þriðjudagur, september 26, 2006

Endurminningar á þriðjudagskvöldi.



Flott gistiaðstaða í Malasíu!!! Not!!!

Mjög dýrt herbergi en samt það ódýrasta sem við gátum boðið okkur. Sáum einhver önnur herbergi sem voru kannsi örlítið ódýrari en þá í sama stað mun ógeðslegri (ef það er hægt?). Vá hvað ég sakna þess að vera brún og sveitt eftir mega hita dagsins. Nýt þess samt á hverri nóttu að þurfa ekki að sofa í ógeðslegu rúmi eins og því sem er á myndinni hérna að ofan!

þriðjudagur, september 19, 2006

Blómin mín

Ég hef nú aldrei verið mikil blómakona en það getur nú verið ágætt að hafa nokkur blóm í kringum sig. Ef ég kaupi mér blóm út í blómabúð þá á ég ekkert endilega von á því að þau lifi neitt svakalega lengi. Ef þetta eru plöntur sem eiga að blómstra þá fer það yfirleitt þannig að ég kaupi blómin í fullum blóma en svo ekki söguna meir. Blómin bara neita að springa út. Frá því að ég var lítil hefur mér líka fundist gaman að setja niður hin ýmsustu fræ og ég gerði það einmitt nú í vor. Setti niður eplafræ, tómatafræ, melónufræ og svo setti ég líka niður eitt hvítlauksrif. Það hafa komið upp plöntur í öllu nema eplunum (sem mér finnst reyndar mjög skrítið). Hvítlaukurinn spíraði beint upp í loftið en þegar mér datt í hug að klippa af honum til að setja í túnfisksallatið þá fór hann í verkfall og hætti að vaxa. Tómatatrén eru orðin metershá og svakalega stæðileg. Melónutréð er klifurjurt sem vefur sig utan um stofugardínuna. Síðan gerðist það merkilega: Melónutréð byrjaði að blómstra. Ég er að tala um það byrjaði að BLÓMSTRA!!! Húrra fyrir mér, ég er alger meistari. Þegar ég var eitthvað að skoða skriðplöntuna mína áðan sá ég tvö lítil og krúttleg gul blóm. Alveg rosa skemmtilegt.

Boðskapur sögunnar: Maður er greinilega að eldast, mér er farið að þykja gaman af plöntum og ég get greinilega haldið þeim á lífi!!

miðvikudagur, september 06, 2006



Var eitthvað að skoða inn á Amazon og sá að þessi bók er á sérstöku tilboðsverði þar núna. Jamm. Því ekki bara að skella sér út í sjó og kaupa þessa bók...

Já eða bara ekki.

mánudagur, september 04, 2006

Þá er það hafið

Haustið er greinilega komið og allt brjálæðið sem því fylgir hellist yfir mann. Umferðin er orðin svo geðveik að maður þarf að leggja 15 mínútum fyrr af stað í vinnuna til að ná þangað á sama tíma og maður gerði í sumar. Póstkassinn er alltaf fullur af auglýsingabæklingum sem reyna að selja manni hin ýmsustu tilboð, sum betri en önnur.

Svo er það leikfimin. Það er verið að starta nýrri stundaskrá í líkamræktarstöðinni minni þessa vikuna og eins og alltaf er á þessum tíma árs þá fær fólk geðveikiskast í gymminu. Ég meina húsið var gjörsamlega troðfullt þegar ég mætti áðan, alveg magnað. Það var dágóður hópur kvenna sem stóð fyrir utan salinn og beið þess að tíminn á undan væri búinn svo að þær gætu ruðst inn til að ná sér í palla og setja hann á besta staðinn í slanum.


Það gerist líka á haustin að unglingarnir fara að birtast. Líkamsræktarstöðin var full af ungum krökkum sem ég leifi mér að fullyrða að eru ekki eldri en 16 ára og gætu þess vegna verið yngri. Gelgjan er alveg að fara með þessa krakka sem greinilega eru þarna vegna þess að þau eru neydd til þess af skólanum sem þau ganga í. "Oh mæ god, það leiðinlegasta við að fara í leikfimi er að teygja, ég kann það ekkert og hermi bara eftir öðrum". "Hei komum í keppni hver getur gert flestar armbeygjur" (annar pústar sig upp í að gera 15 hinn nær bara upp í 9 og hefur gert allar alveg svakalega vitlaust).

Jæja, best að setja haustpylsur í grillið og fara síðan upp á flugvöll að sækja Gunnar.

sunnudagur, september 03, 2006

Fiðringurinn

Nei það er ekki farið að örla fyrir gráa fiðringnum hjá mér. Þvert á móti. Það er farið að örla fyrir ferðafiðringnum all svakalega. Var að lesa gamlar færslur frá því í ferðinni okkar og svo var ég líka að skoða myndir. Mikið rosalega var bara gaman hjá okkur úti, endalaust mikið af glimrandi skemmtilegum minningum til að rifja upp. Það er bara alveg svakalega gaman að ferðast um heiminn. Því erfiðara sem hlutirnir eru því skemmtilegri verða minningarnar frá þeim.
Var neflilega að hlaða nokkrum myndum inn á síðuna hérna að neðan. Endilega smellið bara á myndirnar ef þið viljið fá að skoða þær aðeins stærri.

Snilldartilvitnum í sjálfa mig: Shut up you war crime bitch.

laugardagur, september 02, 2006

Bjórinn minn

Var svo æst í að fá mér kaldan bjór að ég gleymdi honum í frystinum. Úbbosí. Þegar ég loksins mundi eftir honum hljóp ég inn í eldhús að bjarga honum. Mér til mikils léttis sá ég að hann var ekki frosinn. Eða það hélt ég allaveganna. Ég opnaði flöskuna og eftir smá stund sá ég að það var kominn tappi í hana, frosttappi! Arg. Jæja, fær maður þá sér ekki bara frosinn bjór með röri? Jú ég held það bara: Skál í botn.