föstudagur, desember 31, 2004

Gleðilegt ár

Takk kærlega fyrir allt liðið á árinu og vona að næsta ár verði eins viðburðaríkt og þetta.

mánudagur, desember 27, 2004

Gleðileg Jól allir saman.

Blogg

Ég er að reyna að breyta blogginu mínu, en það gengur ekkert sérstaklega vel. Ég er neflilega ekki með Front Page sem ég hef alltaf notað til að breyta síðunni. Held að síðan muni ekki breytast neitt af viti þangað til ég kemst í Front Page.
Annars er ég samt búin að setja inn nokkrar myndir. Jólamyndir og fleira.

laugardagur, desember 18, 2004

Dagur 4

Í dag byrjuðum við Gunnar daginn á að drífa okkur í British Museum og viti menn: Við komumst inn. Jei. Fórum nú samt eiginlega bara að skoða egypsku deildina. Rosa flottar múmíur og risa styttur. Eftir safnið fórum við svo aðeins að versla. Alltaf gaman að versla.
Þegar við vorum búin að skila af okkur dótinu fórum við niður á King's Kross lestarstöðina til að taka lest til Cambridge. Ingi frændi kom og sótti okkur á lestarstöðina og við keyrðum heim til þeirra. Við fengum æðislegan tortilla rétt.
Hápuntur dagsins var á efa ferðin á þorpskránna. Alvöru ensk þorpskrá, lágreist tréhús: Alveg svona típískt. Gunnar fékk sér nokkra Guinnes og það var búið að teikna smára í bjórinn. Ég fékk mér nú samt ekki Guinnes, ég er ekkert sérstaklega hrifinn af svona dökkum bjórum.
Við fengum svo að gista hjá Jóhönnu af því að okkur langaði ekki að vera á hótleinu lengur.

Gaman gaman.
Það er eitt sem ég geri ekki á blogginu og það er að afska mig fyrir að hafa ekki bloggað lengi.

miðvikudagur, desember 08, 2004

Þeir sem vita ennþá ekki hvað þeir eiga að gefa mér í jólagjöf þá er þetta hugmynd...

þriðjudagur, desember 07, 2004

Í dag er ég glöð


Ég er glöð vegna þess að ég gaf blóð í gær.
Ég er glöð vegna þess að verðið á bensíni lækkaði í dag.
Ég er glöð vegna þess að það eru að koma jól.

mánudagur, desember 06, 2004

Blóð í dag

Ég skora á alla að fara að gefa blóð. Þá er maður að gefa eitthvað til samfélagsins. Þið verðið að lesa grein um Benidikt Vagn á heimasíðu Blóðbankans.

Hér er smá brot úr pislinum:

Hæ ég heiti Benedikt Vagn og ég er tíu ára, ég fæddist með hjartagalla og blóðsjúkdóm.

Það eru ekki margir með sama blóðsjúkdóm og ég í öllum heiminum, kannski svona 500. Ég þurfti að fara í hjartaaðgerðir þegar ég var 3 vikna og svo aftur 4 ára. Börn sem fara í hjartaaðgerðir missa mikið blóð í aðgerðinni og þá þarf að gefa þeim blóð. Ég fæddist líka með sjaldgæfan blóðsjúkdóm sem heitir Diamond blackfan anemia, eða beinmergurinn minn sem er inni í beinunum mínum býr ekki til nóg af rauðum blóðkornum. Þetta er galli í genum sem er ekki enn hægt að lækna, en ég er nú bara ósköp rólegur yfir því ennþá. Þegar mig vantar blóð þá er ég mjög slappur og orkulaus og langar ekki til að borða neitt, ekki einu sinni nammi.

sunnudagur, desember 05, 2004

Fólkið sem býr fyrir ofan okkur er í karíokí núna. Það heyrist niður í gegnum ristina sem er inn á baði. Oj bara, þetta er hundleiðinlegt! Held að ég stilli Kiss bara í botn svo að ég heyri ekki fölsku nóturnar!

föstudagur, desember 03, 2004

Ég held að ég þurfi að fara að uppfæra tengla listann minn og myndirnar. Nánast engar myndir sem virka!!!

fimmtudagur, desember 02, 2004

Á eftir að gera listinn

  • Jólagjafir
  • Búa til jólakort
  • Búa til jólaskraut
  • Skreyta
  • Laga til í ipod
  • Baka fleiri smákökur
  • Borða smákökur
  • Hengja upp jólaséríur
  • Kaupa stórt jólatré
  • Búa til rosa flotta pakka
  • Fara á jólahlaðborð með Gunnari
  • Jólahlaðborð í vinnunni

Dagur 3: London.


Vöknuðum rétt fyrir klukkan átta í morgun. TIl þess að vakna á undan morgunmatnum. Þurftum að bíða aðeins eftir því að litli indverjinn kæmi með enska morgunmatinn okkar, en það var allt í lagi. Ristað brauð, marmelaði, smjör, spælt egg og te. Frábært. Eggið var löðrandi í fitu og mér finnst hvorki marmelaði né te vera gott, svo að ég fékk mér bara ristað brauð með smjöri og vatn með. Eftir morgunmat drifum við okkur út.
Stefnan var sett á söfn þennan daginn og við byrjuðum á því að gera aðra tilraun til að fara á Bristish Museum. Þegar við komum þangað þá var LOKAÐ!! Starfsmenn safnsins ákváðu að leggja niður vinnu þennan dag til að mótmæla lélegum kjörum. Arg, arg. Hvað er eiginlega málið með þetta safn? Á ekkert að hleypa okkur inn?? Þar sem safnstarfsmennirnir eru opinberir starfsmenn þá bjuggumst við við því að önnur söfn í bænum væru líka lokuð en við ákváðum samt að fara í Natural History Museum og kíkja hvort að það væri opið. Og viti menn! Það var opið. Okkur var sagt að einhverjir starfsmenn væri í verkfalli en samt væri safnið opið. Jei. Við skoðuðum risaeðludeildina og hún var nú alveg flott. Flottast var nú samt risaeðlan sem var í frostofunni á safninu. Hún er RISA stór (enda á þetta líka að vera RISA eðla...). Risaeðludeildin er nú samt svolítið barnaleg að mínu mati, þetta var svona interactive sýning þar sem mátti snerta hluti og ýmislegt var gert til að auðvelda börnum skilning á efninu. Næst fórum við að skoða spendýradeildina, hún var flott og ég tók mynd af Gunnari með ljóninu. Samt fanst mér nú fugladeildin eiginlega vera flottust. Það er eina deildin sem við skoðuðum sem var svona eins og típísk söfn eru; uppstoppaðir fuglar sem eru inn í glerbúrum. Það voru alls konar fallegir fuglar þarna: Rosa flott.
Það getur verið erfitt að vera lengi inn á söfnum svo að þegar við vorum búin að skoða spendýra og fugladeildina ákváðum við að kíkja stutt á steinadeildina og fara að fá okkur að borða. VIð fengum okkur einhverskonar langloku og sætabrauð rétt hjá safninu.
Oxford Street! ó je. Þar sem að ég nennti ekki á fleiri söfn þennan daginn þá fórum við bara að versla. Ég veit að London er engan veginn ódýr borg en mér er alveg sama vegna þess að ég hef ekki keypt mér föt í langan tíma. Stefnan var sett á Top Shop þar sem ég verlsaði mér slatta af naríum. Ég keypti mér líka einhverja boli og pils í H&M. Einnig líka nýjan jakka og eitthvað fleira skemmtilegt. Nammi namm. Gunnar leypti sér flottan fauelisjakka í Gap.
Síðan var bara að fara heim og undirbúa sig fyrir leikhúsið.
Ég fór í nýjum rauðum bol, nýjum rauðum jakka og með nýtt rautt veski. Áður en við fórum í leikhúsið löbbuðum við að Traffalgar Square. Hmm, það var nú ekki ætlunin en þar sem að ég er mest áttavilt dauðans þá föttuðum við að við höfðum farið í vitlausa átt, leikhúsið var í hina áttina. Jæja jæja, ágætis kvöldganga. Áður en leiksýningin byrjaði fengum við okkur kebab að borða. Nammi namm. Rosa gott þangað til að mér tókst að skjóta einum kjúllabitanum beint í magan á mér og fá blett í bolinn. Fitublett dauðans beint á magann. Heppin!! Not!!
Leikhúsið var rosalega flott, alveg svona týpsíkt gamalt leikhús. Risa kristalsljóskróna í salnum, gömul lítil sæti, flottir stigar. Það var samt eitt sem að mér fanst skrýtið. Það var gangur í miðunni á leikhúsinu. Þannig að það var í rauninni enginn sem sat í miðjunni, því að þar var gangvegur. Fyndið. VIð Gunnar fengum ágætissæti, á áttunda bekk rétt við hliðina á miðjunni. Síðan hófst sýningin. Það er gaman að vera í leikhúsi í útlöndum. Þar er ekki töluð íslenska heldur útlenska og ég var fyrist pínu hrædd um að ég myndi ekki skijla nógu vel. En það varð nú ekki vandamál, ég skildi allt. Söngleikurinn sjálfur var nú aldeilis ágætur, átti að vera grínsöngleikur og hann var soldið fyndinn. Samt dóu nokkrir og siðferðislegur boðskapur söngleiksins var ekkert sérstaklega fyndinn, bara alvarlegur.
Jæja jæja. Eftir leikhúsið vorum við eins að rölta um, fullt af fullu fólki þrátt fyrir að klukkan væri bara 11. Fullt af fullu fólki sem var á leiðinn heim til sín eftir djammið! Við fórum og keyptum okkur bjór í lítilli verslun og ég aðstoðaði mann við að velja sér hvítvín. Annar góður dagur í London búinn og við fórum heim á hótel til að chilla aðeins og fara síðan bara að sofa.