þriðjudagur, apríl 24, 2007

Mikið að gerast?

Er mikið að gerast hjá mér þessa dagana? Ég get nú ekki alveg sagt það. Vinna vinna, ekkert minna. Ég er að vísu farin að stunda jóga 2-3 í viku og það er bara ósköp notalegt. Er hætt í Baðhúsinu, ISF húsununm í bili. Þetta er bara komið gott í bili, þeir þurfa aðeins að fara að bæta hressleikann í stöðvunum sínum til að ég nenni að fara til þeirra í bráð.
Gunnar minn er í prófum núna og eins leiðinlegt og manni sjálfum finnst að vera í prófum þá er ég farin að vera pínu óþreyjufull í biðinni eftir próflokum. Góður stuðningur við eiginmannina þar!! Mig vantar bara stundum smá athyggli ;) Veit að ég fæ alla þá athyggli sem ég þarf í sumar svo ég get bara farið að hlakka til :


Vá, þessi póstur er bara orðin X margar línur. Persónulegt met, ha?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

dugleg stelpa!