föstudagur, september 30, 2005

Útlönd á morgun

Jæja gott fólk.

Þá er komið að því. Við Gunnar erum að leggjast í viking á morgun. Jess jess jess. Indland here we come!!! Spennan og stressið er alveg á ágætlega háu stigi þessa stundina. Eftir um 8 klukkustundir verðum við að fara í loftið og þá er ferðinni heitið til London. Þar munum við stoppa í um 9 klukkustundir. Síðan er það nánast beint flug til Delhi á Indlandi. Hitinn í Delhi þessa daganna er um 35° svo að við munum alveg grillast held ég. Hitiogsviti.is

Við verðum með sérstaka ferðasíðu þar sem unnt verður að fylgjast með ferðum okkar um Asíu. Slóðin er www.utlond.blogspot.com Endilega kíkið þangað. Skylda að komenta :)

Eigið góðan vetur kæru vinir og gleðileg jól.

Kveðja Jóna

fimmtudagur, september 29, 2005

Su Doku

Þið sem að hélduð að þið væruð góð í Su Doku ættuð að prófa þetta.

Mega erfitt.

mánudagur, september 19, 2005

Búin að uppfæra aðeins tenglana :)
Ég verð bara að segja að ég er rosalega ánægð að þessi dagur er að verða búin. Bara einn mánudagur í viðbót og svo BÚMM. ???. Sjibbý kóla.

Það er búið að vera rosalega mikið að gera hjá mér og Gunnari síðustu vikurnar. Fyrir utan vinnuna þá erum við búin að fara í sumarbústað, nokkur afmælisboð, matarboð og líka stundum í leikfimi. Við erum líka búin að fá fullt af skemmtilegu fólki í heimsókn. Svo má nú ekki sleppa því að minnast á allt stússið og peningaútgjöldin. Við erum neflilega búin að vera ansi dugleg að eyða peningum þessa dagana. Vonandi að þessi eyðsla eigi eftir að koma sér að góðum notum. Á föstudaginn skelltum við okkur svo út að borða... Eða við fengum okkur allaveganna að borða; American Style er alltaf geðveikt gott og klikkar ekki. Síðan fórum við að sjá myndina um Kalla og sælgætisgerðina. Snilldar mynd. Held bara að þetta sér mynd sem að ég væri alveg til í að eiga. Feel good mynd þar sem vondu krökkunum er hefnt fyrir að vera svona vond. Æði æði.

Núna bíður okkar vinna, fleiri heimsóknir, kannski smá leikfimi og annað skemmtilegt.

mánudagur, september 05, 2005

Ég fór í snilldartíma á föstudaginn var: Body Jam. Þetta var nú bara sannlega sagt hinn bestasti tími. Mjög óvenjulegur og ólíkur því sem maður á að venjast. Ekki þessi harka og púl sem fylgja combatinu, stepinu eða attacinu. Bara dansspor. Ég svitnaði nú samt alveg hellings í þessum tíma og ég ætla þokkalega að fara aftur. Ég ætla meira að segja að skella mér í kvöld :) Vííí.
Fann þessa heimasíðu. Hver vill ekki heita Kormlöð Krista eða Samson Saxi?

föstudagur, september 02, 2005

Meee

Ég var rosalega trendí eitthvað áðan. Klukkan var 3 og ég var eitthvað að drepast úr sleni. Ég hugsa með mér að ég verði nú bara að fá mér eitthvað gott að borða. Hmmm... 10-11 eina búðin sem er nálægt fyrir utan Bónus (nennti ekki að fara í Bónus). Skellti mér þá í 10-11 og verslaði mér niðursneyddar melónur og crossant. Alveg agalega inn og kúl og menningarleg og allt sem maður er þegar maður verslar í 10-11. Svo var ég líka voðalega dugleg að kaupa mér ekkert sem var voða óhollt :)

Voðalega er annars allt dýrt í 10-11!!