fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Hversu svekkjandi er að fara fyrr úr vinnunni og labba í ógeðisveðri niður í Baðhús til þess eins að komast að því að kennarinn sem kennir Balance verður ekki með tíman í dag, heldur er sennilegast leiðinlegasti kennari Baðhússins með tímann? Það er alveg ótrúlega fúlt, sérstaklega vegna þess að mig hlakkaði virkilega til að fara í þennan tíma og balancera mig. Var rúmlega helminginn af tímanum en hætti þegar byrjað var á jafnvægisæfingum. Iss piss, ég nenni nú ekki að vera í einhverjum brjáluðum jafnvægisæfingum hjá brjáluðum kennara svo að ég fór bara aðeins að æfa vöðvana mína og teygja bara sjálf á.

Massi!!!

mánudagur, nóvember 27, 2006

Það er í tísku

Ég held að það sé í tísku að hella bjór í hárið á mér. Ég meina, ég fór að djamma um helgina og tvisvar sinnum var helt bjór yfir hárið á mér og einu sinni var ég bjórblaut á bringunni. Svo að ég minnist nú á það líka þá hefur lengi verið í tísku að stíga á mig á djamminu og oftast þegar ég vakna daginn eftir þá er ég með marbletti á löppunum. Þegar við vorum að fara út af Sólon þá steig einn dyravörðurinn á mig. Ég sagði bara þakkaði honum kurteisislega fyrir að hafa stigið á mig og hann sagði bara fyrirgefðu.
Tvisvar lennti ég í því að hárið á mér festis einhversstaðar. Einu sinni vorum við í biðröð og hárið á mér festist í einhverjum með þeim afleiðingum að þegar loksins kom að því að við stöllurnar áttum að fá að fara inn þá komst ég ekki neitt vegna þess að ég var föst í einhverjum. Hildigunnur reddaði mér samt og við komumst loksins inn á skemmtistaðinn.
Það var líka sett met í skemmtistaðaflakki um helgina. Fórum á fimm skemmtistaði og meira að segja tvisvar á einn. Hressó til að byrja með, fín stemmning og góð tónlist, rassaklíparar í miklu aksjóni. Sólon, massa mikið af reyk og smástelpum (og strákum). Tókst að brjóta hringinn minn :( Hverfisbarinn, Skemmtó tónlist og ágætis bjór. Bar 11, mega furðulegt fólk og alveg pakkað. Það var sko varla hægt að hreyfa sig þarna inni, svo pakkaður var þessi pínulitli staður. Vegamót, lengsta biðröðin og styðsta viðveran. Mér fannst nú ágætlega skemmtilegt þarna en stelpurnar voru ekki alveg að fíla sig svo að við fórum bara út eftir stutta stund og fórum aftur á Hressó. Rosa gaman að prófa bara fullt af skemmtistöðum. Vííí

Já já. Alltaf gaman að fara á djammið í borg óttans.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Vá maður það er bara kominn nóvember og hann er meira að segja að verða búinn. Bara örfáir dagar til jóla og síðan bara nokkrir dagar til viðbótar í stóra daginn. Jibbý jei. Ég er nú farin að vera ágætlega spennt ef ég á að viðurkenna það.

Búin að lesa Eldest og ég hlakka mikið til að lesa bók 3. Vei

Heyrðu, ég er bara ekki í miklu stuði akkúrat núna, læt kannski heyra meira frá mér seinna í dag :)

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Fyrir ári síðan vorum við Gunnar í Mangalore á Indlandi. Það var ein af skemmtilegri borgum sem við fórum til, ekki vegna þess að þar var mikið af flottu og spennandi dóti til að skoða og gera, það var bara frábært að eiga góðan dag í indverskri borg án þess að upplifa allt þetta ferðamannavesen. Svo var líka einstaklega góður og ÓDÝR matur sem við fengum þarna. Vá hvað mig langar aftur til Indlands. Það verður víst að bíða betir tíma, held að mig langi að fara í nýja heimsálfu næst þegar ég fer á flakk. Ég hef aldrei komið til suður-ameríku og ég hef bara verið einn dag í mið-ameríku svo að hugurinn leitar þangað. Slef, slef. Svo hef ég reyndar bara komið til Afríku norðan sahara svo að sunnanverð Afríka er alveg eftir. Slef, slef. Spurnig hvað verður fyrir valinu næsta sumar??

Annars er bara allt í góðu hjá mér. Undirbúningur í fullum gangi. Sat uppi í sófa í gær þangað til ég var orðin rangeygð, ekki af sjónvarpsglápi helgur af því að þræða perlur upp á vír. Mjög skemmtilegt. Það var reynar kveikt á sjónvarpinu og ég fylgdist með því þegar ég leit upp frá föndrinu. Innlit - Útlit var fyrst á dagskrá hjá mér, alveg glimmrandi ágætur þáttur. Gaman að sjá líka þar sem herbergi/heimili eðlilegs fólks eru tekin fyrir. Næst horfði ég á seinni helming af einum þætti og fyrri helming úr næsta í seríunni 24. Hef eiginlega ekkert horft á þessa þætti og ég verð að segja að þetta eru ekki svona þættir sem maður dettur inn í ef maður horfir bara á einn og einn. En eins og ég segi þá var ég að föndra og það var ágætt fyrir mig að hafa kveikt á imbanum svo að ég myndi nú ekki sofna yfir perlunum.

Í kvöld er það svo dans, vei!! Heyrði samt í útvarpinu áðan að þeir sem væru í dansi væri hálfitar eða hommar. En ef þeir væru hommar þá væri það nú samt í lagi að dansa af því að þeir væru hvort eð er svo skrítnir fyrir. Er ekki alveg sammála þessu, það er alveg hörkustuð hjá okkur í dansinum, held meira að segja að strákunum finnist þetta lúmst gaman.