Svona í tilefni þess að það er alveg að fara að koma nýtt ár þá er ég að hugsa um að fara í smá armbeygjuprógram. Svona 1 armbeygja fyrsta janúar, 2 armbeyjur 2. janúar osfrv. Kannski að við stefnum á að gera þetta allaveganna í janúar. Ef það gengur þá gæti verið að ég haldi áfram í febrúar líka.
Svo er alveg farið að styttast í þrjátíuára afmælisdaginn. Eins og ég hef áður sagt þá er stefnan að vera 30 kíló á afmælisdaginn og ég held bara að það eigi eftir að takast!!
Illa grillaður kjúklingur
fimmtudagur, desember 16, 2010
sunnudagur, desember 12, 2010
Aðventan
Vá hvað ég er eitthvað að missa mikið af aðventunni þetta árið! Það er svo sem ekkert nýtt. Þetta er þriðja árið í röð þar sem ég er að læra á aðventunni! Mér finnst þetta jaðra við að vera brot á mannréttindum að halda próf á þessum árstíma. Fjölskyldulíf er nánast ekkert og jólalög heyrast varla!
Aumingja ég!
Aumingja ég!
sunnudagur, desember 05, 2010
12 dagar!
Jæja, þá eru 12 dagar í próflok. Bara TÓLF dagar!! Á þessum 12 dögum á ég eftir að taka 4 próf! Ég er sem sagt ekki byrjuð og samt eru um tvær vikur síðan ég var búin í skólanum. Úff. En jólin fara að koma: Jei
föstudagur, desember 03, 2010
Heppna ég
Þetta poppaði upp á skjánum hjá mér: You have just recived email from Jesus Christ.
Kristniboðskapurinn bara farin að berast með e-maili! Ég opnaði e-mailið samt ekki, vil helst ekki að jesús kristur sé að hlaða sínum boðskap í tölvuna mína!
Kristniboðskapurinn bara farin að berast með e-maili! Ég opnaði e-mailið samt ekki, vil helst ekki að jesús kristur sé að hlaða sínum boðskap í tölvuna mína!
fimmtudagur, desember 02, 2010
Endurskynsmerki
Fyrst ættuð þið að lesa þetta hér.
Þegar ég labbaði í leikskólan í morgun fannst mér ég vera örlítið öruggari vegna þess að Eygló Eva var með 2 auka endurskynsmerki á sér og ég var með eitt hangandi úr vasanum. Það er alveg ógeðslega dimmt úti þessa daganna og þess vegna alveg bráðnauðsynlegt að vera með endurskynsmerki á sér. Eins ættu allir bílstjórar að sýna sérstaka gætni þegar kemur að stöðum þar sem gangandi vegfarendur geta verið á ferð. Það er alveg óþarfi að gangandi vegfarendur deyji í umferðinni!
Þegar ég labbaði í leikskólan í morgun fannst mér ég vera örlítið öruggari vegna þess að Eygló Eva var með 2 auka endurskynsmerki á sér og ég var með eitt hangandi úr vasanum. Það er alveg ógeðslega dimmt úti þessa daganna og þess vegna alveg bráðnauðsynlegt að vera með endurskynsmerki á sér. Eins ættu allir bílstjórar að sýna sérstaka gætni þegar kemur að stöðum þar sem gangandi vegfarendur geta verið á ferð. Það er alveg óþarfi að gangandi vegfarendur deyji í umferðinni!
miðvikudagur, desember 01, 2010
Jólin
Jæja þá er DESEMBER bara mættur! Núna er tíminn kominn þegar flestir hafa það notalegt, kakó og smákökur eru alsráðandi og skemmtilegt tónlist hljómar. En hvað er ég að gera af mér þessa daganna?? Próf!! Jamm ég er í prófum núna og það er sko alls ekki uppáhaldið mitt. Mér finnst eiginlega að skólar ættu að hætta þessu prófstússi í desember. Þetta er mjög ófjölskylduvænt system sem bíður upp á búða spretthlaup korter í jól og fólk sofnar ofan í sósuna á aðfangadag!
En ég er sem betur fer aðeins búin að undirbúa jólin. Ég er til dæmis búin að kaupa allar jólagjafirnar! Jei, húrra fyrir mér. Svo er ég líka búin að kaupa jólapappír og krullubönd til að pakka herlegheitunum inn. Og svo er það piparkökubakstur í kvöld. Gerði smá deig í gærkvöldi... Tæp 2 kíló af hveiti, takk fyrir pent. Það verður það síðasta í alvöru jólaundirbúningi sem ég mun gera áður en að prófunum líkur. Það verður líka ágætt að eiga piparkökur til að narta í þegar lesið verður um litanir, blóð og hin ýmsustu krabbamein. Slurp
Jólakveðjur
ps. Bjarni þú ert nú meiri njósnarinn!
En ég er sem betur fer aðeins búin að undirbúa jólin. Ég er til dæmis búin að kaupa allar jólagjafirnar! Jei, húrra fyrir mér. Svo er ég líka búin að kaupa jólapappír og krullubönd til að pakka herlegheitunum inn. Og svo er það piparkökubakstur í kvöld. Gerði smá deig í gærkvöldi... Tæp 2 kíló af hveiti, takk fyrir pent. Það verður það síðasta í alvöru jólaundirbúningi sem ég mun gera áður en að prófunum líkur. Það verður líka ágætt að eiga piparkökur til að narta í þegar lesið verður um litanir, blóð og hin ýmsustu krabbamein. Slurp
Jólakveðjur
ps. Bjarni þú ert nú meiri njósnarinn!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)