mánudagur, maí 30, 2005
Jóga fyrir framan tölvuna?
Er það í anda Jóga að stunda það fyrir framan tölvuna? Nike finnst það allaveganna. Ég náði mér í jóga lög hér. Ég náði líka í myndir af stellingunum svo að í rauninni þarf ég ekkert að stunda jóga fyrir framan tölvuna en þetta er samt tölvujóga.
Eina vandamálið hjá mér er slökunin. Í lok jógans á maður að liggja á dýnunni og slaka á en mér tekst alltaf að sofna.
Annars er ég í vinnunni núna. Ákvað að vera lengur að vinna í dag til þess að græða peninga, money money money!!! En ég er samt alveg ofboðslega þreytt, augnlokin eru alveg að leka niður og hendurnar eru ekki alveg að samþykkja að gera þær eiga að gera :)
Best að hækka Ipodinn meira og vona að ég losni við sybbon veiruna sem er að hrjá mig þessa daganna!
Eina vandamálið hjá mér er slökunin. Í lok jógans á maður að liggja á dýnunni og slaka á en mér tekst alltaf að sofna.
Annars er ég í vinnunni núna. Ákvað að vera lengur að vinna í dag til þess að græða peninga, money money money!!! En ég er samt alveg ofboðslega þreytt, augnlokin eru alveg að leka niður og hendurnar eru ekki alveg að samþykkja að gera þær eiga að gera :)
Best að hækka Ipodinn meira og vona að ég losni við sybbon veiruna sem er að hrjá mig þessa daganna!
laugardagur, maí 21, 2005
Kók er gott, en mér finnst eiginlega pepsí vera betra
Ég er í vinnunni núna og ég er með kók með mér. Ég veit eiginlega ekki af hverju ég er með kók, ákvað það bara í gærkvöldi að mig langaði að taka með mér kók í vinnuna í dag. Kók og nammi... mmm.
Held samt að mér eigi eftir að vera illt í maganum á eftir... Allt þetta nammi og sykurdrykkur verða til þess að mér á eftir að verða illt í maganum. Vá hvað þetta var eitthvað löng setnig.
Allaveganna: Kók og nammi.
Held samt að mér eigi eftir að vera illt í maganum á eftir... Allt þetta nammi og sykurdrykkur verða til þess að mér á eftir að verða illt í maganum. Vá hvað þetta var eitthvað löng setnig.
Allaveganna: Kók og nammi.
fimmtudagur, maí 19, 2005
sunnudagur, maí 15, 2005
Esjuferð að baki
Við Gunnar röltum upp á Esju í dag. Við erum nú meiri hetjurnar þrátt fyrir að vera soldið þreytt :)
Nokkur fleiri orð
Ég get nú ekki sagt að það hafi verið neitt ofboðslega mikið fjör í vinnunni í dag, sumir voru latari en aðrir og sumir unnu ekki neitt.
Gunnar er kríndur Ólsenmeistari Vesturberg 26 nú í kvöld. Ég er hinsvegar Ókýrndur meistari í Rommý og tveggja manna vist. Hana nú.
Miller er víst góður, slurp.
Það er gott að það skuli ver tveir dagar í fríi framundan. Ég á skilið gott frí núna. Eða ég held það allaveganna. Það er allaveganna æðislegt að vera í fríi og slappa af.
Gunnar er kríndur Ólsenmeistari Vesturberg 26 nú í kvöld. Ég er hinsvegar Ókýrndur meistari í Rommý og tveggja manna vist. Hana nú.
Miller er víst góður, slurp.
Það er gott að það skuli ver tveir dagar í fríi framundan. Ég á skilið gott frí núna. Eða ég held það allaveganna. Það er allaveganna æðislegt að vera í fríi og slappa af.
föstudagur, maí 13, 2005
Mig langar bara að segja nokkur orð
- Mjög oft nenni ég ekki að blogga
- Mér finnst samt mjög gaman að því að skoða heimasíður hjá öðru fólki og það ýtir mér áfram í að skrifa á eigin síðu
- Gunnar er bestur
- Mér þykir vænt um alla vini mína
- Útlönd eru best
- Ipod er best
- Strætó er ekki bestur, en það hjálpar að eiga ipod
- Mamma og pabbi eru að fara í ferðalag til Thailans á morgun
- Það er slúbberta veður úti
- Ég ætla ekki að lofa því að skrifa oftar, vonandi er það í lagi ;)
fimmtudagur, maí 05, 2005
Ég var að skrá okkur Gunnar sem styrktarforeldra barns í Indlandi. Þrátt fyrir að við séum að fara til útlanda í haust og að við séum að spara hellings þá ætla ég frekar að eyða aðeins minni pening í mig og sjá frekar fyrir barni. Ótrúlegt að svona lítil upphæð geti gert svona mikið fyrir lítið barn.
Til þess að aðstoða fólk á Íslandi fór ég og gaf blóð í gær. Vonandi mun þetta blóð geta aðstoðað einhvern til að lifa betra lífi, já eða hreinlega bara að lifa af. Ég skráði mig líka í stofnfrumuskrána sem er upplýsingabanki um alla hugsanlega stofnfrumugjafa í heiminum. Ef haft verður samband við mig gæti ég þurft að fara til Noregs í stofnfrumuheimtu. Ég vona að ég geti hugsanlega bætt líf einhvers sem þarf á því að halda.
Til þess að aðstoða fólk á Íslandi fór ég og gaf blóð í gær. Vonandi mun þetta blóð geta aðstoðað einhvern til að lifa betra lífi, já eða hreinlega bara að lifa af. Ég skráði mig líka í stofnfrumuskrána sem er upplýsingabanki um alla hugsanlega stofnfrumugjafa í heiminum. Ef haft verður samband við mig gæti ég þurft að fara til Noregs í stofnfrumuheimtu. Ég vona að ég geti hugsanlega bætt líf einhvers sem þarf á því að halda.
Af hverju er heimurinn svona vondur?
Við Gunnar skelltum okkur í bíó áðan, fórum að sjá Hotel Rwanda. Alveg hrikaleg mynd.
Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja... Hver ber ábyrgðina? Hutu eða Tusti? Eða kannski Belgar eða Frakkar. Eða kannski bara ég sjálf af því að ég hef ekkert gert til að aðstoða? Ég veit að ég ber ekki presónulega ábyrgð á þjóðarmorðunum í Rwanda en mér finnst eitthvað vera hálf klikkað við það að fólk sé drepið í öðrum löndum og ég fer og fæ mér American Style svona eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ég hef það alveg hrikalega gott hérna á Íslandi, ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að Hafnfirðingar geri árás á Reykjavík með það að markmiði að drepa alla. Það væri nú alveg hrikalegt en svona er víst lífið á mörgum stöðum í heiminum. Margir hafa lifað í stöðugum ótta við stríð, ofbeldi og dauða, það þekkir ekkert annað.
"The graves are not full" 1 milljón manna lést í borgarastríðinu í Rwanda.
Frá því að við Gunnar löbbuðum út úr bíóinu á Hverfisgötunni hafa stutt brot úr myndinni verið að skjótast inn í kollinn á mér og alltaf hugsa ég: Af hverju eru mennirnir svona vondir?
Ég bara skil þetta engan veginn, en ég veit að mig langar til að gera heiminn að betri stað. Best að byrja núna.
Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja... Hver ber ábyrgðina? Hutu eða Tusti? Eða kannski Belgar eða Frakkar. Eða kannski bara ég sjálf af því að ég hef ekkert gert til að aðstoða? Ég veit að ég ber ekki presónulega ábyrgð á þjóðarmorðunum í Rwanda en mér finnst eitthvað vera hálf klikkað við það að fólk sé drepið í öðrum löndum og ég fer og fæ mér American Style svona eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ég hef það alveg hrikalega gott hérna á Íslandi, ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að Hafnfirðingar geri árás á Reykjavík með það að markmiði að drepa alla. Það væri nú alveg hrikalegt en svona er víst lífið á mörgum stöðum í heiminum. Margir hafa lifað í stöðugum ótta við stríð, ofbeldi og dauða, það þekkir ekkert annað.
"The graves are not full" 1 milljón manna lést í borgarastríðinu í Rwanda.
Frá því að við Gunnar löbbuðum út úr bíóinu á Hverfisgötunni hafa stutt brot úr myndinni verið að skjótast inn í kollinn á mér og alltaf hugsa ég: Af hverju eru mennirnir svona vondir?
Ég bara skil þetta engan veginn, en ég veit að mig langar til að gera heiminn að betri stað. Best að byrja núna.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)