miðvikudagur, janúar 26, 2005

Sveitt fólk

Ég velti því stundum fyrir mér hvað sé málið með sveitt, illa lyktandi fólk sem nær ekki hreifingunum. Eins og til dæmis stelpan sem var í combat í gær. Ég hef séð stelpuna áður og það er geðveik svitafýla af henni. Þeir sem hafa farið í combat vita líka að þessir tímar eru hraðir og mikið er um spörk og kýlingar. Ég held að þessi stelpa hafi aldrei kýlt eða sparkað í öllum tímanum, allaveganna ekki þegar átti að sparka eða kýla. Það eina sem hún gerði var að hreyfa sig fram og til baka og setja hendurnar einhverntíman út í loftið.
Ég veit stundum ekki hvað fólk er að spá, en ég veit að þegar ég geri eitthvað vitlaust eða næ ekki sporunum þá líður mér ekkert sérstaklega vel. Mér finnst eins og allir horfi á mig og velti því fyrir sér hvað ég sé léleg í þessu.
Hvað ætli sveittu stelpunni finnist?

2 ummæli:

Ýrr sagði...

Æ góða! Það eru ekki allir sem geta samhæft líkama sinn eftir leikfimiæfingum! Eiga þeir ekki jafn mikinn rétt á að mæta í leikfimitíma eins og aðrir samt?

...veit samt ekki alveg með svitafýluna... :S

Jóna sagði...

Já en þessi stelpa gat varla hreyft sig eftir tónlistinni! Mér finnst samt frábært að hún skuli hafa haldið út tímann, ég veit að ég myndi aldrei geta það ;)