þriðjudagur, apríl 24, 2007

Mikið að gerast?

Er mikið að gerast hjá mér þessa dagana? Ég get nú ekki alveg sagt það. Vinna vinna, ekkert minna. Ég er að vísu farin að stunda jóga 2-3 í viku og það er bara ósköp notalegt. Er hætt í Baðhúsinu, ISF húsununm í bili. Þetta er bara komið gott í bili, þeir þurfa aðeins að fara að bæta hressleikann í stöðvunum sínum til að ég nenni að fara til þeirra í bráð.
Gunnar minn er í prófum núna og eins leiðinlegt og manni sjálfum finnst að vera í prófum þá er ég farin að vera pínu óþreyjufull í biðinni eftir próflokum. Góður stuðningur við eiginmannina þar!! Mig vantar bara stundum smá athyggli ;) Veit að ég fæ alla þá athyggli sem ég þarf í sumar svo ég get bara farið að hlakka til :


Vá, þessi póstur er bara orðin X margar línur. Persónulegt met, ha?

mánudagur, apríl 23, 2007

The Landlord

Mega fyndið myndband. Þar sem ég er ekki tölvunörd þá get ég ekki sett myndbandið beint inn en endilega ýtið hér til að skoða.

Óður héri réðst á eldri hjón í Austurríki

Lögreglumenn neyddust til þess að drepa óðan héra sem réðst á eldri hjón í norðurhluta Austurríkis. Að sögn lögreglu réðst fimm kílóa dýrið á 74 ára gamla konu er hún var að hengja upp þvott í garðinum sínum í Linz. Þegar eiginmaður hennar ætlaði að koma frúnni til bjargar réðst hérinn á hann.
Dýrið lét ekki þar við staðar numið heldur réðst einnig á tvo lögreglumenn sem voru sendir á staðinn til þess að hjálpa hjónunum. Að sögn lögreglu áttu þeir einskis annars úrkosti en að beita skammbyssum sínum á dýrið.
„Við vitum að naut, svín eða hundar geta orðið sérstaklega árásargjörn, en þetta er í fyrsta sinn sem þetta gerist með héra,“ sagði talsmaður lögreglu. Gamla konan var flutt á sjúkrahús með hérabit á fótunum, en dýralæknir rannsakar nú hvort hérinn hafi verið haldinn hundaæði eður ei. Robert Ferdiny, dýralæknir í Linz, segir að hundaæðiveiran hafi ekki greinst í Linz og nágrannahéruðum þess í yfir 15 ár.
Ferdiny segir að svo gæti verið að rekja megi undarlega hegðun hérans til þess að hann hafi verið á „kynþroskaskeiðinu sem hafi ágerst í miklum hlýindum,“ en afar hlýtt hefur verið í veðri í Austurríki að undanförnu miðað við árstímann.

Þessi frétt er fengin af mbl.is og hefur ágætis skemmtanagildi fyrir þreytta íslendinga á grámyglulegum mánudagsmorgni. Hefði samt ekki viljað lenda í þessu sjálf.

Önnur pæling á mánudagsmorgni: Af hverju þurfa eldri konur að nota vond ilmvötn. Ég er svöng og þess vegna er mér hálf óglatt og ég er bara að deyja úr vondri ilmvatnslykt!!

fimmtudagur, apríl 19, 2007

föstudagur, mars 30, 2007

Mikið er eitthvað leiðinlegt veður úti núna, bara rok og rigning. Úff. Vonandi batnar veðrið eitthvað þegar á líður daginn því það er svo gaman þegar er gott veður úti. Annars er barasta allt gott að frétta, jei, alltaf glens og gaman :)


Annars væri ég alveg til í að vera hérna núna:



fimmtudagur, mars 29, 2007

Plan helgarinnar

Jobbý jei, það er barasta að koma helgi. Helgin byrjar klukkan 2 á morgun því að ég ætla að hætta fyrr í vinnunni svona í tilefni dagsins :) Kannski að maður skelli sér á eitthvað gott að borða annað kvöld og fari síðan heim og kíkji kannski á eina bíómynd eða svo. Síðan er ég að spá í að gerast prjónasnillingur um helgina. Klára hinn sokkinn sem ég á eftir að gera svo að ég eigi par. Kannski að maður geri svo eitt par til viðbótar af prjónuðum sokkum svona til að stúdera prjónalistina aðeins betur svo að maður geti kannski prjóna peysu. Kannski að maður kíki svo á Wilson Muga um helgina og eldi sér svo gott lambakjöt. Slurp.

Sem sagt lítur þetta út fyrir að verða yndælis helgi :)

þriðjudagur, mars 13, 2007

RR

Sit fyrir framan sjónvarpið núna og er að horfa á Rachel Ray. Mér finnst hún nú bara alveg æðisleg og mikið langar mig að borða matinn hennar. Slurp. Hér er einmitt maturinn sem hún er að elda núna. Spurning hvort að maður skelli í svona í vikunni??

mánudagur, febrúar 19, 2007

Í sundi

Stelpur, stelpur flýtið ykkur!! Ég er í mestu makindum að klæða mig í fötin mín þegar hópur stelpna 13-14 ára hleypur inn í sturturnar og fara þar í hraðböð. Þið vitið ekki hvað hann er lengi að klæða sig. Hann veit ekki af okkur, FLÝTIÐ YKKUR!!! Ein stelpan sem er greinilega mest æst í að flýta sér upp úr kallar ergileg á vinkonur sínar sem eru greinilega ekki nógu fljótar út úr sturtunum. Týpískt, ég er í ljótum fötum!!! Ok, ok. Rólegar á því að sæti strákurinn í bekknum sé á leiðinni upp úr sundi og þeim langi mikið til að tala við hann. Hann veit ekki að þær eru að koma og þær verða að ná honum áður en hann fer. Síðan heyri ég eitthvað um eiginhandaráritun og mér snýst hugur að þetta sé sæti strákurinn í bekknum, kannski er þetta Magni eða Jónsi eða einhver á líka mikill hjartaknúsari.

Fer fram og sé þar fullorðinn mann vera að klæða börnin sín í skó. Það var þá hann sem að stelpurnar voru æstar í að hitta.

laugardagur, janúar 27, 2007

Nasreddin Múlla brandarar

Ég man eftir bröndurum um Nasreddin frá því að ég var lítil. Veit ekki alveg hvaðan en ég bíst við að pabbi minn hafi sagt mér þá. Þetta voru einskonar Hafnarfjarðarbrandarar. Eitt sinn setti Nasreddin þungan sekk á herðar sér og settist svo á bak asnans síns. Síðar var hann spurður af hverju hann læti ekki sekkinn á bak asnans og þá svaraði Nasreddin: Eins og ég sé ekki nógu þung byrgði fyrir asnan!! Ég man alveg greinilega eftir því að hafa heyrt þennan brandara oft þegar ég var lítil og mér fannst hann alveg svakalega fyndinn.

Ég er að lesa Flugdrekahlauparann núna og þá er einmitt talað um Nasreddin brandara sem Afganar kunna. Amir og Farid eru að tala saman og Farid segir brandara. Talibanar ráða ríkjum og þeir segja brandara. Mér fannst ég vera eitthvað ótrúlega nálægt þeim þegar ég las þetta. Ég sá fyrir mér niðurnýddar göturnar í Kabúl, ilmandi kebab og munaðarleysingjahæli sem var yfirfullt af börnum. Aðstæður þeirra eru svo fjarlægar minni veröld en um leið fannst mér ég skynja svo vel hvað við erum öll lík. Við segjum sömu brandarana og öll viljum við það sama. Æji þið vitið.

Ég er samt voða sorgmædd eftir að hafa lesið í bókinni. Hún er ekki alveg búin en ég á ekki mikið eftir. Ótrúlegt hvað bækur geta haft mikil áhrif á mann.

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Bloggið

Held að ég sé eitthvað búin að klúðra þessu blogg. Allir tenglarnir dottnir út og ég get ekki sett gamla templatið inn. Þetta þýðir bara að ég er klúðrari í þessu og ég þarf að fá eitthvað sniðugt forrit sem ég get notað mér til að breyta þessu drasli.

Var aðeins að kíkja á gamlar færslur og þá sá ég nokkuð sem ég hafði skrifað þegar ég var að skrifa BA ritgerðina mína. Hvert er atbeini líkamans í krufningu?

Vá hvað ég sakna þess að vera í skóla og skrifa ritgerðir og vera í pælingum. Sakna þess að steja fram hugmyndir, hugsa um þær, rökræða og lesa sig til um hlutinn. Held að ég verði að fara að drífa mig í skóla aftur.

föstudagur, janúar 19, 2007

Fór á Sinfoníutónleika í gær. Mjög gaman að skoða skóna sem spilararnir voru í! He he. Vorum á fremsta bekk, eða sko við héldum að við ættum að vera á 2. bekk (sem við vorum) nema hvað að það var enginn á 1. bekk svo að við vorum fremst.

Gaman gaman.

Hér er það sem við fóru að sjá. Hund.

föstudagur, janúar 12, 2007

Nýtt ár

Jæja fólk. Mig langar til að óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs. Vonandi hafið þið það sem allra best á nýju ári. Ég veit að ég ætla að hafa það rosalega gott á þessu ári.

Vííí

þriðjudagur, desember 26, 2006

Ég get ekki annað sagt en að það sé kominn smá spenningur í kroppinn. Vííí.

föstudagur, desember 22, 2006

Jólafríið byrjað

Jæja þá er maður bara kominn í 11 daga jólafrí, sjibbý kóla. Tók mér frí í vinnunni í dag og svo er ég líka í fríi á miðvikudag, finntudag og föstudag sem þýðir að ég hef nælt mér í 11 daga samfleytt jólafrí.
Fór ekki á fætur fyrr en um 9:30 sem mér finnst vera líxus miðað við að ég fer venjulega á fætur 6:30. Gott að sofa maður. Fékk mér sérstakt ká í morgunmat og fór svo að skrifa jólakort. Akkúrat núna eru lakkrískökurnar að bakast, eða þorna eins og stendur í Nönnu. Þetta var eiginlega svolítið fyndið þegar ég var að setja kökurnar á plötuna. Ég var búin að einbeita mér að því að sletta kökunum eins þétt og hægt var á plötuna svo að ég gæti komið öllum kökunum inn í ofnin í einu. Þegar ég er búin að troða á eina plötu og er að fara að byrja á næstu þá fatta ég að ég gleymdi að setja lakkrísinn í marengsinn. Úbbs. Jæja, ég skúbbaði leðjunni bara aftur yfir í skálina og hellti lakkrísnum útí. Gott að gera lakkrískökur en gleyma lakkrísnum. Ha ha ha.
Þegar þessar kökur verða tilbúnar þá verða ég búin að gera 4 tegundir af smákökum og ég held að það geti nú bara talist alveg ágætt.

Í dag er svo planið að fara aðeins í heimsókn til ömmu, fara í leikfimi (3. skipti í desember!!!), fara með einhverjar gjafir og kannski næ ég að plata Gunnar til að fara með mér í Ikea. Mu ha ha.

Annars var ég einmitt að rifja það upp hvað ég var að gera fyrir einu ári síðan. Við Gunnar voru í Vang Vieng í kommúnistríkinu Laos. Chill chill. Á þorláksmessu tókum við svo rútu til höfuðborgarinnar og þá hófst leit að vegabréfunum okkar, en á tímabili hélt ég að við værum búin að tapa þeim. Gott jólastress það. Núna er það bara jólastress yfir smákökubakstri og jólagjöfum en í fyrra var aðalstressið að finna vegabréfin. Ég vil nú eiginlega vera frekar stressuð yfir smákökum og jólagjöfum en að vera búin að tapa vegabréfi.

Allaveganna hlakka ég ágætilega mikið til jólanna í þetta skiptir. Þessi tími er líka einstaklega viðburðaríkur hjá okkur Gunnari, mikið að gerast. Jei!

fimmtudagur, desember 21, 2006

Dimmasti dagur ársins.

Er það dagurinn í dag eða dagurinn á morgun sem er dimmasti dagur ársins. Er ekki alveg viss en ég vona allaveganna að það sé í dag. Það er búið að vera alveg svakalega dimmt yfir og ég sá bara næstum enga dagsbirtu í dag. Á morgun fer svo að birta. Jei. Gaman gaman.

miðvikudagur, desember 13, 2006

Afrekaði það í dag að vera í fjóra kluktíma í hárgreiðslu, ég meina 4 KLUKKUTÍMA!!! Núna er ég komin með nýjan háralit og hugmynd að gejjaðri greiðslu. Rosa skemmtilegt allt saman. Er búin að fara tvisvar í leikfimi í desember. Úbbs. Lýtur ekki út fyrir að ég nái að fara 20 sinnum í mánuðinum. Verð bara að borða minna, það virkar vel líka.

Jæja, best að fara að sofa. Góða nótt.

mánudagur, desember 04, 2006

Takk fyrir mig kæru vinkonur.
Þið eruð langbestar í öllum heiminum.
Hundskemmtilegt.

föstudagur, desember 01, 2006

1.desember

Til hamingju Ísland, gleðilegan fullveldisdag.

Jæja þá er bara kominn desember og árið er að fara að verða búið. Núna er upp runnin sá tími þar sem ljólaljósin skína sem bjartast og skammdegið er sem mest.

Það sem mig langar að gera í desember er:

  • Baka 5 -6 sortir af smákökum+
  • Búa til jólagjafir
  • Senda út jólakort
  • Skreyta heimilið
  • Kaupa jólatré
  • Fara amk 20 sinnum í gymmið

Nú nú, bara stuttur listi. Sjáum samt hvað ég næ að komast yfir. Ég skila skýrslu í byrjun janúar :)

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Hversu svekkjandi er að fara fyrr úr vinnunni og labba í ógeðisveðri niður í Baðhús til þess eins að komast að því að kennarinn sem kennir Balance verður ekki með tíman í dag, heldur er sennilegast leiðinlegasti kennari Baðhússins með tímann? Það er alveg ótrúlega fúlt, sérstaklega vegna þess að mig hlakkaði virkilega til að fara í þennan tíma og balancera mig. Var rúmlega helminginn af tímanum en hætti þegar byrjað var á jafnvægisæfingum. Iss piss, ég nenni nú ekki að vera í einhverjum brjáluðum jafnvægisæfingum hjá brjáluðum kennara svo að ég fór bara aðeins að æfa vöðvana mína og teygja bara sjálf á.

Massi!!!