laugardagur, júlí 01, 2006

Töskurnar mínar...

Töskurnar mínar eru alltaf að koma á óvart. Ég á neflilga fullt af töskum sem ég geymi í sérstökum töskuhillum sem Gunnar útbjó fyrir mig. Ég á allskonar töskur til að nota við hin ýmsustu tækifæri; út á djamminu, í vinnuna, í sund, í búðir osfrv. Ég var að laga til í töskuhillunum mínum áðan og skoðai ofan í eina tösku sem ég hef ekki notað í langan tíma og haldið ekki að ég hafi bara fundið varalit sem er búinn að vera týndur í langan tíma. Ég var svo afskaplega glöð að finna þennan varalit því að þetta er einn af mínum uppáhalds varalitum og núna get ég farið að nota hann aftur. Það er gaman að skoða í gamlar töskur og finna dót sem maður hélt að væri týnt. Gaman gaman.

Annars fór ég nú í smá búðarleiðangur áðan. Keypti mér loksnins strigaskó fyrir sumarið. Loksins fann ég strigaskó sem voru á bjóðalegu verði og það besta var að lappirnar á mér líta út fyrir að vera mjög litlar í þeim, jei. Síðan var ég eitthvað að dæmast, ætlaði að fara í 3 föndurbúðir en mér til mikillar ólukku þá voru þær allar lokaðar. Fólk er greinilega ekki í miklum föndurhugleiðingum júní og júlí. Argi pargi. Fór svo í útsölumarkað 66gráður norður og keypti mér bílavetlinga, ó je. Hnausþykka flísvettlinga sem eiga eftir að koma sér þvílíkt vel í vetur.

Jæja, best að fara að ganga frá varalitnum og klára að raða töskunum á sinn stað.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jei,gaman ad finna tynt dot ;o)