laugardagur, september 02, 2006

Bjórinn minn

Var svo æst í að fá mér kaldan bjór að ég gleymdi honum í frystinum. Úbbosí. Þegar ég loksins mundi eftir honum hljóp ég inn í eldhús að bjarga honum. Mér til mikils léttis sá ég að hann var ekki frosinn. Eða það hélt ég allaveganna. Ég opnaði flöskuna og eftir smá stund sá ég að það var kominn tappi í hana, frosttappi! Arg. Jæja, fær maður þá sér ekki bara frosinn bjór með röri? Jú ég held það bara: Skál í botn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hmmm...bjórfrostpinni....ætli ég geti ekki orðið rík af þeirri hugmynd hér í danaveldi!!??