Stelpa í bleikum bol plantar sér fyrir framan mig í body step í gær. 17 - 18 ára gella sem er að koma í fyrsta sinn í steppið. Þegar tíminn byrjar þá gengur henni strax illa með að ná sporunum og ekki batnaði það eftir því sem leið á tíman. Ég held að hún hafi ekki náð einu einasta spori réttu. Annað hvort gerði hún sporið vitlaust eða var í öfugum takt. Ég spurði sjálfa mig hvernig væri hægt að vera svona lélegur. Og ég veit ekki ennþá svarið.
Annars er ég nú að fara í afmæli í kvöld. Sólrún átti afmæli í gær og Addi átti afmæli á síðast mánudag. Það verður fjör í kvöld, þrátt fyrir kuldann. Brrr
laugardagur, janúar 31, 2004
fimmtudagur, janúar 29, 2004
þriðjudagur, janúar 27, 2004
Mig langar mega mikið til útlanda, ohh. En mig langar líka í nýja íbúð. Hvort á maður að velja? Held nú samt að ég velji nýja íbúð því að þegar maður er búin að fjárfesta í einni slíkri þá getur maður bara sparað þangað til maður á fyrir fari til útlanda. Eða þá bara að maður kaupir nýja íbúð í útlönfum. Líst eiginlega best á þann kost. Hiti.is
Oh men ég held að ég sé orðin eitthvað steikt í hausnum. bbbbrkfjsd, vííí
Oh men ég held að ég sé orðin eitthvað steikt í hausnum. bbbbrkfjsd, vííí
Púl
Ætlaði í þolfimi áðan, hélt að það væru þolfimitímar á þri og fim en það eru bara þolfimitímar á fim. Eníveis þá fór ég bara í bodystep í staðinn og það var nú örugglega ekki síðra. Svitnaði milljón.is. En talandi um að anda að sér svita annara. Þegar ég kom inn í salinn var svo heitt og sviti fólksins í tímanum á undan lá í loftinu, oj bara. Þegar ég koma heim gerðist Gunnar heimsins besti kærasti í heimi og eldaði fyrir mig hammara, svona svo að ég hefði örugglega ekkert grætt á leikfiminni... Nammi namm. En ég var líka að læra. Var að klára fyrstu verkefnin í sjónrænni. Gaman gaman.
föstudagur, janúar 23, 2004
Reiði
Var í tíma áðan þar sem var talað um reiði og hvað maður gerði í þeim málum. Tekin voru dæmi um einhvern sem svínar á mann í umferðinni eða einhvern sem riðst á undan manni í röð. Þegar ég kom til baka í vinnuna þá voru engin stæði laus svo að ég laggði fyrir 2 bíla. Síðan þegar hún Sigga var að fara (sú sem átti annan bílinn) þá færði ég bílinn minn og ætlaði að taka hennar stæði, EN NEI, einhver t*k kom og svínaði á mig og tók stæðið mitt. Ég var í bílnum og var að bíða eftir að Sigga næði að komast alveg út úr stæðinu til að ég kæmist inn í það og þá kom þessi kona og smeigði sér í stæðið. Arg. Þoli ekki vitlaust fólk sem er dónalegt. Hún gat ekki farið úr stæðinu þegar hún var beðin um það vegna þess að það var sprungið hjá henni. Og vitlausa konan gat ekki skipt um dekk sjálf, auli.
Niðurstaðan var sú að ég þurfti að leggja í Freyjugötu. Arg. Var samt glöð að ég missti mig ekki eins og sá sem var talað um í tímanum sem ég var ný komin úr. Þá hefði ég kannski bara keyrt á konuna... Telja upp á 10...
Niðurstaðan var sú að ég þurfti að leggja í Freyjugötu. Arg. Var samt glöð að ég missti mig ekki eins og sá sem var talað um í tímanum sem ég var ný komin úr. Þá hefði ég kannski bara keyrt á konuna... Telja upp á 10...
Fór í gymmið í gær, sem er nú ekkert í frásögur færandi nema hvað ég fór í þolfimitíma. Og ekki nóg með það heldur var karlmaður að kenna!! Mjög góður tími, var byrjuð að svitna strax í byrjun tímans (kannski vegna þess að það var svo heitt í salnum). Fullt af sporum, rútínum og dansi. Mjög skemmtó. Ég er samt ekki mjög góð í svona sporum en ég náði þessu nú svona í endann... Held að næsti tími hjá þessum gaur verði skemmtilegur, kannski fer maður að læra inn á rútínuna hjá honum og þá getur maður látið meira til sín taka í svitningnum, sviti.is. Mæli eindregið með þessum tíma, allaveganna fyrir þá sem finnst gaman að gera rútínur og flókin spor. :)
miðvikudagur, janúar 21, 2004
Nú í janúar
Skólinn byrjaður á milljón trilljón. 2 námskeið sem eru kennd á 2földum hraða. Menning og átök, námskeið sem er kennt á ensku og líkur með prófi föstudaginn 13. febrúar! Síðan er ég líka í sjónrænni mannfræði. Þar byggist námsmat á verkefnum og rannsókn sem við eigum að gera. Er búin að redda mér viðtali, jess. Er að fara að tala við frænku hennar Ágústínu, hana Huldu Rós. Þetta verður hörku spennandi önn. Síðan er það náttlega ritgerðin góða. Byrja vonandi að skrifa í mars þegar ég er búin í skólanum (síðasti kennslufagur 25 febrúar).
Vúbbí vúbbí, loksins er jólaskrautið farið.
Veit ekki af hverju ég er að reyna að laga síðuna mína, fer alltaf í vont skap þegar ég fer að reyna að gera eitthvað skapandi fyrir bloggið. Ohh.
Vúbbí vúbbí, loksins er jólaskrautið farið.
Veit ekki af hverju ég er að reyna að laga síðuna mína, fer alltaf í vont skap þegar ég fer að reyna að gera eitthvað skapandi fyrir bloggið. Ohh.
miðvikudagur, janúar 14, 2004
Vei. Við Gunnar erum búin að fá LOTR II - Lengri útgáfuna. Hlakka til að horfa hana það verður spennó. Myndin er 214 mín svo að þetta verður maraþon. Samt ruglega skemmtilegra (og auveldara) heldur en alvöru maraþon. Annars er skólinn bara að fara að byrja á morgun og ég er farin að hlakka pínu til. Ég hlakka eiginlega mest til að geta farið að sofa út!! Ég er búin að mæta í vinnuna klukkan 8 í næstum heilan mánuð (nema á sunnudögum) og ég er svo sybbin. Það er ekkert sérstaklega skemmtilegt að vakna alltaf svona snemma. Vaknaði x-tra snemma í morgun vegna þess að Gunnar þurfti að mæta í skólann klukkan 8. Við fórum af stað klukkan 7.30. Vá. Ég held bara að við séum duglegasta fólkið. Gaman gaman.
fimmtudagur, janúar 08, 2004
Líkamsrækt
Líkamsræktaræði grípur þjóðina í byrjun árs. Eitthvað sem gerist alltaf! Landsmenn hafa borðað yfir sig af stórsteikum, sósum, gosdrykkjum, eftirréttum og sælgæti. Þegar hátíðirnar eru svo búnar þá fær fólk samviskubit og kaupir sér kort í líkamsrækt. Núna ætla ég að vera dugleg og byrja í hollu mataræði og hreyfa mig mikið. En viti menn, eftir nokkrar vikur af þéttsetnum líkamsræktarstöðvum þá fer að fækka. Mikið af fólkinu sem var svo hresst í ársbyrjun gefst upp og nennir ekki lengur að stunda heilbrigt líferni. Það bara virkar ekki að vera mega duglegur í líkamsræktinni í ársbyrjun, en hætta svo og fara að borða hamborgara alla daga.
Er ég ein af þessu fólki? Stunda ég líkamsrækt mest í ársbyrjun og dreg síðan úr? Ég viðurkenni alveg að ég fór alls ekki mikið í gymmið í desember, en ég hef mínar ástæður. Próf, vinna x2 og knappur tími til jólagjafaundirbúnings og baksturs. Svona er þetta alltaf og verður alltaf á meðan ég er í skóla. En núna er jólfrí í skólanum svo að ég er bara að vinna á rannsóknarstofunni. Ég get slappað nóg af og farið í gymmið. Nú þegar er ég búin að fara 2svar á árinu, en mér finnst það ekki mjög góður árangur, en það stendur til að bæta all hressielga úr á næstu dögum. Held að ég hafi farið í gymmið á 2 daga fresti í fyrra (held ég), nokkuð góður árangu þar, stefni á að þetta ár verði ekki síðra.
Bráðum byrjar Body Attak og það verður sko FJÖR. Allir mæta á föstudaginn í tíma kl. 18.25 í Sporthúsið því að þá verður erlendur gestakennari sem verður að kenna tíman. Þetta eru mjög erfiðir tímar sem ég mæli með því að allir fari í. Geðveikt stuð.
Hlakka til að sjá ykkur öll í geðveiku stuði í líkamsræktinni á nýju ári.
Er ég ein af þessu fólki? Stunda ég líkamsrækt mest í ársbyrjun og dreg síðan úr? Ég viðurkenni alveg að ég fór alls ekki mikið í gymmið í desember, en ég hef mínar ástæður. Próf, vinna x2 og knappur tími til jólagjafaundirbúnings og baksturs. Svona er þetta alltaf og verður alltaf á meðan ég er í skóla. En núna er jólfrí í skólanum svo að ég er bara að vinna á rannsóknarstofunni. Ég get slappað nóg af og farið í gymmið. Nú þegar er ég búin að fara 2svar á árinu, en mér finnst það ekki mjög góður árangur, en það stendur til að bæta all hressielga úr á næstu dögum. Held að ég hafi farið í gymmið á 2 daga fresti í fyrra (held ég), nokkuð góður árangu þar, stefni á að þetta ár verði ekki síðra.
Bráðum byrjar Body Attak og það verður sko FJÖR. Allir mæta á föstudaginn í tíma kl. 18.25 í Sporthúsið því að þá verður erlendur gestakennari sem verður að kenna tíman. Þetta eru mjög erfiðir tímar sem ég mæli með því að allir fari í. Geðveikt stuð.
Hlakka til að sjá ykkur öll í geðveiku stuði í líkamsræktinni á nýju ári.
þriðjudagur, janúar 06, 2004
föstudagur, janúar 02, 2004
fimmtudagur, janúar 01, 2004
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)