þriðjudagur, september 30, 2003

Þegar ég var í Sprthúsinu í gær þá var kona að tala í síman við strákinn sinn. Strákurinn var heima hjá sér og langaði til að búa sér til kakó og hringdi þess vegna í mömmu sína til að spyrja hana hvernig ætti að búa til heitt kakó. Mamman var nú soldið pirruð á þessu, því að strákurinn vildi fá að vita hvernig hans uppskrift að kakóinu var (mamman: Hvernig á ég að vita hvernig þín uppskrift er?).
Það fyndnasta við þetta var að pabbi stráksins var heima og af einhverjum ástæðum fannst stráknum betra að hringja í mömmu sína heldur en að spyrja pabba sinn!! Sýnir bara hversu ósjálfstæðir sumir karlmenn eru!!
Til hamingju með að skila ritgerðinni í dag Hilda. Vei. Partý partý (Kannski smá sof líka :))
Það er OBBOSLEGA kalt úti.

mánudagur, september 29, 2003

Troðoð.is í Body Step áðan. Mætti ferkar snemma og joggaði inn um leið og salurinn opnaði. Fékk pall og fékk nokkuð ágætan stað. Ég er nú alveg að fá ógeð á þessu fólki sem er alltaf að mæta í Body Step!!!
Turqis Blue band (hún heitir víst Steinunn) var að kenna ásamt henni Unni Ofurkennara. Hommalegi strákurinn hafði greinilega verið í tímanum á undan því að þegar ég kom inn þá var hann búin að stilla sér upp beint fyrir framan kenarana og setja sitthvorn pallinn við hliðina á sér fyrir hina hommavini sína. (Þið haldið kannski að ég sé með einhverja hommafóbíu en mér þykir bara athygglissjúkt fólk svo agalega leiðinlegt. Aðalgaurinn var með der og leit út eins og Justin Timberlake. Þeir eru svo athygglissjúkir að þeir ættu að fara í Idol eða eitthvað álíka. Jakk). Stelpan sem er alltaf með gulan orkudrykk fékk ekki pall, samt var hún búin að taka sér stöðu næstum alveg fremst. Fyndið að sjá fólk í pallatíma með engan pall. Gott hjá þeim.
Það var heitara en allt sem getur talist vera heitt og sveittara en allt sem er sveitt, þetta var rosalegt. En það var líka gott að fá ávexti í lok tímans. Nammi namm. Fékk mér mangó, rosalega langt síðan ég hef fengið mér mangó.
Nýja prógrammið er skemmtilegt, allir mæta á miðvikudaginn, rosa stuð. Helst að mæta svo um fjögurleitið til að vera viss um að fá pall, he he.
Masterclass í Sporthúsinu í kvöld klukkan 18.25. (Body Step). Allir að mæta, svaka fjör og geðveikt stuð. En eins og þeir sem hafa mætt í Body Step tíma hjá Unni þá er alltaf geðveikt stuð í tímum. Annars á ég víst að vera að finna mér ritgerðarverkefni í kenningum en ég bara nenni því engan veginn. Vill einhver hjálpa mér. Ætla samt að reyna að gera eitthvað áður en ég fer að horfa á eitthvað ofbledisefni á eftir eða eitthvað anna álíka skemmtó.

föstudagur, september 26, 2003

Til hamingju allir með það að það sé kominn föstudagur og þar með helgi. Jibby jei og frábært.

fimmtudagur, september 25, 2003

Var að lesa blogg hjá stelpu um daginn sem ég veit ekkert hver er. Textinn var eitthvað á þessa leið "vá maður bara kominn þriðjudagur og ég hef ekkert bloggað geðveikt lengi". Hversu oft hef ég skrifað þetta, ég hef ekki bloggað geðveikt lengi??? Held að þetta sé örugglega það algengasta sem íslenskir bloggarar setja frá sér. Ég meina það, af hverju erum við alltaf að afsaka okkur yfir því að blogga ekki? Ég bara spyr. Bloggið er svona staður þar sem maður skrifar niður eitthvað sem enginn hefur áhuga á að heyra (held ég), eða bara eitthvað bull. Eins og Hulda María sagði þá lenda hlutirnir sem raunverulega skipta máli yfirleitt ekki hérna á blogginu, bloggið er bara blaður, hlutur til að fá viðbrögð og skella inn smá tvíræðni og slúðri.
Hættið að afsaka ykkur yfir að blogga ekki :)
Dównlódaði FULLT af lögum í dag, og þá meina ég fullt. Var með tölvuna hans Gunnars í skólanum og þar gat ég tekið lög af netinu, ókeypis og ógeðslega hratt. Rosa gaman. Ég er svo mikill tölvunörn, en ég viðurkenni það alvega að mér finnst gaman að góðri tónlist og ekki spillir ef hún er ókeypis.
Timmy er veikur. Sniff sniff. Skoðunnargaurinn kleip í hann og bremsurörið molnaði. Sniff sniff, greyið Timmy. Gunnar var ekki viss um hvort það kostaði mikið eða lítið að gera við hann (fer eftir því hvort það er stutt eða langt rör sem brotnaði). Leiðinlegt.

þriðjudagur, september 23, 2003

Einhver hélt að ég væri 14 ára. Þegar ég sagðist ekki vera 14 þá hélt manneskjan að ég væri ekki orðin svo gömul (nú ertu ekki enn orðin 14). Arg. Oh men. Er hægt að yngjast?? Eða hvað??
Það er snjókoma úti!! Bara svona fyrir þá sem langar að byrja að syngja jólalög þá er kominn tími á það núna. Jóli Snjóson

mánudagur, september 22, 2003

Einu sinni var lítil laufblað sem hét Laufi. Laufi átti fjöldamörg systkini, meðal annars hana Layfeyju, Lauffa og Lauffý. Mamma hans Laufa var einstæð móðir, hún var birkitré sem stóð ásamst hinum einstæðu birkitrjáamæðrunum í röð birkitrjáa upp við stóra byggingnu. Mömmu hans Laufa þótti samt voðalega vænt um börnin sín, og sérstaklega þótti henni nú vænt um Laufa, vegna þess að hann var fyrsta laufblaða barnið hennar.
Á hverjum degi frá því um vorið hafði Laufi nóg fyrir stafni, hann sveflaði sér í rokinu stanslaust. Daginn út og inn. Hann var líka upptekinn við að búa til súrefni fyrir stóra fólkið í heiminum. Síðan fannst honum líka gaman að láta horfa á sig, hann hélt því neflilega fram að mamma hans væri fallegasta birkitréð í lengjunni af því að það stoppuðu svo margir af stóra fólkinu til að horfa á hann. Laufa fannst lífið vera skemmtilegt og hann naut þess að vera til.
En síðan kom sá dagur þegar mamma hans Laufa var döpur og talaði við börnin sín. Hún sagði þeim að þau hefðu verið dugleg laufblöð sem hefðu sinnt skyldum sínum um sumarið voðalega vel en bráðum kæmi haustið og myndi taka þau. Þegar Laufi heyrði þetta varð hann fyrst svakalega hræddur því hann vildi ekki vera tekinn frá mömmu sinni. Síðan varð hann reiður: Af hverju skyldi einhver vera svona frakkur að taka hann frá mömmu sinni. Að lokum varð hann dapur, hann yrði að skilja við mömmu sína og byrja að lifa eigin sjálfstæðu lífi.
Þegar haustið kom að taka Laufa þá var það sterk vindkviða sem hrifsaði Laufa frá mömmu sinni. Þessi vindkviða var ein af fjöldamörgum vindkviðum sem voru í herliði haustsins. Í herliði haustsins voru fleiri ógnvættir; Stormur, Hrissingur og Allt Blautt voru helstu herforingjarnir og stjóruðu þeir mönnum sínum miskunarlaust.
Þegar vindkviðan hafði feikt Laufa af greininni sinni þá byrjaði Laufa að líða verr og verr. Lífið gufaði upp, honum var þeytt út um allar götur. Laufi var orðinn mjög þreyttur og honum fannst hann vera orðinn gamall, svo að hann dó.
Ljóti kuldinn úti, hver slökkti á hitaranum?? Það er óggisliga kalt úti, mig langar í nýja úlpu. Góða úlpu með rennilás sem virkar, ekki eitthvað drasl úr Zöru með ónýtan rennilás :( Urgi purgi.
SNilld að fara í leikfimi klukkan hálf sjö á sunnudagskvöldi. Lítið af fólki og þess vegna nóg pláss til að svitna og púla í friði. Það er ógeðslega vond fýla af gaurnum sem situr við hliðina á mér. Hann hefur kannski pissað á sig. Verð að forða mér.
Til hamingju með nafnið Magnús Ingvar.
Fór sko í skírn á laugardaginn hjá litla frænda hans Gunnars sem er algert krútt. Þar fengum við allskyns kræsingar, nammi namm. Takk fyrir mig. Vonandi getur litli strákurinn notað skóna :)

föstudagur, september 19, 2003

Aðalfundur hjá Homo í gær. Það ótrúlega gerðist að ég keypti mér bjór. Meira að segja tvö bjóra. Hvað er eiginlega að gerast með þennan heim, ég veit það eiginlega ekki!! En það var allaveganna gaman hjá mér í gær. Skemmtilegt að hitta mannfræðinema. Vorum á Dillon. Subbustaður en samt ágætt, því að það voru bara við mannfærðinemarnir á efri hæðinni. Enduðum á að tala um teiknimyndir frá því að við vorum lítil, svka stuð, old memories rokka alltaf.
Guðbjört fór til Parísar í morgun svo að hún þurfti víst að fara heim að pakka (skil ekki af hverju), Hulda María hafði ekki áhuga á að koma með mér á bjórkvöld japönskunema (fannst það víst eitthvað leim) og ekki var hægt að treysta á Gunnu að koma að djamma. Æji, ég skil þetta fólk svo sem alveg ágætlega, allir eiga sínar stundir þar sem er bara gott að vera heima :) Bjórkvöld japönskunema var ágætt, rosa gaman nema ég þekkti engan. Ég keypti mér einn bjór til viðbótar svo að þetta ætti eiginlega að flokkast undir heimsmet. Jóna bara búin með 3 bjóra. Vááá maður. Árni var dj svo að ég rabbaði aðeins við hann en hann var upptekinn. Martha mætti ekki fyrr en seint svo að ... Ég hitti samt Helga og komst að því að hann er í japönsku. Hann er bara í tungumálanámskeiðum svo að hann er ekki með mér í tíma. Helgi er fyndinn. Guðríður þýskunemi, sem er líka í mannfærðikenningum 2 var líka þarna. Gaman að spjalla aðeins við hana. Ok ok. Ég þekkti kannski alveg fólk þarna en það voru bara kunningjar mínir. Oh ég er svo erfið !!! Gaman gaman að láta Gunnar sækja mig og koma við á Select, ostapylsa og Curly Wurly. Nammi namm.

miðvikudagur, september 17, 2003

Það er semsagt opinbert að ég kann þetta ekki. Aulinn ég.
Jamm og já. Jibby jei. Skemmtó skemmtó. Funny funny. Arg kann ekki neitt. Vonadni virkar þetta núna. neibb, ekki í þetta sinn, vonandi núna
Ok ok, ég er í viðskiptafræði, ég hef bara verið að grína allan þennan tíma með að ég væri í mannfræði!!!

Sjáðu hvaða týpa þú ert

þriðjudagur, september 16, 2003

Ég er að fara í sumarbústað eftir nokkra daga (næstum 4 vikur). Það verður GEÐVEIKT stuð. Geggjun peggjun. Ég hlakka geðveikt mikið til, heitur pottur og læti. Vííí
Nenni ekki að skrifa meira.
Bless
Það er nú meira hvað þessi umferð er ekki skemmtileg. Mér finnst ekkert sérstaklega skemmtilegt að keyra. Urgi purg. Mér finnst sniðugt að framhaldsskólanemar fái frítt í stætó, þá væri minni umferð á morgnana. Það var sagt frá því í útvarpinu að einhver hafi lagt fram þessa tillögu og ég styð hana fullkomnlega. Keyri keyrison.is

mánudagur, september 15, 2003

Það þurfti að skafa af bílnum í dag. Gunnar besti í heimi skafaði af bílnum á meðan ég sat inni í bílnun. Mér var samt ekki heitt, því að það var frost úti í morgun. Það er svona að eiga heima í sveitinni upp á fjöllum!! Kuldi.is og það er bara september!!
Once up on a time in Mexico. Fór að sjá þessa mynd í gær. Framhald af El Mariachi og Desperado. Sömu byssulætin og í Desperado nema hvað að þau eru svolítið ýkt. Síðan var byltingu ýtt inn í myndina. Allt í lagi en náði sér samt ekki á strik sem einhver mynd sem átti að sýna fram á réttlæti og þjóðarstolt.
Ekki nærri því eins góð eins og hinar tvær, en ágætist mynd samt.

Partý

Afmæli á laugardaginn. Hörkufjör og stuð. Valdi og Toni (vinir Gunnars) voru að halda upp á 25 ára afmælið sitt og héldu því svaka partý. Mikið drukkið, spjallað og sungið. Jamm það var sungið. Toni var með söngbækur fyrir alla og síðan var bara hópsöngur. Gaui kórstrákur var forsöngvari ásamt Frikka en Valdi var líka góður í ein, tvæ, dræ, pólitæ!! Hí hí. Það var líka talað um barneignir! Tvær af stelpunum eiga börn, svo að þetta er vinsælt umræðuefni... Samt gaman að heyra allskyns sögur af þeim. Sem sagt hörku fjör í partýi. Klukkan hálf 3 var svo stefnan tekin í bæinn, en mér fannst það vera svona full seint svo að ég ákvað að við Gunnar skyldum fara heim þá. Ég ákvað líka að við skyldum LABBA heim. Gáfaða ég... Ganga tók næstum því klukkutíma; úr Skipasundi í Álftamýrina. Þegar heim var komið var Jóna komin með stærstu blöðrur sem um getur (þær lifa enn góðu lífi). Það er svona að ætla að labba heim úr partýi í háhæluðum skóm.

fimmtudagur, september 11, 2003

Fór í Body step í gær. Body step er skemmtilegt. Sóla var veik svo að áður en tíminn byrjaði var ég að velta því fyrir mér hver myndi kenna. Vonandi ekki einhver leiðinlegur!! En viti menn, hún Vala var að kenna. Vala sem var að kenna kickbox fyrir rúmu ári síðan. Jibby. Fékk hörku pallatíma með styrkjandi æfingum. Rosa gaman. Ég er að hugsa um að mæta í tíma hjá Völu í kvöld og athuga hvort hún kemur ekki með einhvern hörku tíma. Stuð stuð. Allir mæta, MRL klukkan 18,25 í Baðhúsinu. Gaman í gymminu :)

miðvikudagur, september 10, 2003

Kom í skólan korter í 9 í morgun, og í gær. Oh men hvað er mikið af bílum hérna. Overflowing. Díses.
Annars er barafínt að vera byrjuð í skólanum. Verð bara að koma mér í lærigírinn og lesstuðið. Ég er eiginlega farin að hlakka til að byrja í Tolkien. Jibbý jibbý. Held að þetta verði skemmtileg önn, en samt drulluerfið.
Horfði á Natural Born Killers á mánudaginn. Ókliptu útgáfuna sem Oliver Stone vildi setja í bíó. Mikið ofbeldi.is segi nú ekki annað.

miðvikudagur, september 03, 2003

Komin heim frá Ítalíu. Það var gaman.
Þriðjudagur: Lentum í Bologna klukkan 3 og fórum beint upp í rútu og á hótel á Rimini. Chill.
Miðvikudagur: San Marino, mikill hiti og frábært útsýni, mikið af túristum.
Fimmtudagur: Feneyjar, FALLEGT, síki, mikið af túristum, MIKILL hiti og haglél.
Föstudagur: Flórens. Mikið af fallegum byggingum, mikið rok, snogginnkaup og hlaup í lest.
Laugardagur: Strönd 29. Chill. Grískur matsölustaður. Írskur pöbb.
Sunnudagur: Ravenna. Mósaík, byjað að kólna. Pasta.
Mánudagur: Aquafan. Sundlaugarennibrautir, marblettur á olnboga, rigning, út að borða á háværa staðnum, gott nautakjöt og gott pasta með risarækjum.´
Þriðjudagur: Pakkka saman og chilla á ströndinni. Kókosís. Heimkoma með fullt af skinku í töskunni.