föstudagur, október 31, 2003

Mér er alveg sama þó að það séu stafsetningarvillur á blogginu.
Getur einvher lánað mér klámspólu? Helst ekki neitt sem er ógeðslegt.
Sökkí sökkí dagur. Byrjaði ágætlega, skellti mér í gymmið og ákvað síðan að ná í tölvuna hans Gunnars. Fór síðan á Bókhlöðuna og var að læra það. Þá byrjaði ástandið að versna. Gunnar vildi að ég sendi sér myndir úr tölvunni hans, ok, netið í tölvunni hans virkaði ekki, arg. Þegar það virkaði ekki þá ákvað ég að senda myndirnar til Gunnars heima hjá mér.
Ég ætlaði að fara og leigja mér klámmynd, en þá var Laugarásvideo búið að breytast í einhverja grillbúllu! Auðvitað áttu þeir ekki neitt klám, en bentu mér á hvað hin raunverulega Laugarásvideoleiga er stödd núna. Keyrði þangað, en nei, þeir opna ekki fyrr en klukkan 3. Þar sem klukkan var ekki nema korter yfir 2 þá skellti ég mér í Ikea og Ríkið. Fór aftur í Laugarásvideo, og þá sagðist kallinn ekki vera með svona spólur lengur. Hann benti mér að fara á Grensásvideo. Ok, klukkan er orðin of margt, nenni þessu ekki lengur, fresta kláminu þangað til á morgun.
Þegar ég kom heim (loksins) þá þurfti ég að dröslast upp á 4 hæð með: Skólatösku, leikfimitösku, tölvutösku, venjulega tösku og poka fullan af bókum. Þar að auki hélt ég á bíllyklum og mínum eigin lyklum. Hver hæutur var um 10 kíló að þyng sem gerir þetta að 100 kílóa burði. Af hverju var ég að fara að lyfta í morgun?
En þetta er svo sem ekkert hræðilegt, því að ég fékk glæsilegt grillsett í gær. Svo er ég líka að fara að fá pizzu á eftir.

miðvikudagur, október 29, 2003

Iss piss. Sá Anger Management í gær. Hún var ekki góð. Mæli ALLS EKKI með henni. Oj oj oj. Gymmið í dag, allir að vera duglegir, vííí. Maður verður bara að láta sig hafa það að Sóla sé að kenna tímann, úff. Verð að halda þetta út, verð að halda þetta út... Nei, bara smá grín hún Sóla er ekki það slæm, hún er bara soldið hæg. Á einhver tappatogara? Gunnari langaði í rauðara í gær en við völdum flösku sem var með einstaklega þéttum tappa og tappatogarinn slitnaði í tvennt. U hu. Hlýtur að reddast samt, það gerir það alltaf, er það ekki? Mig langar að eiga heima í útlöndum, þar sem er mikill hiti. Allaveganna einhversstaðar þar sem er meiri hiti en á Íslandi, þoli ekki frost. Nenni ekki að skafa bíla :( Jakk.
Ömm

mánudagur, október 27, 2003

Til hamingju Signý Ólöf með nafnið.
Til hamingju Hilda með gráðuna.
KILL BILL Fór að sjá hana á föstudaginn. Snilldarmynd, en samt svolítið skrýtin. Ég vil ekki vera að vekja upp vonir þeirra sem ekki hafa séð myndina, því að ég er nokkuð viss um að það eru margir sem ekki fíla hana neitt.

fimmtudagur, október 23, 2003

You're Perfect ^^
-Perfect- You're the perfect girlfriend. Which
means you're rare or that you cheated :P You're
the kind of chick that can hang out with your
boyfriend's friends and be silly. You don't
care about presents or about going to fancy
placed. Hell, just hang out. You're just happy
being around your boyfriend.


What Kind of Girlfriend Are You?
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, október 21, 2003

Geðveikt gaman um helgina SUMARBÚSTAÐUR. Mættir voru: Gunnar og ég, Hilda og Villi, Bryndís og Haukur. Á laugardaginn mættu svo Kamilla og Ólöf. Snilldar matur, mikið vín, heitur pottur. Sem sagt geðveikt stuð.

þriðjudagur, október 14, 2003

Ég veit að það er gaman að spyrja vini sína um símanúmer sem maður ætlar að hringja í úr sínum eigin síma. Vinkonan lætur mann fá símanúmerið og þá bara hringi ég.
Hverjum langar ekki í númeraplötu?
Öl er gleði, allaveganna þegar það er ókeypis. Hverjum finnst gaman að vera fullur?? Ég, ég ég.
Þeir sem verða stundum fullir vita að stundum gerir maður hluti sem maður á kannski ekki að gera!! EN samt gerast þeir bara óviljandi.
Ömuleg próftafla.
Japönsk saga og trúarbrögð: 8.des 9-12
Mannfræðikenningar 2: 17.des 9-12
Um Rasisma: 17. des 13.30 - 16.30

laugardagur, október 11, 2003

Ég keyrði yfir nýju mislægu gatnamótin áðan. Jei gaman gaman.
Ógeðslega gaman í vísindaferð. Mikið af bjór, óh mæ god. Ég tók þátt í bjórkeppni. En hei, það tók strákur þátt svo að þess vegna vann ég ekki. Samt var ógeðslega gaman. Gunni besti í heimi gaf mér Nonnabita. Nammi namm, ég elska Nonnabita.

föstudagur, október 10, 2003

Fékk merkileg bein í gær. Eitt var sennilegast efst af lærlegg, því að ég sá kúluna sem gerir dýrirnu kleift að ganga. Snertiflötur.is Síðan sá ég líka hluta af hrygg (held ég), mænan var lin. Fyndið.is

fimmtudagur, október 09, 2003

Ég er að fara að djamma á morgun, vísindaferð í Norðurljós. Vonandi verðu mikið frítt áfengi, af því að mér finnst áfengi svo gott. Drekk kkerd. Vinna á morgun (er að reyna að græða peninga). Síðan etv djamm aftur á morgun. Og ekki má gleyma gleðinni helgina þar á eftir!!
Óvissuferð á laugardag. ÁTVR hélt óvissuferð fyrir starfsmenn sína. Mæting upp á Stuðlaháls hálf sjö, bjórinn teigaður (hvað er eiginlega málið, ég er alltaf að drekka bjór???). R'utuferð upp að Esju. Fékk mér sixpakk í töskuna, alltaf að græða. F'orum síðan upp á Kjalarnes og fengum að borða. Þar voru jólasveinar og aðrir vitleysingar. Steini úr Emm Há sá um spilerí og dj-ingar (ekki mjög skemmtó).
Fara í bæinn, takmarkað skemmtistaðarölt sem endaði fljótlega í leigubíl. Iss piss. Ekki nærr því eins gott djamm og föstudagsdjammi, en ágætt samt.
Djamm á síðasta föstudag. Byrjaði á að fara í Body Step með Hildu. Síðan dressaði maður sig upp, síðbuxur og sokkabuxur, vegna þess að leiðin lá niður í skeifu (fyrir framan Háskólann). Þar voru þýskunemar að halda oktoberfest. Voða kalt úti en voða heitt inni. Bjór og þýsk skot teiguð. Við Hilda hittum Bryndísi og hún var full, MJÖG FULL. Hlupum í bæinn og fórum á Pravda. Plebbastaður með skemmtilegum klósettsamræðum. Hlaupið á Nellys en þar var bara tilboð á bjór. Hlaupið á Felix og ódýrt áfengi teigað. Gaukur á Stöng var fáliðaður og Gunnar kom og sótti okkur. Við Hilda fengum okkur lúr á leiðinni úr Mosó, zzz.

sunnudagur, október 05, 2003

Alltaf blessuð blíðan, ha?? Hvað finnst ykkur?
Hjálp. Ég er búin að vera 40 mín að lesa 4 blaðsíður. Og ég sem er á 3. ári í Háskóla. Max Weber er ekki besti vinur minn í augnablikinu. Understanding may be of two kinds: the first is the direct observational understanding of the subjective meaning of a given act as such, including verbal utterance. [...] Understanding may, however be of another sort, namely explanatory understanding.

fimmtudagur, október 02, 2003

Hann Gunnar minn er bestur í heimi og hann er líka ofsalega mikið krútt og sætabrauð og sælgæti. Nammi namm.
Held að buxurnar mínar séu að detta niður um mig.

miðvikudagur, október 01, 2003

Langar einhverjum til að fara að djamma á föstudaginn. Félag þýskunema efnir til Októberfest. Ódýr bjór. Eru ekki allir í stuði??
Hádegisfundur í Árnagarði á morgun fimmtudag frá 12.05 - 13.00. Forsendur breytuvals í krabbameinsrannsóknum: Hin kynbundna nálgun í skjóli hlutleysis.
Fjallað um krabbamein í leghálsi og blöðruhálskrabbamein. Spennó spennó. Hvet alla til að koma.
Gunnar er bestur í heimi.