mánudagur, mars 24, 2003

Helgin var nú bara hreint út sagt frábær!
Á föstudaginn borðuðum við Gunnar góðan mat (grænmeti og kjúlla í kína-sósu) og síðan horfðum við á video. Við horfðum á Star Wars 2: Attak of the Clones. Síðan horfði ég á eina mynd í viðbót en Gunnar var svo þreyttur að hann fór að sofa. Það er svo gott að skríða upp í heitt rúmið. Takk Gunnar fyrir að vera hitapokinn minn.
Á laugardaginn var ég svo að læra helling, og svo bjó ég til eggjakökupizzu. Það var gott, mmm. Um kvöldið var tequilað teigað, nema að ég horfði á! Maður tekur eftir því hvað hræðilegur svipur er á fólki þegar það er að taka tequila! Það er að eins hægt að sjá það þegar maður er edrú að fylgjast með :) Sem sagt, Hilda, Kamilla og Ólöf stútuðu heilli flösku einar. Ég kalla það nú nokkuð góðan árangur! Bíbí var hákf veik þannig að hún lét sér nægja 1,5 staup og lét síðan Hauk sækja sig þegar við hinar fórum í bæinn. Hvervis virkaði nú bara næstum því alveg. Fyrst voru hörku RogB lög en síðan komu öðruvísi skemmtileg lög með nokkrum leiðinlegum lögum inn á milli! Við dönsuðum mikið og síðan varð ég félagspúki og bað um að fara á Vegamót. Þar sem klukkan var orðin 2 og allir Íslendingar voru að djamma var sjö k röð á vegamót svo að við prumpuðum á þá og fórum á Kofan hans Tomma. Þar var gaur með vesen og hann var á flókainniskóm. Ég fór í 10-11 og keypti rándýran augnfarðahreinsi. Iss piss hvað 10-11 er dýrt!
Sunnudagurinn var snilldarlegur líka. Fór í Smáralind og keypti 2 boli. Júlía er svolið undarleg stelpa! Ég fékk steik, kartöflur, sallat, sósu og kók í kvöldmat. Rauðvínsleginn lambaframpartur er snilldarlegt kjöt. Ég dýrka me me, allaveganna þegar þær eru á disknum mínum! Ég borðaði meira. Kökuklúbbur hjá Bryndísi. Ég kom með míní túnfisk samlokur og skinku aspasrúllur, mmm. Kamilla kom með brúnkur og Bíbí bauð upp á ís. Svanborg og Ólöf komu með gos til að renna niður öllum herlegheitunum. Sweet Home Alabama er krúttleg mynd en ég verd samt að viðurkenna að hún hefði átt að enda pínulítið öðruvísi :( EN hún var samt sæt!
Bless

laugardagur, mars 22, 2003

Ég sá 3 árekstra í gær! Hvað er að fólki, kann það ekki að keyra þótt að það sé vont veður úti? Ég bara spyr!
Ég lennti nú samt ekkert í neinum vandræðum af því að ég passaði mig svo mikið!

fimmtudagur, mars 20, 2003

Enn rignir. Hvað á það eiginlega að þýða að vera svona vont veður úti? Veðrið sökkar alveg feitt.
Hei, týpískt íslenskt, tal um veður. En það er nú einu sinni TALfrelsi á Íslandi, þó svo að ég kaupi mitt frelsi af Símanum. He he.
Mu mu og mí mí.
Það er byrjað stríð í Írak. Heimska ríkisstjórn Íslands er samþykk þessu. Ég verð nú bara að þetta fólk er eins og aumar kanamellur sem hafa runnið á bananahýði og tapað sér í kollinum. Er stríðið virkilega nauðsynlegt? Ég held ekki. Kom on people! Hættið þessu Bulli.
Dumble karamellur eru góðar.

þriðjudagur, mars 18, 2003

Nammi namm, ég var að borða rúnstykki með túnfisksalati. Mér finnst túnfiskur vera góður. Það er ekki öllum sem finnst túnfiskur vera góður, en hann er svo hollur!
Er djamm um helgina??? Ójá, ég held það nú! Það er verið að tefna að tequiladjammi ala stelpurnar og síðan verður dansað og djammað eins og okkur einum er lagið! Þeð er neflilega gaman að fara út að dansa. Mig langar á Vegamót, það er langt síðan ég hef farið þangað! Ég sakna Vegamóta.
Gunnar kom heim í gær. Það var OFSALEGA gaman. Hann er svo sætur og svo mikið krútt. Núna á ég táfýlur sem eru prjónaðar í færeyskum stíl (held ég) og svo á ég líka trebba og vettlinga. Þetta er allt voðalega flott. Mér finnt Gunnar vera bestur í heimi.

föstudagur, mars 14, 2003

Á daginn er ég lítill gulur og grænn fiskur sem svammlar um í vatninu og hef það kósý. Á kvöldin og næturnar er ég jarðarber sem flýg inn í drauma fólks og lætur því líða vel.
Ég fékk orkunudd í nótt. Það var munkur sem gaf mér orkunuddið, voða gott, fann fyrir því alveg niður í tær. Hann þurfti að fara því að einhver kom inn. Síðan vaknaði ég, á ská í rúmminu mínu með hausinn næstum út úr...
Ég er á leiðinni í Body Step. Vonandi dey ég ekki!
Ég vildi bara segja: ● چقدر بدم مياد كه يه نفر تظاهر به خوشبختي بكنه، اونقدر كه حتي خودش هم باورش بشه خوشبخته.
شاديم خوشبختي همون تظاهر كردن به خوشبخت بودن؟!
من چي مي گم؟ Og ég vona að ég sé ekki að móðga neinn...

miðvikudagur, mars 12, 2003

Gaman saman en ekki sundur. Ég er nú búin að vera annsi dugleg á skemmtanalífinu undanfarið! Báðir dagarnir um síðustu helgi!! Ég er líka nýbúin í lokaprófi í einum áfanganum mínum svo að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af hinum meir. Mig langar á Tequila fyllery, veit ekki með Hildu en hún stakk upp á því síðast svo að hver veit hvað gellan er að hugsa...???

föstudagur, mars 07, 2003

Jæja. Núna eru bara 25 mínotur í próf. Mér finnst próf vera asnaleg. Ég missti pínu svefn í nótt og svo er ég með í maganum. Ekkert voðalega mikið af því að mér finnst ég kunna þetta svo vel. En próf eru asnaleg. Þetta er 100% próf sem ég er að fara í núna. Á 3 klukkutímum þarf ég að gubba út úr mér allri þeirri þekkingu sem ég veit um Durkheim, Malinowski, Radcliffe-Brown og félaga. Ohhh. Ég segi það nú bara...