Þá er maður bara orðin mamma :) Við Gunnar eignuðumst stelpu á laugardaginn fyrir viku síðan og hún er nú bara mesta krútt sem ég veit um.
Hún er með heimasíðu. www.grislingur.blog.is en síðan er læst og þeir sem vilja vita lykilorðið geta sent á mig tölvupóst eða hringt.
Kveðja, Jóna mamma
laugardagur, september 01, 2007
miðvikudagur, ágúst 22, 2007
Ný tónlist :)
Sjibbý kóla.
Ég var að fá fullt af nýrri tónlist frá Ásgeiri. Nýja platan með Smashing Pumpkins, Timbaland, nokkrar plötur með Nouvelle Vague og tvær plötur með Amy Winehouse. Hljómar allt mjög spennandi, þetta eru að vísu 7,3 klukkutímar af efni, næstum heill vinnudagur. Maður massar þetta á einu bressi ha??
Annars var þetta ágætis göngutúr þarna í morgun. Varð að vísu hundblaut en það er allt í lagi, það biðu mín bananasprengjur þegar ég kom heim :) Þegar ég var búin að taka hádegisblundinn þá var komin sól! Heppin ég ;)
Bið að heilsa í bili
Ég var að fá fullt af nýrri tónlist frá Ásgeiri. Nýja platan með Smashing Pumpkins, Timbaland, nokkrar plötur með Nouvelle Vague og tvær plötur með Amy Winehouse. Hljómar allt mjög spennandi, þetta eru að vísu 7,3 klukkutímar af efni, næstum heill vinnudagur. Maður massar þetta á einu bressi ha??
Annars var þetta ágætis göngutúr þarna í morgun. Varð að vísu hundblaut en það er allt í lagi, það biðu mín bananasprengjur þegar ég kom heim :) Þegar ég var búin að taka hádegisblundinn þá var komin sól! Heppin ég ;)
Bið að heilsa í bili
Miðvikudagsmorgunn kl. 8. Gat ekki sofið lengur entil 7:15 vegna þess að ljótu ruslamennirnir komu til að ná í ruslið. Oh, hvað þetta fer í taugarnar á mér. Ég meina, að vera að vesenast í öskutunnunum fyrir klukkan 8 á morgnanna ætti auðvitað bara að vera bannað.
Svona fyrir utan svefnleysi af völdum sorps þá er mér illt í bakinu og ég er þreytt í öllum liðum og vöðvum. Það mætti halda að ég hefði tekið illilega á því í ræktinni í gær. En ég gerði það ekki. Fór ekki einu sinni í göngutúr. Í gær sat ég uppi í sófa og horfði á eitthvað misspennandi sjónvarpsefni.
Í dag er planið fara út í stóran göngutúr. Ég ætla meira að segja bara að fara í göngutúr núna fyrir klukkan 9 þrátt fyrir að það sé geðveik rigning úti núna. Ég fer bara í regnjakka og regnbuxum. Svo ætla ég að nota húfu og vettlinga í fyrsta skipti í sumar. Jamm, ég hef ekkert notað vettlinga eða húfur í allt sumar, veðrið hefur einfaldega bara verið of gott til þess.
Það er einhver með hiksta og neitar að koma út ;)
Svona fyrir utan svefnleysi af völdum sorps þá er mér illt í bakinu og ég er þreytt í öllum liðum og vöðvum. Það mætti halda að ég hefði tekið illilega á því í ræktinni í gær. En ég gerði það ekki. Fór ekki einu sinni í göngutúr. Í gær sat ég uppi í sófa og horfði á eitthvað misspennandi sjónvarpsefni.
Í dag er planið fara út í stóran göngutúr. Ég ætla meira að segja bara að fara í göngutúr núna fyrir klukkan 9 þrátt fyrir að það sé geðveik rigning úti núna. Ég fer bara í regnjakka og regnbuxum. Svo ætla ég að nota húfu og vettlinga í fyrsta skipti í sumar. Jamm, ég hef ekkert notað vettlinga eða húfur í allt sumar, veðrið hefur einfaldega bara verið of gott til þess.
Það er einhver með hiksta og neitar að koma út ;)
sunnudagur, ágúst 19, 2007
Sunnudagur
Húfan búin og ég verð að segja að þetta lítur út fyrir að vera ágætis húfa. Að sjálfsöðu tókst mér að klúðra smá með því að sauma auka kannt neðan á húfuna á aðeins vitlausan stað en það gerir ekki mikið til, gefur húfunni bara karakter. Núna er ég byrjuð á eldrauðum buxum. Var að spá í að búa til maríuhænumunstur en ég held að það sé ekki alveg my cup of tea þannig að núna er buxurnar bara með tveimur svörtum röndum í stað margra svartra doppa. Oh well.
Fór í barnaafmæli í dag og þar var nú fjör. Magnús Ingvar var 4. ára í gær. Til hamingju með það.
Fór í barnaafmæli í dag og þar var nú fjör. Magnús Ingvar var 4. ára í gær. Til hamingju með það.
föstudagur, ágúst 17, 2007
Föstudagsmorgunn kl. 10:13
Hvað er ég svo búin að gera í dag? Ég er búin að horfa á helming af einum þriðja af LOTR. Sem sagt einn disk af 6 í trílógíunni Hringadróttinssögu. Þetta tók mig aðeins 2 klukkutíma! Maður þarf sko greinilega að taka þetta í skömmtum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem ég horfi á myndina, eða það er hluta myndarinnar. Í dag horfði ég á seinni hluta miðju myndarinnar í lengri útgáfu og ég var heila tvo klukkutíma að því, þetta tekur á, ég glápi bara og glápi og myndin heldur áfram og áfram. Mikið er samt gaman að horfa á myndirnar. Ég var rétt í þessu að enda við að horfa á bardagann í Helm's Deep. Magnað, alveg magnað. Veit samt ekki hvort að ég horfi á meiri LOTR í dag. Maður verður neflilega þreyttur á að sitja fyrir framan sjónvarpið án þess að líta af skjánum. Það er ekki einu sinni hægt að prjóna þegar maður er að horfa á LOTR, það er svo mikið að gerast.
Svo heldur skemmtidagskráin bara áfram í dag. Mig langar svo að prjóna eina húfu. Gafst upp á að prjóna hjálm vegna þess að ég er prjónafötluð. Ef einhver getur sagt mér hvað á að gera þegar maður prjónar 3 snúnar sléttar saman, þá má viðkomandi gefa sig fram. Ég er hætt að vinna og get því ekki fengið prjónahjálp í vinnunni. Ég verð því að reyna við eitthvað léttara með góðum leiðbeiningum.
Held ég fari að skella mér í að fitja upp nokkrar lykkjur ;)
Svo heldur skemmtidagskráin bara áfram í dag. Mig langar svo að prjóna eina húfu. Gafst upp á að prjóna hjálm vegna þess að ég er prjónafötluð. Ef einhver getur sagt mér hvað á að gera þegar maður prjónar 3 snúnar sléttar saman, þá má viðkomandi gefa sig fram. Ég er hætt að vinna og get því ekki fengið prjónahjálp í vinnunni. Ég verð því að reyna við eitthvað léttara með góðum leiðbeiningum.
Held ég fari að skella mér í að fitja upp nokkrar lykkjur ;)
miðvikudagur, ágúst 15, 2007
Dagurinn í dag.
Þá er hann loksins runninn upp, 15. ágúst. Hvað er eiginlega merkilegt við daginn í dag? Jú, í dag er von á grísling í heiminn. Ekki bara einhver gríslingur heldur minn gríslingur. Litla bebeið er nú samt ekkert á leiðinni í heiminn akkúrat í þessum töluðu orðum, ég er eiginlega komin á þá skoðun að ég megi bíða í fullar 2 vikur eftir að fá barnið í hendurnar. En það er svo sem allt í lagi því að ég er ekkert farin að bíða og ég er ekkert farin að vera mjög þreytt.
Núna er hafin dagskrá sem heitir Skemmtum Jónu. Á næstu dögum ætla ég ekki að gera neitt annað en að glápa á sjónvarpið, lesa bækur og hafa það notalegt. Svona eins og sumir myndu segja þá ætla ég að nýta síðasta tækifærið áður en barnið kemur í heiminn til að gera sitthvað skemmtilegt.
Ég læt vita þegar gríslingurinn er kominn í heiminn, ekki hafa áhyggjur. Lofa samt ekki að vera dugleg að skrifa inn á þessa síðu.
Túdlídú
Núna er hafin dagskrá sem heitir Skemmtum Jónu. Á næstu dögum ætla ég ekki að gera neitt annað en að glápa á sjónvarpið, lesa bækur og hafa það notalegt. Svona eins og sumir myndu segja þá ætla ég að nýta síðasta tækifærið áður en barnið kemur í heiminn til að gera sitthvað skemmtilegt.
Ég læt vita þegar gríslingurinn er kominn í heiminn, ekki hafa áhyggjur. Lofa samt ekki að vera dugleg að skrifa inn á þessa síðu.
Túdlídú
þriðjudagur, maí 08, 2007
þriðjudagur, apríl 24, 2007
Mikið að gerast?
Er mikið að gerast hjá mér þessa dagana? Ég get nú ekki alveg sagt það. Vinna vinna, ekkert minna. Ég er að vísu farin að stunda jóga 2-3 í viku og það er bara ósköp notalegt. Er hætt í Baðhúsinu, ISF húsununm í bili. Þetta er bara komið gott í bili, þeir þurfa aðeins að fara að bæta hressleikann í stöðvunum sínum til að ég nenni að fara til þeirra í bráð.
Gunnar minn er í prófum núna og eins leiðinlegt og manni sjálfum finnst að vera í prófum þá er ég farin að vera pínu óþreyjufull í biðinni eftir próflokum. Góður stuðningur við eiginmannina þar!! Mig vantar bara stundum smá athyggli ;) Veit að ég fæ alla þá athyggli sem ég þarf í sumar svo ég get bara farið að hlakka til :
Vá, þessi póstur er bara orðin X margar línur. Persónulegt met, ha?
Gunnar minn er í prófum núna og eins leiðinlegt og manni sjálfum finnst að vera í prófum þá er ég farin að vera pínu óþreyjufull í biðinni eftir próflokum. Góður stuðningur við eiginmannina þar!! Mig vantar bara stundum smá athyggli ;) Veit að ég fæ alla þá athyggli sem ég þarf í sumar svo ég get bara farið að hlakka til :
Vá, þessi póstur er bara orðin X margar línur. Persónulegt met, ha?
mánudagur, apríl 23, 2007
The Landlord
Mega fyndið myndband. Þar sem ég er ekki tölvunörd þá get ég ekki sett myndbandið beint inn en endilega ýtið hér til að skoða.
Óður héri réðst á eldri hjón í Austurríki
Lögreglumenn neyddust til þess að drepa óðan héra sem réðst á eldri hjón í norðurhluta Austurríkis. Að sögn lögreglu réðst fimm kílóa dýrið á 74 ára gamla konu er hún var að hengja upp þvott í garðinum sínum í Linz. Þegar eiginmaður hennar ætlaði að koma frúnni til bjargar réðst hérinn á hann.
Dýrið lét ekki þar við staðar numið heldur réðst einnig á tvo lögreglumenn sem voru sendir á staðinn til þess að hjálpa hjónunum. Að sögn lögreglu áttu þeir einskis annars úrkosti en að beita skammbyssum sínum á dýrið.
„Við vitum að naut, svín eða hundar geta orðið sérstaklega árásargjörn, en þetta er í fyrsta sinn sem þetta gerist með héra,“ sagði talsmaður lögreglu. Gamla konan var flutt á sjúkrahús með hérabit á fótunum, en dýralæknir rannsakar nú hvort hérinn hafi verið haldinn hundaæði eður ei. Robert Ferdiny, dýralæknir í Linz, segir að hundaæðiveiran hafi ekki greinst í Linz og nágrannahéruðum þess í yfir 15 ár.
Ferdiny segir að svo gæti verið að rekja megi undarlega hegðun hérans til þess að hann hafi verið á „kynþroskaskeiðinu sem hafi ágerst í miklum hlýindum,“ en afar hlýtt hefur verið í veðri í Austurríki að undanförnu miðað við árstímann.
Þessi frétt er fengin af mbl.is og hefur ágætis skemmtanagildi fyrir þreytta íslendinga á grámyglulegum mánudagsmorgni. Hefði samt ekki viljað lenda í þessu sjálf.
Önnur pæling á mánudagsmorgni: Af hverju þurfa eldri konur að nota vond ilmvötn. Ég er svöng og þess vegna er mér hálf óglatt og ég er bara að deyja úr vondri ilmvatnslykt!!
Dýrið lét ekki þar við staðar numið heldur réðst einnig á tvo lögreglumenn sem voru sendir á staðinn til þess að hjálpa hjónunum. Að sögn lögreglu áttu þeir einskis annars úrkosti en að beita skammbyssum sínum á dýrið.
„Við vitum að naut, svín eða hundar geta orðið sérstaklega árásargjörn, en þetta er í fyrsta sinn sem þetta gerist með héra,“ sagði talsmaður lögreglu. Gamla konan var flutt á sjúkrahús með hérabit á fótunum, en dýralæknir rannsakar nú hvort hérinn hafi verið haldinn hundaæði eður ei. Robert Ferdiny, dýralæknir í Linz, segir að hundaæðiveiran hafi ekki greinst í Linz og nágrannahéruðum þess í yfir 15 ár.
Ferdiny segir að svo gæti verið að rekja megi undarlega hegðun hérans til þess að hann hafi verið á „kynþroskaskeiðinu sem hafi ágerst í miklum hlýindum,“ en afar hlýtt hefur verið í veðri í Austurríki að undanförnu miðað við árstímann.
Þessi frétt er fengin af mbl.is og hefur ágætis skemmtanagildi fyrir þreytta íslendinga á grámyglulegum mánudagsmorgni. Hefði samt ekki viljað lenda í þessu sjálf.
Önnur pæling á mánudagsmorgni: Af hverju þurfa eldri konur að nota vond ilmvötn. Ég er svöng og þess vegna er mér hálf óglatt og ég er bara að deyja úr vondri ilmvatnslykt!!
fimmtudagur, apríl 19, 2007
föstudagur, mars 30, 2007
fimmtudagur, mars 29, 2007
Plan helgarinnar
Jobbý jei, það er barasta að koma helgi. Helgin byrjar klukkan 2 á morgun því að ég ætla að hætta fyrr í vinnunni svona í tilefni dagsins :) Kannski að maður skelli sér á eitthvað gott að borða annað kvöld og fari síðan heim og kíkji kannski á eina bíómynd eða svo. Síðan er ég að spá í að gerast prjónasnillingur um helgina. Klára hinn sokkinn sem ég á eftir að gera svo að ég eigi par. Kannski að maður geri svo eitt par til viðbótar af prjónuðum sokkum svona til að stúdera prjónalistina aðeins betur svo að maður geti kannski prjóna peysu. Kannski að maður kíki svo á Wilson Muga um helgina og eldi sér svo gott lambakjöt. Slurp.
Sem sagt lítur þetta út fyrir að verða yndælis helgi :)
Sem sagt lítur þetta út fyrir að verða yndælis helgi :)
þriðjudagur, mars 13, 2007
mánudagur, febrúar 19, 2007
Í sundi
Stelpur, stelpur flýtið ykkur!! Ég er í mestu makindum að klæða mig í fötin mín þegar hópur stelpna 13-14 ára hleypur inn í sturturnar og fara þar í hraðböð. Þið vitið ekki hvað hann er lengi að klæða sig. Hann veit ekki af okkur, FLÝTIÐ YKKUR!!! Ein stelpan sem er greinilega mest æst í að flýta sér upp úr kallar ergileg á vinkonur sínar sem eru greinilega ekki nógu fljótar út úr sturtunum. Týpískt, ég er í ljótum fötum!!! Ok, ok. Rólegar á því að sæti strákurinn í bekknum sé á leiðinni upp úr sundi og þeim langi mikið til að tala við hann. Hann veit ekki að þær eru að koma og þær verða að ná honum áður en hann fer. Síðan heyri ég eitthvað um eiginhandaráritun og mér snýst hugur að þetta sé sæti strákurinn í bekknum, kannski er þetta Magni eða Jónsi eða einhver á líka mikill hjartaknúsari.
Fer fram og sé þar fullorðinn mann vera að klæða börnin sín í skó. Það var þá hann sem að stelpurnar voru æstar í að hitta.
Fer fram og sé þar fullorðinn mann vera að klæða börnin sín í skó. Það var þá hann sem að stelpurnar voru æstar í að hitta.
laugardagur, janúar 27, 2007
Nasreddin Múlla brandarar
Ég man eftir bröndurum um Nasreddin frá því að ég var lítil. Veit ekki alveg hvaðan en ég bíst við að pabbi minn hafi sagt mér þá. Þetta voru einskonar Hafnarfjarðarbrandarar. Eitt sinn setti Nasreddin þungan sekk á herðar sér og settist svo á bak asnans síns. Síðar var hann spurður af hverju hann læti ekki sekkinn á bak asnans og þá svaraði Nasreddin: Eins og ég sé ekki nógu þung byrgði fyrir asnan!! Ég man alveg greinilega eftir því að hafa heyrt þennan brandara oft þegar ég var lítil og mér fannst hann alveg svakalega fyndinn.
Ég er að lesa Flugdrekahlauparann núna og þá er einmitt talað um Nasreddin brandara sem Afganar kunna. Amir og Farid eru að tala saman og Farid segir brandara. Talibanar ráða ríkjum og þeir segja brandara. Mér fannst ég vera eitthvað ótrúlega nálægt þeim þegar ég las þetta. Ég sá fyrir mér niðurnýddar göturnar í Kabúl, ilmandi kebab og munaðarleysingjahæli sem var yfirfullt af börnum. Aðstæður þeirra eru svo fjarlægar minni veröld en um leið fannst mér ég skynja svo vel hvað við erum öll lík. Við segjum sömu brandarana og öll viljum við það sama. Æji þið vitið.
Ég er samt voða sorgmædd eftir að hafa lesið í bókinni. Hún er ekki alveg búin en ég á ekki mikið eftir. Ótrúlegt hvað bækur geta haft mikil áhrif á mann.
Ég er að lesa Flugdrekahlauparann núna og þá er einmitt talað um Nasreddin brandara sem Afganar kunna. Amir og Farid eru að tala saman og Farid segir brandara. Talibanar ráða ríkjum og þeir segja brandara. Mér fannst ég vera eitthvað ótrúlega nálægt þeim þegar ég las þetta. Ég sá fyrir mér niðurnýddar göturnar í Kabúl, ilmandi kebab og munaðarleysingjahæli sem var yfirfullt af börnum. Aðstæður þeirra eru svo fjarlægar minni veröld en um leið fannst mér ég skynja svo vel hvað við erum öll lík. Við segjum sömu brandarana og öll viljum við það sama. Æji þið vitið.
Ég er samt voða sorgmædd eftir að hafa lesið í bókinni. Hún er ekki alveg búin en ég á ekki mikið eftir. Ótrúlegt hvað bækur geta haft mikil áhrif á mann.
fimmtudagur, janúar 25, 2007
Bloggið
Held að ég sé eitthvað búin að klúðra þessu blogg. Allir tenglarnir dottnir út og ég get ekki sett gamla templatið inn. Þetta þýðir bara að ég er klúðrari í þessu og ég þarf að fá eitthvað sniðugt forrit sem ég get notað mér til að breyta þessu drasli.
Var aðeins að kíkja á gamlar færslur og þá sá ég nokkuð sem ég hafði skrifað þegar ég var að skrifa BA ritgerðina mína. Hvert er atbeini líkamans í krufningu?
Vá hvað ég sakna þess að vera í skóla og skrifa ritgerðir og vera í pælingum. Sakna þess að steja fram hugmyndir, hugsa um þær, rökræða og lesa sig til um hlutinn. Held að ég verði að fara að drífa mig í skóla aftur.
Var aðeins að kíkja á gamlar færslur og þá sá ég nokkuð sem ég hafði skrifað þegar ég var að skrifa BA ritgerðina mína. Hvert er atbeini líkamans í krufningu?
Vá hvað ég sakna þess að vera í skóla og skrifa ritgerðir og vera í pælingum. Sakna þess að steja fram hugmyndir, hugsa um þær, rökræða og lesa sig til um hlutinn. Held að ég verði að fara að drífa mig í skóla aftur.
föstudagur, janúar 19, 2007
Fór á Sinfoníutónleika í gær. Mjög gaman að skoða skóna sem spilararnir voru í! He he. Vorum á fremsta bekk, eða sko við héldum að við ættum að vera á 2. bekk (sem við vorum) nema hvað að það var enginn á 1. bekk svo að við vorum fremst.
Gaman gaman.
Hér er það sem við fóru að sjá. Hund.
Gaman gaman.
Hér er það sem við fóru að sjá. Hund.
föstudagur, janúar 12, 2007
Nýtt ár
Jæja fólk. Mig langar til að óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs. Vonandi hafið þið það sem allra best á nýju ári. Ég veit að ég ætla að hafa það rosalega gott á þessu ári.
Vííí
Vííí
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)