fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Egyptalnd


Umferðin í Cairo: Flottir bílar!
Fallega fólkið í Giza
Þrepapýramídinn í Sakkara
Vatnspípa
Chillað á lestarstöð
Fönkí shit búð. Keyptum samt ekki neitt í henni. Keyptum gos í búðinni við hliðina.

WTF?? Þetta blasti við okkur eftir 20 mín morgunmat þremur hæðum neðar.
Isis Hofið: Loksins. Ég er búin að bíða eftir þessari stund síðan ég fékk mér fyrsta tattúið.

Ég og huge puge Obilisk súla. Gaman að vera túrhestur.

Vatnsmælir í Aswan. Gott ráð til að geta grætt sem mest á þegnunum fyrir þúsundum ára síðan. Mú ha ha.


DyravörðurSæta fólkið í Abu Simbel. AKA. Okrað á túristum.is.

Hressleikinn í fyrirrúmiChillings á Felucca

Meira chillings á Felluca.

Ramses II: Hver annar?
Auðvitað heimtaði ég að fá að fara að sjá gröf Tut Ankh Amon.
Forvitnir skólakrakkar
Deir al-Bahri: Hof Hatshepsut.


Kósí

Sjáið þið litla manninn á appelsínugula asnanum.
Hann var að reyna að selja þyrstum túrhestum vatn og kók.



Shaverma: SlurpAlltaf gaman að hjóla um götur Cairo með brauð á höfðinu.

Hopp og skopp í eyðimörkinni.Chillað í þjóðarmoskvunni í Cairo.
Með sokkana upp á miðja kálfa og kambódíuklútinn um hausinn.

Skýrir sig sjálft.Cairo from the air.

Skýjum ofar.

föstudagur, ágúst 18, 2006

Goa

Rétt áðan var ég að koma úr matsalnum og eins og venjulega var ég eitthvað að hugsa um fjarlæga staði. Þá datt mér allt í einu í hug dagarnir okkar í Palolem. Það var neflilega svo æðislegt að vakna á morgnana og fara í morgungöngu á ströndinni. Þá var hitinn ennþá bærilegur, lítið af fólki á ströndinni, aðallega skokkarar og annað morgunglatt fólk. Emelíana Torrini var í eyrunum og ljúfir tónar Fishermans Wife fylgdu mér í strandgöngunni. Það var alveg yndilsegt að láta sandinn troðast upp á milli tánna og skola sig síðan í volgum sjónum. Morgunmaturinn samanstóð af Mango Lassi og ristuðu brauði. Og lagið sem var alltaf verið að spila. Eitthvað hindúamorgunlag sem var alltaf spilað í upphafi dags. Við komumst hins vegar aldrei að því hvaða lag þetta var, enginn virtist vita um hvað við vorum að tala.
Síðan í eftirmiðdaginn fékk maður sér súkkulaðipönnuköku. Endalaust mikið nammi namm. Bráðið súkkulaðið flæddi yfir heita pönnukökuna og þetta rann allt mjög ljúflega niður.


Ég vildi að ég væri í útlöndum núna, vakna snemma á morgnanna og þurfa að bíða eftir morgunmatnum endalaust lengi. Ég sakna þess að gera ekki neitt nema það sem manni langar til.

Heyrðu, mig langar að fara að ferðast aftur. Núna strax!

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Svipmynd

Var að skoða myndirnar okkar frá Indlandi og varð bara að setja þessa mynd inn. Hún er tekin annaðhvort í Kerala eða Tamil Nadu. Við vorum sko í rútu á milli þessa tveggja fylkja og í einhverju stoppinu smellti ég af myndavélinni. Gaman gaman.

mánudagur, ágúst 14, 2006

Helgin

Svona til að daraga frábæra helgi niður í nokkra punkta:

Föstudagur: . Fór í búð og keypti kál. Búðarmaðurinn var svo indæll að leggja sósu krukkuna á vigtina þegar hann var að vikta kálið svo að ég borgaði fyrir 1 kíló af káli í staðinn fyrir 500g. Duglegur! Ég heimtaði auðvitað að fá endurgreitt það sem mér bar, ekkert mál. Þetta var örugglega ekki viljandi gert en samt var þetta bara ótrúlega fyndið. Fór og hitti Magnús Ingvar og fjölskyldu og við Magnús áttum tryllta leikstund saman: Rosa fjör. Við Gunnar horfðum á Corpse Bride og drukkum Koonunga Hill. Nammi namm.

Laugardagur: Bónus (ekkert skemmtilegt, bara peningaeyðsla). Kláraði svo að lesa Lovely Bones sem er alger snilld. Mæli einstaklega mikið með henni til aflestrar. Pönnukökur í kvöldmat og svo Vegamót með Kristínu og Huldu Maríu.

Afslappelsi á sunnudeginum fyrir utan barnaafmæli hjá Magnúsi Ingvari. Jei.

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Plötur


Mig langar í þessar 2 plötur:

Gnarls Barkley: St. Elsewere













Nelly Furtado: Loose

Versló

Jæja, þá er ferðahelgin ógurlega framundan og aðalspurningin þessa daganna er: Hvað á svo að gera um helgina. Svarið hjá mér er ekkert. Eða sko auðvitað er ekki hægt að gera ekki neitt en ég ætla ekkert í útilegu eða neitt svoleiðis. Í mesta lagi verður skroppið í smá gönguferð í Dalina fyrir ofan Hvergerði. Voða gaman allt saman. Svo er planið að sofa út alla daganna. Sjibbý kóla.

Mér finnst nú bara alveg ágætt að vera heima í Reykjavík um þessa helgi, lítið stress og allt eitthvað voðalega þægilegt.

Kannski að maður baki bara köku.

Takk fyrir og góða helgi.

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Hans Petersen

Fyrir mörgum árum síðan tók ég þá ákvörðun að versla ekki við Hans Petersen. Ástæðan var einföld, þeir eru allt of dýrir miðað við þjónustuna sem maður fær hjá þeim. Einu sinni fór ég með meira en 30 filmur til þeirra og eini afslátturinn sem ég gat fengið var svona klippikort með einstaka stækkun og 10% afsláttur af einstaka filmum. Ömurlegt. Í þessu tilviki fór ég bara til annars ódýrari aðila sem bauð mér 30% afslátt af öllu!!!

Núna er svo komið að ég fór með myndir í framköllun í Bónus og hingað til hafa myndirnar frá þeim verið alveg glimmrandi fínar. Nema núna. Þær voru bara alls ekki fínar. Og þá kemmst ég að því að Hans Petersen eru farnir að framkalla fyrir Bónus. Arg. Þar var ástæðan komin fyrir því að myndirnar voru svona lélegar. Síðan hef ég verið að hringja út um allt að reyna að fá myndirnar mínar bættar en ekkert gengur. Enginn vill taka ábyrgð á þessu og allir láta mig hringja einhvert annað. Arg.

Sem sagt: Hans Petersen sökkar feitt!