föstudagur, febrúar 27, 2004
193 orð komin. Bara 14807 orð eftir og þá er ég komin með eina BA ritgerð. Takk fyrir. 2 mánuðir og 5 dagar þangað til ég á að skila ritgerðinni. OK, mér reiknast samt til að ég ætti alveg að ná að klára hana á tilsettum tíma.
Ef að fólki finnst leiðinlegt að sjá mig telja niður fyrir ritgerðina mína þá mæli ég bara með því að fólk sé ekkert að skoða síðuna mína.
Ef að fólki finnst leiðinlegt að sjá mig telja niður fyrir ritgerðina mína þá mæli ég bara með því að fólk sé ekkert að skoða síðuna mína.
miðvikudagur, febrúar 25, 2004
Söfn
Á Listasafni Íslands (Fríkirkjuvegi, fyrir framan tjörnina) er ókeypis fyrir alla á miðvikudögum og er þá opið milli 11 og 17.
Á Listasafni Reykjavíkur (Hafnarhúsinu) er ókeypis fyrir alla á mánudögum og þá er opið milli 10 og 17.
Á Ljósmyndasafni Reykjavíkur (Grófarhúsisnu, 6. hæð) er ókeypis alla daga. Opið er virka daga 12 til 19 og um helgar 13 til 17.
Þennan lista má auðveldlega lengja en hvernig væri nú að byrja einhversstaðar??
Kvet alla sem geta nýtt sér þetta að gera það endilega. Hvernig væri nú að taka sér langt hádegishlé og skella sér á safn??
Á Listasafni Reykjavíkur (Hafnarhúsinu) er ókeypis fyrir alla á mánudögum og þá er opið milli 10 og 17.
Á Ljósmyndasafni Reykjavíkur (Grófarhúsisnu, 6. hæð) er ókeypis alla daga. Opið er virka daga 12 til 19 og um helgar 13 til 17.
Þennan lista má auðveldlega lengja en hvernig væri nú að byrja einhversstaðar??
Kvet alla sem geta nýtt sér þetta að gera það endilega. Hvernig væri nú að taka sér langt hádegishlé og skella sér á safn??
mánudagur, febrúar 23, 2004
Tónlist
Á laugardagsnóttina stjórnuðum við Gunnar heilli sjónvarpsstöð. Við skiptum yfir á Popptíví og vorum að horfa. Þegar Kley Eyken átti að koma í spilun ákváðum við að við nenntum ekki að hlusta á hann svo að við sendum inn sms til þess að kjósa lög. Við fengum að sjá fullt af skemmtilegum lögum.
Ég á nýja Erykah Badu diskinn. Hann er skemmtilegur. Ég á líka nýja Outcast diskinn (báða), Sugababes diskinn og báða Nelly Furtado diskana. Sem sagt tónlistarlegt sælgæti fyrir mig þessa daganna. Yndislegt. Síðan er líka allt í gúddí fílíng með BA ritgerðina mína. Jolly good.
Ég á nýja Erykah Badu diskinn. Hann er skemmtilegur. Ég á líka nýja Outcast diskinn (báða), Sugababes diskinn og báða Nelly Furtado diskana. Sem sagt tónlistarlegt sælgæti fyrir mig þessa daganna. Yndislegt. Síðan er líka allt í gúddí fílíng með BA ritgerðina mína. Jolly good.
Ég fór á Vetrarhátíð á laugardaginn. Það var nú bara ofsalega skemmtilegt. VIð Gunnar fórum fyrst niður í bæ til að fá okkur að borða. Í tilefni Food and Fun matarhátíðarinnar ákváðum við að fá okkur Nonnabita, svaka gott. Eftir matinn sáum við svo brot af tónleikum á vegum Hins Hússins. Þar voru einhverjir litlir strákar sem voru að spila og vinir þeirra voru að hlutsa. Samt gaman. Eftir það fórum við á Cafe Kúltúr til að sjá Open Mike. Howie frá New York (samt er hann írskur að uppruna) var að spila á gítar og syngja við. Hann var ekki svo góður, eiginlega var hann bara hræðilega lélegur og við Gunnar stoppuðum bara stutt við þarna. Síðan vildi ég að við færum aðeins í bókabúðina og síðan héldum við áfram og fórum í Ráðhúsið. Þar var tískusýning og troðið af fólki. Það var eiginleg enginn möguleiki á að sjá neitt. En síðan löbbuðum við niður einhverjar tröppur og þá sáum við nú bara ágætleg. Misjafnlega falleg fötin þó... Þegar tískusýningin var búin þá ætluðum við að kíkja á hvenær listasafn Reykjavíkur er opið fyrir nema. Þá römbuðum við inn á tónleika. Komum í hléinu en það var allt í lagi, því að þá þurftum við ekki að borga inn. He He. Hljómsveitin Vocies for Peace var að spila. Æðislega gaman.
Sem sagt rosa gaman á laugardaginn hjá mér og Gunnari.
Sem sagt rosa gaman á laugardaginn hjá mér og Gunnari.
föstudagur, febrúar 20, 2004
Að styrkja hund
Var að horfa á Animal Planet áðan og þar kom auglýsing um heimsíðu þar sem hægt var að styrkja heimilislausan hund um 1 pund á viku. Þetta fanst mér vera agalega fyndið, að styrkja hund. Hvað með öll fátæku börnin sem þurfa á styrk að halda svo að þau lifi til næsta dags. Mér finnst dýraverndunarsinnar stundum fara alveg úr böndunum. Sá í blaðinu í gær að dýraverndunarsamtök berjast fyrir því að allir humrar verði látnin áður en þeir eru soðnir. Sumstaðar eru humrar soðnir lifandi og það þykir þessu fólki ekki nógu gott.
Ég segi það bara, sumir eru skrítnari en aðrir.
Ég segi það bara, sumir eru skrítnari en aðrir.
fimmtudagur, febrúar 19, 2004
Ég er þreytt í augunum og mér líður eins og að ég sé ennþá sofandi. Þetta er hrikalegt. Ég er á Bókhlöðunni en ég væri alveg til í að vera heima í rúmi með honum Gunnari mínum að kúra. Það er svo agalega gott að kúra. En það verður ekkert kúr hjá mér í dag, bara læra læra. Þarf að vera hérna til klukkan 4, því að þá hitti ég leiðbeinendan minn. Held að þetta verði erfiður dagur í dag.
miðvikudagur, febrúar 18, 2004
Faraldur Breinbrunasóttar
"Að minnsta kosti 91 hefur látist af völdum beinbrunasóttar í Indónesíu það sem af er þessu ári. Um 4500 manns hafa verið laggðir inn á sjúkrahús smitaðir af veirunni, sem berst með moskítóflugum. Dauðsföll eru töluvert fleiri en undanfarin ár og er óttast að um sé að ræða nýtt afbrigði af veirunni."
Þessi frétt birtist í Fréttablaðinu í dag. 91 létust. Fuglaflensa, iss piss. Þetti veira drepur mun fleiri. Ég er alveg viss um að það eru mörg svona dæmi út um allan heim sem enginn heyrir um. Fólki er alveg sama.
Ég vil samt hrósa Fréttablaðinu fyrir að birta allaveganna smá fréttir af ástandinu.
Þessi frétt birtist í Fréttablaðinu í dag. 91 létust. Fuglaflensa, iss piss. Þetti veira drepur mun fleiri. Ég er alveg viss um að það eru mörg svona dæmi út um allan heim sem enginn heyrir um. Fólki er alveg sama.
Ég vil samt hrósa Fréttablaðinu fyrir að birta allaveganna smá fréttir af ástandinu.
Feiminn
Er hægt að verða meira feiminn eftir því sem maður verður eldri og lífsreyndari. Ég held það. Ég verð stundum alveg hrikalega feimin. Ég spyr bara: Hvernig er hægt að vera feiminn þegar maður er að skrifa tölvupóst. Arg. Ég þoli þetta ekki lengur. Það er ekkert skemmtilegt að vera feimin.
þriðjudagur, febrúar 17, 2004
Í tíma í gær var sagt við mig að ég væri breiníið í bekknum vegna þess að ég væri sú eina sem læsi eitthvað heima og ég væri svosvakalega klár. Mér brá pínu og fannst þetta agalega fyndið. Ég hef aldrei litið á mig sem eitthvað breiní.
Annars er hann Gunnar nú bara lang bestur í heimi. Mér finnst það allaveganna.
Annars er hann Gunnar nú bara lang bestur í heimi. Mér finnst það allaveganna.
Fuglar
Horfði á snilldarmyndina The Birds á laugardaginn. Snilld, segi ekki annað. Hljóðið alveg magnað, alveg bara ekki í takt við myndina. Dramað var í botni, ÆÐI. Þessi mynd er ein af klassísku myndunum og það er einstaklega skemmtilegt að breyta aðeins til og sjá mynd sem er ekki alveg típísk nútíma Hollýwood mynd. The Birds hefur kannski verið Hollywood mynd á sínum tíma en mér fannst hún vera svöl.
Daginn eftir fórum við Gunnar síðan í smá bíltúr niður í Bessastaðahrepp. Þar voru nokkrir tjaldar að chilla í fjörunni. Nokkrir þeirra voru einfættir. Þegar ég kom nær þeim hoppuðu þeir í burtu á einum fæti. Þeir voru alls ekkert eins illúðlegir eins og fuglarnir í Hitckook myndinni kvöldið áður, held að þeir hafi bara verið hræddir við mig.
Daginn eftir fórum við Gunnar síðan í smá bíltúr niður í Bessastaðahrepp. Þar voru nokkrir tjaldar að chilla í fjörunni. Nokkrir þeirra voru einfættir. Þegar ég kom nær þeim hoppuðu þeir í burtu á einum fæti. Þeir voru alls ekkert eins illúðlegir eins og fuglarnir í Hitckook myndinni kvöldið áður, held að þeir hafi bara verið hræddir við mig.
laugardagur, febrúar 14, 2004
fimmtudagur, febrúar 12, 2004
Próf
Þegar ég var á fyrsta ári í Háskólanum og var að taka fyrstu prófin mín, þá heyrði ég stelpu vera að tala við vinkonu sína. Stelpan sagðist vera að taka síðasta prófið sitt í Háskólanum og að hún þyrfti ekki að taka nein próf í Háksólanum aftur. Þá var ég lítil stelpa sem var að byrja í Háskóla, mig minnir jafnvel að ég hafi verið að taka fyrsta prófið mitt, Félagslegar Breytingar. Mér fannst vera voða langt þangað til að ég myndi ná þessum áfanga.
Ég var í prófi áðan: Lokapróf í Menning og Átök. SÍÐASTA prófið mitt í Háskólanum EVER. Jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess. Ég er búin að taka öll prófin. Núna á eg bara eina skýrslu og eina ritgerð eftir. Gaman gaman.
Ég var í prófi áðan: Lokapróf í Menning og Átök. SÍÐASTA prófið mitt í Háskólanum EVER. Jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess, jess. Ég er búin að taka öll prófin. Núna á eg bara eina skýrslu og eina ritgerð eftir. Gaman gaman.
mánudagur, febrúar 09, 2004
föstudagur, febrúar 06, 2004
Snjór
Sne í dag. Mikill sne. Þurfti að vera í trofærum í dag, en mér finnst ekkert sérstaklega gaman í torfærum. Síðan á að frysta big time á morgun og þá koma frostnar trofærur. Það er heldur ekkert skemmtilegt. Ohh. Vonandi kemur sumar bráðum, ég sakna sumarsins, það er svo skemmtilegt á sumrin.
fimmtudagur, febrúar 05, 2004
Heimferðin í gær
Brjálæðisleg tónlistin hljómar í eyrunum, en samt er brjálæðið ekkert svo mikið, bara svona í meðallagi. Ég finn hvernig miðflóttakrafturinn er að virka á mig, ég togast í burtu rá akstursstefnu vagnssins og get ekki hallað mér í rétta átt vegna þess að ég sit öfugt og sé ekki hvert vagninn er að fara. Af hverju er svona mikið skrýtið fólk í strætó? Maðurinn sem situr á móti mér, reynir að fela sig fyrir aftan stöngina sem maður á að halda sér í. Hann er í svörtum leðurjakka. Hann fer að fikta í einhverju sem er á gólfinu. Tek þá eftir því að annar maður í svörtum leðurjakka ruggar sér fram og til baka, það er pottþétt geðveikrarmerki. Þegar komið er á Hlemm tek ég eftir 3. gaurnum í svörtum leðurjakka. Það hlýtur nú að vera í lagi með þennan mann, hann er með vel rakaðan skalla og skórnir hans eru svona tískuskór. Hann fer út á undan hinum og allir fara þeir saman inn á Hlemm. Þori ekki að segja það sem ég hugsaði en pimp kom upp í hugann þegar sköllótti gaurinn fór að tala við 4. aðilan og hinir tveir stóðu áleiðis. Eitthvað var augljóslega að.
Þegar komið var að Æfingaskólanum var tónlistin ljúf og ég fylgdist með umhverfinu koma úr öfugri átt. Það er skemmtó að sitja öfugt í strætó.Vagninn gaf í og beigði fyrir horn, var á rangri akrein og ég vissi að hann ætlaði að svína á bílstjórana sem væri á réttu akgreininni.
Absolution með Muse er geggjuð plata. Mæli vel með henni, kannski gerir Hilda það líka. Hún er allaveganna búin að vera að hlusta á hana inni í stofu í marga mánuði.
Af hverju er fólk dofið? Ef maður á að gera skýrslu um heimildarmynd og taka viðtal sem tengist heimildarmyndinni, hvernig getur maður þá haldið að það sé í lagi að velja sér heimildarmynd sem kannski verður tilbúin eftir tvö ár? Ef að búið er að segja við mann að maður þurfi að greina myndina áður en maður tekur viðtalið hvernig getur maður þá haldið að maður geti notað mynd sem verður tilbúin eftir tvö ár?? Fyrir utan það að stelpan er óþolandi. Uss uss uss.
Þegar komið var að Æfingaskólanum var tónlistin ljúf og ég fylgdist með umhverfinu koma úr öfugri átt. Það er skemmtó að sitja öfugt í strætó.Vagninn gaf í og beigði fyrir horn, var á rangri akrein og ég vissi að hann ætlaði að svína á bílstjórana sem væri á réttu akgreininni.
Absolution með Muse er geggjuð plata. Mæli vel með henni, kannski gerir Hilda það líka. Hún er allaveganna búin að vera að hlusta á hana inni í stofu í marga mánuði.
Af hverju er fólk dofið? Ef maður á að gera skýrslu um heimildarmynd og taka viðtal sem tengist heimildarmyndinni, hvernig getur maður þá haldið að það sé í lagi að velja sér heimildarmynd sem kannski verður tilbúin eftir tvö ár? Ef að búið er að segja við mann að maður þurfi að greina myndina áður en maður tekur viðtalið hvernig getur maður þá haldið að maður geti notað mynd sem verður tilbúin eftir tvö ár?? Fyrir utan það að stelpan er óþolandi. Uss uss uss.
miðvikudagur, febrúar 04, 2004
þriðjudagur, febrúar 03, 2004
Top 10 í amerískum barnanöfnum
Stelpu nöfn:
1.Emily
2. Emma
3. Madison
4. Hannah
5. Hailey
6. Sarah
7. Kaitlyn
8. Isabella
9. Olivia
10. Abigail
Stráka nöfn:
1. Jacob
2. Aidan
3. Ethan
4. Matthew
5. Nicholas
6. Joshua
7. Ryan
8. Michael
9. Zachary
10. Tyler
Þetta er fyndið. Mér finnst sum af þessum nöfnum vera hrikalega asnó!! En svona eru bandaríkjamenn bara!!
1.Emily
2. Emma
3. Madison
4. Hannah
5. Hailey
6. Sarah
7. Kaitlyn
8. Isabella
9. Olivia
10. Abigail
Stráka nöfn:
1. Jacob
2. Aidan
3. Ethan
4. Matthew
5. Nicholas
6. Joshua
7. Ryan
8. Michael
9. Zachary
10. Tyler
Þetta er fyndið. Mér finnst sum af þessum nöfnum vera hrikalega asnó!! En svona eru bandaríkjamenn bara!!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)