði bara til að tilkynna öllum að ég á miða á Metalica tónleika þann 4. júlí. Ég hlakka GEÐVEIKT til að fara. Jess jess. Síðan er ég auðvitað að fara á KORN eftir 10 daga. Jess jess. Geðveikt stuð. Svo er ég að fara að flytja í mína eigin íbúð fljótlega. Jess jess. Geðveikt skemmtilegt sumar hjá mér. Geggjað :)
þriðjudagur, maí 18, 2004
Ritgerðin loksins komin
Jæja, þá er ég loksins búin að fá ritgerðina í hendurnar. Hún er ÖLL rauð. Oh men. Held samt að þetta reddist alveg, ég er í fríi á fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag. Þá er bara að skella sér í að breyta. Ætli ég verði ekki orðin létt geggjuð á mánudagsmorguninn. Hlakka samt voðalega mikið til að þetta verði búið. Þá er ekkert eftir nema að útskrifast. Geggjað.
mánudagur, maí 17, 2004
Meira romm krakkar
Dagurinn i gær byrjaði a þvi að eg þurfti að fara ut i Odda að prenta ut fyrirlesturinn minn. Siðan for eg aftur heim og við Gunnar forum heim til hans til að na i dotið mitt. Eg brunaði siðan i Bæjarbio til að halda fyrirlestur klukkan 12. Þegar eg kom þa voru voðalega fair mættir, folk greinilega eitthvað eftir sig eftir jurovision. Samkvæmt dagskranni atti eg að vera fyrst en dagskranni var breytt og eg varð siðust!! Það var allt i lagi samt. Rosa flottir fyrirlestrar hja öllum. Siðan þegar fyrirlestrarnir voru bunir þa var öllum boðið upp a romm, bjor og gos. Þegar eg for klukkan 7 þa voru nokkrir orðnir ALL vel fullir. Eg fekk að heyra ymiskonar sluður um hina og þessa kennara. Annsi fyndið... Fyndið að sja kennara samnemendur og biostjora fulla. He he. Minnir bara a visindaferðina i kvikmyndasafnið... he he
Eg er samt fegin að þessi fyrirlestur er buinn. Nuna a eg bara eftir að klara ritgerðina. Það er, eg a eftir að fa ritgerðin og klara hana.
Eg er samt fegin að þessi fyrirlestur er buinn. Nuna a eg bara eftir að klara ritgerðina. Það er, eg a eftir að fa ritgerðin og klara hana.
miðvikudagur, maí 12, 2004
Núna er ég að borða bónussnakk og drekka kók. Ég er líka að vinna að fyrirlestrinum mínum sem að ég á að halda á sunnudaginn. Hef nú ekki miklar áhyggjur af þessu en kannski verður mikið af fólki á svæðinu. Vona ekki. Hlakka bara til þegar þetta er búið. Þá verð ég vonandi búin að fá ritgerðina mína til baka og get þess vegna farið að leiðrétta vitleysuna.
Hvað á annars að gera á laugardaginn? Það sem ég er ekki mikill júróvísíónfan þá held ég að ég haldi mig bara heima og horfi á video eða eitthvað. Held nú að það verði fínt laugardagskvöld hjá mér :)
Hvað á annars að gera á laugardaginn? Það sem ég er ekki mikill júróvísíónfan þá held ég að ég haldi mig bara heima og horfi á video eða eitthvað. Held nú að það verði fínt laugardagskvöld hjá mér :)
þriðjudagur, maí 11, 2004
Vá vá vá
Allt að gerast maður. Blogger komið með nýtt útlit. Held að ég verði að fá mér nýtt útlit næstu daganna. Annars er voða lítið að gerast þessa daganna. Bara vinna og svona. Er að bíða eftir því að fá ritgerðina mína til baka. Síðan er náttúrulega fyrirlestur á sunnudaginn allir velkomnir :)
miðvikudagur, maí 05, 2004
BÚIN AÐ SKILA :)
Jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý, jibbý.
Ég er búin að skila BA ritgerðinni minni. Það er, uppkastinu. Jei. Loksins. Leið samt pínu illa þegar ég ýtti á "senda" takkann, en það hvarf eftir 5 sek. Það er gott að vera búin að skila. Litla barnið er flogið úr hreiðrinu. Úff, þegar ég verð foreldri þá kemur þessi tilfinning örugglega aftur, hef ég gert nógu vel? Vona samt að ég hafi gert vel með ritgerðina. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að börnin fari að heiman fyrr en eftir svona 30 ár. Upplifun á Dauðanum: Vestrænt samfélag skoðað frá mannfræðilegu sjónarhorni Held að þetta eigi eftir að verða ágætis ritgerð.
Ég er búin að skila BA ritgerðinni minni. Það er, uppkastinu. Jei. Loksins. Leið samt pínu illa þegar ég ýtti á "senda" takkann, en það hvarf eftir 5 sek. Það er gott að vera búin að skila. Litla barnið er flogið úr hreiðrinu. Úff, þegar ég verð foreldri þá kemur þessi tilfinning örugglega aftur, hef ég gert nógu vel? Vona samt að ég hafi gert vel með ritgerðina. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að börnin fari að heiman fyrr en eftir svona 30 ár. Upplifun á Dauðanum: Vestrænt samfélag skoðað frá mannfræðilegu sjónarhorni Held að þetta eigi eftir að verða ágætis ritgerð.
Held að t0lvum sé ekki vel við mig. Mér finnst það skrýtið vegna þess að mér líkar ágætlega við tölvur. Var að gera efnisyfirlitið fyrir ritgerðina áðan og allt fór í rugl, heimildaskráin varð eitthvað fönkí, allt í einu var allt centered, síðan minnkuðu sumir stafirnir. Men. Ég vil bara prenta út og skila því sem ég er með. Nenni ekki einhverju svona veseni. Það er eins gott að fólkið sem er á prentstofunni kunni eitthvað á þetta :)
Núna er ég heima hjá honum Gunnari sæta mínum. En hann er ekki heima, hann þarf að vera í vinnunni. Ég er búin að vera að læra í Öskju síðustu daga, var í tölvunum þar og það var sko alveg fínt. Ég er sem sagt ekki búin að skila ritgerðinni minni, sauðurinn ég. Gæti alveg verið búin að skila henni fyrir löngu síðan, en Gunnar sagði mér að það væri betra að skila henni alveg tilbúinni eins og ég vildi hafa hana , svo að kennarinn gæti gefið mér komment á sem flest. SVo að ég er bara að laga útlitið, búa til flott efnisyfirlit og svona. Voða stuð í gangi. Annars ætla ég sko að skila ritgerðinni minni inn í kvöld vegna þess að ég er að fara að vinna á morgun og þá get ég ekki verið að gera neitt í ritgerðinni.
þriðjudagur, maí 04, 2004
mánudagur, maí 03, 2004
Þá er það ákveðið
Ritgerðin mín heitir: Upplifun á Dauðanum: Vestrænt samfélag skoðað frá mannfræðilegu sjónarhorni. Þurfti að ákveða það núna og ég er ekki einu sinni búin með ritgerðina. Þetta er það sem ég geri venjulega síðast þegar ég skila ritgerðum, það síðasta áður en ég prenta út.
sunnudagur, maí 02, 2004
Bjór og ritgerð
Núna er ég að vinna í BA ritgerðinni minni og að drekka amerískan bjór. Snilli.is Bjór er svo góður fyrir heilann, blink, blink...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)