mánudagur, júní 27, 2005

Strætó póstar eru bestir

Mér er litið til hliðar og þar sér ég mann á miðjum aldri vera að sleikja gervitennurnar sínar. Mér bregður eitthvað og ég flýti mér að líta unda. Jakkedí jakk. Maðurinn fer út á sömu stöð og ég og þegar hann kemst út úr vagninum mssir hann pokann sinn og innihaldið veltir á gangstéttina. Að vísu var nú sennilegast allt í lagi með innihald pokans: Tvo rúgbrauðspakka en ég hálf vorkenni manninum. Veit samt ekki af hverju ég á að vorkenna honum? Kannski er það bara vegna þess að hann lifir ekki því góða lífi sem að ég þykist lifa.

Um morguninn var strætóinn minn xtra seinn og þess vegna tók ég annan strætó en venjulega. Ég hugsaði mér mér að þetta yrði nú spennandi: Nýtt og spennandi fólk til að fylgjast með. Jabb, það reyndist rétt. Það kom ein stelpa inn í vagnin stuttu á eftir mér. Hún leit nú út fyrir að vera á einhverju dópi eða eitthvað. Hún dróg saman lappirnar og grúfði höfðuðið ofan í hnén. Þá sá ég þá blasa við: Hvítu sokkana. Hvað er málið eiginlega með hvíta sokka, ég bara næ þessu ekki? Aðeins seinna á rúntinum í gulu limmunni sá ég að það kom inn önnur stelpa sem settist við hliðina á henni. Þessi stelpa leit einnig út fyrir að vera vandræðaunglingur, nema hvað að þessi var mun snyrtilega klæddari.
Ég ímyndaði mér að þessar tvær væri á leiðinni í dagvistum á einhverri stofnun og þær eyddu lausum tíma sínum í að tala um fíkniefni og Marlin Manson. Skondið ha?
Mér fannst ég alveg sjá mun á þeim. Ein var frekar snyrtilega klædd með hárið sæmilega hreint en hin var í óhreinum fötum sem greinilega kostuðu ekki eins mikið og sætisfélagans. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort að þessi sem að mér fannst verr á sig komin hafi komið frá vandræðaheimili og etv. þurft að selja sig í vændi til að eiga pening fyrir mat. Ég hugsaði mér að þessi í flottu fötunum væri uppreisnargjarn unglingur sem að hefði bara komið sér í vond mál en foreldrarnir gæfu henni samt ennþá peninga fyrir flottum fötum.
Síðan er náttúrulega auvitað sá möguleiki fyrir hendi að Þær hafi bara verið að fara á ball með vinnuskólavinnunni sinni og hafi þess vegna verið svona klæddar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahaha, þetta eru svo fyndnar og djúpar pælingar hjá þér!
Sólskinskveðja, Catia...