miðvikudagur, júní 29, 2005
mánudagur, júní 27, 2005
Strætó póstar eru bestir
Mér er litið til hliðar og þar sér ég mann á miðjum aldri vera að sleikja gervitennurnar sínar. Mér bregður eitthvað og ég flýti mér að líta unda. Jakkedí jakk. Maðurinn fer út á sömu stöð og ég og þegar hann kemst út úr vagninum mssir hann pokann sinn og innihaldið veltir á gangstéttina. Að vísu var nú sennilegast allt í lagi með innihald pokans: Tvo rúgbrauðspakka en ég hálf vorkenni manninum. Veit samt ekki af hverju ég á að vorkenna honum? Kannski er það bara vegna þess að hann lifir ekki því góða lífi sem að ég þykist lifa.
Um morguninn var strætóinn minn xtra seinn og þess vegna tók ég annan strætó en venjulega. Ég hugsaði mér mér að þetta yrði nú spennandi: Nýtt og spennandi fólk til að fylgjast með. Jabb, það reyndist rétt. Það kom ein stelpa inn í vagnin stuttu á eftir mér. Hún leit nú út fyrir að vera á einhverju dópi eða eitthvað. Hún dróg saman lappirnar og grúfði höfðuðið ofan í hnén. Þá sá ég þá blasa við: Hvítu sokkana. Hvað er málið eiginlega með hvíta sokka, ég bara næ þessu ekki? Aðeins seinna á rúntinum í gulu limmunni sá ég að það kom inn önnur stelpa sem settist við hliðina á henni. Þessi stelpa leit einnig út fyrir að vera vandræðaunglingur, nema hvað að þessi var mun snyrtilega klæddari.
Ég ímyndaði mér að þessar tvær væri á leiðinni í dagvistum á einhverri stofnun og þær eyddu lausum tíma sínum í að tala um fíkniefni og Marlin Manson. Skondið ha?
Mér fannst ég alveg sjá mun á þeim. Ein var frekar snyrtilega klædd með hárið sæmilega hreint en hin var í óhreinum fötum sem greinilega kostuðu ekki eins mikið og sætisfélagans. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort að þessi sem að mér fannst verr á sig komin hafi komið frá vandræðaheimili og etv. þurft að selja sig í vændi til að eiga pening fyrir mat. Ég hugsaði mér að þessi í flottu fötunum væri uppreisnargjarn unglingur sem að hefði bara komið sér í vond mál en foreldrarnir gæfu henni samt ennþá peninga fyrir flottum fötum.
Síðan er náttúrulega auvitað sá möguleiki fyrir hendi að Þær hafi bara verið að fara á ball með vinnuskólavinnunni sinni og hafi þess vegna verið svona klæddar.
Um morguninn var strætóinn minn xtra seinn og þess vegna tók ég annan strætó en venjulega. Ég hugsaði mér mér að þetta yrði nú spennandi: Nýtt og spennandi fólk til að fylgjast með. Jabb, það reyndist rétt. Það kom ein stelpa inn í vagnin stuttu á eftir mér. Hún leit nú út fyrir að vera á einhverju dópi eða eitthvað. Hún dróg saman lappirnar og grúfði höfðuðið ofan í hnén. Þá sá ég þá blasa við: Hvítu sokkana. Hvað er málið eiginlega með hvíta sokka, ég bara næ þessu ekki? Aðeins seinna á rúntinum í gulu limmunni sá ég að það kom inn önnur stelpa sem settist við hliðina á henni. Þessi stelpa leit einnig út fyrir að vera vandræðaunglingur, nema hvað að þessi var mun snyrtilega klæddari.
Ég ímyndaði mér að þessar tvær væri á leiðinni í dagvistum á einhverri stofnun og þær eyddu lausum tíma sínum í að tala um fíkniefni og Marlin Manson. Skondið ha?
Mér fannst ég alveg sjá mun á þeim. Ein var frekar snyrtilega klædd með hárið sæmilega hreint en hin var í óhreinum fötum sem greinilega kostuðu ekki eins mikið og sætisfélagans. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort að þessi sem að mér fannst verr á sig komin hafi komið frá vandræðaheimili og etv. þurft að selja sig í vændi til að eiga pening fyrir mat. Ég hugsaði mér að þessi í flottu fötunum væri uppreisnargjarn unglingur sem að hefði bara komið sér í vond mál en foreldrarnir gæfu henni samt ennþá peninga fyrir flottum fötum.
Síðan er náttúrulega auvitað sá möguleiki fyrir hendi að Þær hafi bara verið að fara á ball með vinnuskólavinnunni sinni og hafi þess vegna verið svona klæddar.
Það er skítaveður úti. Ég er ekki alveg að fíla þetta veðurfar hérna. Mér finnst eins og sumarið sé búið hérna á eyjunni. Ég hálf skammaðist mín þegar ég fór í vetrarúlpu í vinnuna í morgun. Ég sá nú samt engan veginn eftir því vegna þess að það var alger fyristingur úti. Þá er ég sko ekki að meina að það hafi verið frost. Frekar svona að það hafi verið ofboðslega kalt og ég hristist pínu þegar ég var að bíða eftir strætó, af því að mér var svo kalt. Síðan rigndi mig næstum niður þegar ég kom út úr stætó og ég fagnaði þeirri ákvörðun minni að hafa farið í vatnshelda úlpu.
Mér reiknast til að það hafi verið 2 mjög góður dagur í júní. Það er nú ekki mikið. Kannski er ég bara að gleyma, en mér finnst eins og að það hafi verið gott veður einn mánudag þarna um daginn. Þá fór ég einmitt í sund með Hörpu og Leó og það var TROÐIÐ í sundi. Hinn dagurinn var auðvitað 17. júní. Sennilegast besti 17. júní frá því að Lýðveldið Ísland var stofnað og pottþétt sá besti sem ég hef upplifað.
Ef að það hafa verið fleiri góðir dagar í júní þá hef ég örugglega verið að vinna þá daga og síðan hefur verið komið ekki svo gott veður þegar ég er búin að vinna og er tilbúin að njóta góða veðrisins. Svo má nú ekki gleyma því að mér finnst gott að vera í 30 - 40° hita svo að það er kannski ekkert að marka þegar ég kvarta yfir ekki góðu veðri.
Mér reiknast til að það hafi verið 2 mjög góður dagur í júní. Það er nú ekki mikið. Kannski er ég bara að gleyma, en mér finnst eins og að það hafi verið gott veður einn mánudag þarna um daginn. Þá fór ég einmitt í sund með Hörpu og Leó og það var TROÐIÐ í sundi. Hinn dagurinn var auðvitað 17. júní. Sennilegast besti 17. júní frá því að Lýðveldið Ísland var stofnað og pottþétt sá besti sem ég hef upplifað.
Ef að það hafa verið fleiri góðir dagar í júní þá hef ég örugglega verið að vinna þá daga og síðan hefur verið komið ekki svo gott veður þegar ég er búin að vinna og er tilbúin að njóta góða veðrisins. Svo má nú ekki gleyma því að mér finnst gott að vera í 30 - 40° hita svo að það er kannski ekkert að marka þegar ég kvarta yfir ekki góðu veðri.
föstudagur, júní 24, 2005
Sirkus
Ný sjónvarpsstöð var að byrja núna fyrir 10 mínútum síðan. Ok, ég var aðeins að kíkja á þetta... Ömurlegt vægast sagt. Þetti þáttastjórnandi er greinilega með njálg í rassinum. Talaði í einni belg og biðu um hvernig maður ætti að byrja nýja sjónvarpsstöð. Ég er nú ekkert sérstaklega hrifin af sjónvarpsefni sem grípur mig ekki strax og þess vegna slökkti ég. Mig langar ekki að horfa á þetta.
Svona voru allaveganna mín fyrstu viðbrögð við þessari sjónvarpsstöð. Fyrstu viðbrögð skipta miklu máli, er það ekki?
Svona voru allaveganna mín fyrstu viðbrögð við þessari sjónvarpsstöð. Fyrstu viðbrögð skipta miklu máli, er það ekki?
Ég viðurkenni alveg fúslega að ég er engin tölvunörd. Ég var að fatta fyrst núna hvernig maður setur inn myndir á bloggið hjá sér. Ég hef nú kannski ekki alveg haft þörf fyrir það en núna þegar ég kann það mun ég örugglega nota mér það óspart. Spurnig samt um hvort að aðrir sjái myndina í sínum tölvum?? Það er alveg típískt að það virki ekki hjá mér. Endilega látið mig vita :)
Að skella sér í gírinn
Hverjir þekkja það ekki að fresta hlutunum í tíma og ótíma? Ég þekki það allaveganna mjög vel. En maður klárar nú yfirleitt hlutina þó svo að það sé seinna en maður ætlaði sér.
Ég var til dæmis að fara með filmur í framköllun sem eru orðnar eins ár gamlar. Jamm, góður árangur þar! En ég er þó allaveganna búin að fara með þær: Jei. Síðan keypti ég mér líka ný batterí í myndavélarnar mínar. Ég verð samt að viðurkenna að þetta með myndirnar hefur svolítið að gera með aurana. Það er bara brjálað dýrt að framkalla. Ég er til dæmis búin að eyða hátt í 9 000 kjalli í eitthvað myndavéladæmi!! En þetta er víst eitthvað sem að maður ákveður að gera og þá verður maður bara að sætta sig við það. Ég er samt eiginlega ekkert súr yfir þessum monningi, sérstaklega ekki þar sem að myndirnar mínar eru alveg prýðisgóðar. Þær eru nú bara alveg frábærar þó að ég segi sjálf frá. Nú er bara að taka sig saman í andlitinu og koma þessu í albúm og hengja nokkrar upp á vegg... (Hmm, þó svo að það sé nú ekki mín sterkasta deild).
Annað dæmi með að láta hluti sitja á hakanum eru götótt föt. Ég segi nú ekki að ég gangi í götóttum fötum en stundum koma göt á fötin manns sem er nauðsynlegt að laga og stundum detta tölur af skyrtum og jökkum og það er líka nauðsynlegt að festa þær á aftur. Það er ekki það að mér finnist leiðinlegt að sauma föt eða festa tölur. Málið er bara það að ég er ekkert sérstaklega góð í því. Á flestum af þeim buxum sem að ég hef þurft að stytta er brotið farið að hanga og gatið á sófanum er aftur farið að sjást. Það er neflilega hundleiðinlegt að gera við hluti þegar maður veit að viðgerðin mun ekki virka nema skammtímalausn en ekki til frambúðar.
Þriðja dæmið sem að mér dettur í hug með að skella sér í gírinn og hætta að draga hlutina eru armbeygjur. Ég stunda líkamsrækt reglulega og allt er nú gott með það nema hvað að ég er ekki dugleg að gera armbeygjur. Þetta er eitthvað sem að maður þarf að þjálfa upp og halda við, það þýðir ekkert að gera nokkrar armbeygur á nokkura vikna fresti. Maður verður að koma upp þoli fyrir þá vöðva sem koma við sögu og halda því við, ef að maður hættir þá dettur þolið niður strax. Einu sinni gerði ég 5x20 armbeygjur eftir hvern leikfimitíma. Vááá. Núna er ég hins vegar að reyna að æfa mig upp og ég er komin upp í 50 stykki. Vonandi get ég haldið mér við núna og náð upp í að massa 100 stykki eftir tíma. Þá verð ég hörkutól.
Annsi langur pistill, svona miðað við venjulega, mætti halda að ég væri að bæta upp fyrir gamla tíma. Nóg í bili best að fara að lesa margar blaðsíður í Harry Potter. Það er kominn tími til að skella sér í gírinn og gera eitthvað af viti.
En svona til að lífga upp á daginn þá er hérna ein annsi hressandi mynd af hnum Gunnari besta mínum.
Ég var til dæmis að fara með filmur í framköllun sem eru orðnar eins ár gamlar. Jamm, góður árangur þar! En ég er þó allaveganna búin að fara með þær: Jei. Síðan keypti ég mér líka ný batterí í myndavélarnar mínar. Ég verð samt að viðurkenna að þetta með myndirnar hefur svolítið að gera með aurana. Það er bara brjálað dýrt að framkalla. Ég er til dæmis búin að eyða hátt í 9 000 kjalli í eitthvað myndavéladæmi!! En þetta er víst eitthvað sem að maður ákveður að gera og þá verður maður bara að sætta sig við það. Ég er samt eiginlega ekkert súr yfir þessum monningi, sérstaklega ekki þar sem að myndirnar mínar eru alveg prýðisgóðar. Þær eru nú bara alveg frábærar þó að ég segi sjálf frá. Nú er bara að taka sig saman í andlitinu og koma þessu í albúm og hengja nokkrar upp á vegg... (Hmm, þó svo að það sé nú ekki mín sterkasta deild).
Annað dæmi með að láta hluti sitja á hakanum eru götótt föt. Ég segi nú ekki að ég gangi í götóttum fötum en stundum koma göt á fötin manns sem er nauðsynlegt að laga og stundum detta tölur af skyrtum og jökkum og það er líka nauðsynlegt að festa þær á aftur. Það er ekki það að mér finnist leiðinlegt að sauma föt eða festa tölur. Málið er bara það að ég er ekkert sérstaklega góð í því. Á flestum af þeim buxum sem að ég hef þurft að stytta er brotið farið að hanga og gatið á sófanum er aftur farið að sjást. Það er neflilega hundleiðinlegt að gera við hluti þegar maður veit að viðgerðin mun ekki virka nema skammtímalausn en ekki til frambúðar.
Þriðja dæmið sem að mér dettur í hug með að skella sér í gírinn og hætta að draga hlutina eru armbeygjur. Ég stunda líkamsrækt reglulega og allt er nú gott með það nema hvað að ég er ekki dugleg að gera armbeygjur. Þetta er eitthvað sem að maður þarf að þjálfa upp og halda við, það þýðir ekkert að gera nokkrar armbeygur á nokkura vikna fresti. Maður verður að koma upp þoli fyrir þá vöðva sem koma við sögu og halda því við, ef að maður hættir þá dettur þolið niður strax. Einu sinni gerði ég 5x20 armbeygjur eftir hvern leikfimitíma. Vááá. Núna er ég hins vegar að reyna að æfa mig upp og ég er komin upp í 50 stykki. Vonandi get ég haldið mér við núna og náð upp í að massa 100 stykki eftir tíma. Þá verð ég hörkutól.
Annsi langur pistill, svona miðað við venjulega, mætti halda að ég væri að bæta upp fyrir gamla tíma. Nóg í bili best að fara að lesa margar blaðsíður í Harry Potter. Það er kominn tími til að skella sér í gírinn og gera eitthvað af viti.
En svona til að lífga upp á daginn þá er hérna ein annsi hressandi mynd af hnum Gunnari besta mínum.
þriðjudagur, júní 21, 2005
Allt að gerast þessa daganna!
Ég trúi því varla að það sé kominn 21. júní. 21. JÚNÍ. Núna eru bara rúmir tveir mánuðir eftir af sumrinu, og þá kemur haustið.
Síðasta helgi var alger snilld. Frí á föstudaginn. Ég get nú ekki sagt að ég hafi gert neitt mikið á föstudaginn, nema kannski að baka heilan helling. Á fimmtudagskvöldið hóf ég baksturinn og honum lauk ekki fyrr en á hádegi á föstudaginn. Við Gunnar buðum neflilega fólki í 17. júní kaffi og það var æði. Fullt af kökum og brauði í boði. Fullt af fólki koma í heimsókn í góða veðrinu. Óh mæ god hvað var gott veður. Við hámuðum í okkur bakkelsið og röbbuðum um málefni líðandi stundar. Gunni Freyr og Hulda og Valdi og Halla komu með strákana sína, voða gaman að sjá þau. Það er alveg ótrúlegt að sjá hvað þessi litlu börn vaxa fljótt.
Um kvöldið löbbuðum við Gunnar síðan til foreldra hans Gunnars. Eins og vanalega var klessuhundurinn að klessast og það lá við að Perla fengi hjartaáfall úr spenningi þegar við komum. Sem sagt bara seim óld, seim óld.
Laugardagurinn var Gunnadagur. Við byrjuðum á að fara í Everest og kaupa skó. Gunnar keypti svona og ég keypti svona. Æði pæði. Subway bauð upp á túnfiskbát og svo var rennt í sund. Seltjarnarneslaugin varð fyrir valinu og það var æði í sundinu. Nema hvað að þegar við komum út úr sundinu var byrjað að rigna. Þess vegna fórum við bara í Ikea og keyptum sitthvort teppið.
Eftir kvöldmat fórum við svo í bíó. Sáum Hitchhiker's Guide to the Galaxy. Hún var rosa skemmtileg, en mér fannst hún samt ekki alveg vera í stemmningu við það sem gerist í bókinni. Æi ég veit ekki, mér finnst að þegar myndir eru gerðar eftir bókum þá skuli þær bara vera alveg eins og bækurnar en ekki endalaust verið að breyta. En jæja, hvað um það.
Opnuðum heiðursrauðvín frá Columbia Crest. Geðveikt gott 8 ára gamalt Cabarnet Sauvignon. Súpervín. Dýri osturinn og kexið úr 10-11 spillti heldur ekki fyrir.
Á sunnudaginn kíktum við svo á Stebba og fjölskyldu og nýja húsið þeirra. Ótrúlegt hvað þetta rýs fljótt. Við fórum með strákana í sund í Laugaskarði. Þar er stökkbretti sem að við fórum á alveg hellings mörgum sinnum. Hundaskemmtilegt.
Þegar við komum svo í bæinn aftur þá var ekkert til í kotinu að borða (nema kökur) svo að við fórum í búðina. Þar var heldur ekkert til, svo að við keyptum bara kjúkling og franskar. Nammi namm.
Sem sagt frábær helgi, fullt af góðum mat, fullt af góðu veðri, einn æðislegur kærasti og allt bara frábært.
Var allt í einu að fatta það núna, ég held að ég hafi gleymt að setja lyftiduft í skúffukökuna sem að ég gerði á laugardaginn. Hún var neflilega eitthvað lítil í sér þrátt fyrir að vera rosalega góð.
Síðasta helgi var alger snilld. Frí á föstudaginn. Ég get nú ekki sagt að ég hafi gert neitt mikið á föstudaginn, nema kannski að baka heilan helling. Á fimmtudagskvöldið hóf ég baksturinn og honum lauk ekki fyrr en á hádegi á föstudaginn. Við Gunnar buðum neflilega fólki í 17. júní kaffi og það var æði. Fullt af kökum og brauði í boði. Fullt af fólki koma í heimsókn í góða veðrinu. Óh mæ god hvað var gott veður. Við hámuðum í okkur bakkelsið og röbbuðum um málefni líðandi stundar. Gunni Freyr og Hulda og Valdi og Halla komu með strákana sína, voða gaman að sjá þau. Það er alveg ótrúlegt að sjá hvað þessi litlu börn vaxa fljótt.
Um kvöldið löbbuðum við Gunnar síðan til foreldra hans Gunnars. Eins og vanalega var klessuhundurinn að klessast og það lá við að Perla fengi hjartaáfall úr spenningi þegar við komum. Sem sagt bara seim óld, seim óld.
Laugardagurinn var Gunnadagur. Við byrjuðum á að fara í Everest og kaupa skó. Gunnar keypti svona og ég keypti svona. Æði pæði. Subway bauð upp á túnfiskbát og svo var rennt í sund. Seltjarnarneslaugin varð fyrir valinu og það var æði í sundinu. Nema hvað að þegar við komum út úr sundinu var byrjað að rigna. Þess vegna fórum við bara í Ikea og keyptum sitthvort teppið.
Eftir kvöldmat fórum við svo í bíó. Sáum Hitchhiker's Guide to the Galaxy. Hún var rosa skemmtileg, en mér fannst hún samt ekki alveg vera í stemmningu við það sem gerist í bókinni. Æi ég veit ekki, mér finnst að þegar myndir eru gerðar eftir bókum þá skuli þær bara vera alveg eins og bækurnar en ekki endalaust verið að breyta. En jæja, hvað um það.
Opnuðum heiðursrauðvín frá Columbia Crest. Geðveikt gott 8 ára gamalt Cabarnet Sauvignon. Súpervín. Dýri osturinn og kexið úr 10-11 spillti heldur ekki fyrir.
Á sunnudaginn kíktum við svo á Stebba og fjölskyldu og nýja húsið þeirra. Ótrúlegt hvað þetta rýs fljótt. Við fórum með strákana í sund í Laugaskarði. Þar er stökkbretti sem að við fórum á alveg hellings mörgum sinnum. Hundaskemmtilegt.
Þegar við komum svo í bæinn aftur þá var ekkert til í kotinu að borða (nema kökur) svo að við fórum í búðina. Þar var heldur ekkert til, svo að við keyptum bara kjúkling og franskar. Nammi namm.
Sem sagt frábær helgi, fullt af góðum mat, fullt af góðu veðri, einn æðislegur kærasti og allt bara frábært.
Var allt í einu að fatta það núna, ég held að ég hafi gleymt að setja lyftiduft í skúffukökuna sem að ég gerði á laugardaginn. Hún var neflilega eitthvað lítil í sér þrátt fyrir að vera rosalega góð.
sunnudagur, júní 19, 2005
Til hamingju
Til hamingju með daginn kæru konur.
Í dag er eitt ár liðið síðan að ég útskrifaðist með BA gráðu frá Háskóla Íslands. Vá hvað mér finnst samt vera stutt síðan. Á morgun er svo eitt ár frá því að við Gunnar fluttum í nýju íbúðina okkar. Á þeim degi velti ég því fyrir mér hvernig mér myndi líða nú í dag? Hvað ég væri að gera einu ári eftir útskrift og búin að búa í eigin íbúð í eitt ár. Mér líður nú bara ósköp venjulega, en það er æðislegt að eiga sjálf íbúð og mér líður alveg svakalega vel.
Jæja, best að fara að njóta þess að búa í eigins íbúð með honum Gunnari mínu. Við erum að fara að horfa á Star Wars og ég ætla að fá mér bjór. Slurp.
Í dag er eitt ár liðið síðan að ég útskrifaðist með BA gráðu frá Háskóla Íslands. Vá hvað mér finnst samt vera stutt síðan. Á morgun er svo eitt ár frá því að við Gunnar fluttum í nýju íbúðina okkar. Á þeim degi velti ég því fyrir mér hvernig mér myndi líða nú í dag? Hvað ég væri að gera einu ári eftir útskrift og búin að búa í eigin íbúð í eitt ár. Mér líður nú bara ósköp venjulega, en það er æðislegt að eiga sjálf íbúð og mér líður alveg svakalega vel.
Jæja, best að fara að njóta þess að búa í eigins íbúð með honum Gunnari mínu. Við erum að fara að horfa á Star Wars og ég ætla að fá mér bjór. Slurp.
þriðjudagur, júní 14, 2005
32°
Í gærkvöldi klukkan 9 sýndi hitamælirinn fyrir utan hjá mér 32°. Ef bara að það væri nú satt. Við Harpa fórum í sund í gær í gettósundlaugina. Hún var alveg pökkuð. Hann Leó var hundduglegurí sundlauginni þó svo að hann þorði ekki að hoppa út í laugina eða renna sér einn ofan í laugina.
Núna er verið að grilla úti í Blóðbanka. Mig langar í pylsu! En ég fékk mér pylsu í gær svo að ég held að ég láti mér það bara duga :)
Núna er verið að grilla úti í Blóðbanka. Mig langar í pylsu! En ég fékk mér pylsu í gær svo að ég held að ég láti mér það bara duga :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)